Dagný og Margrét Lára báðar með á Algarve | 23 manna hópur klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 13:45 Íslenski hópurinn kynntur á blaðamannfundi í dag. Vísir/Henry Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag þá 23 leikmenn sem munu taka þátt í Algarve-bikarnum í næsta mánuði. Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er í hópnum að þessu sinni en hún á aðeins einn landsleik að baki. Valskonan Thelma Björk Einarsdóttir kemur líka inn í hópinn en hún hefur verið lítið með síðustu ár. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, sem hafa verið að glíma við meiðsli, eru báðar í hópnum. Margrét Lára er kominn til baka eftir aðgerð en Dagný hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Hólmfríður Magnúsdóttir getur ekki tekið þátt í mótinu vegna meiðsla ekki frekar en Ásgerður St. Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar. Svava Rós Guðmundsdóttir, Berglind Hrund Jónasdóttir og Katrín Ómarsdóttir sem fóru allar með í Kínaferðina í október eru ekki með í hópnum að þessu sinni. Elín Metta Jensen, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir fóru ekki með til Kína en eru afur á móti í hópnum fyrir Algarve-bikarinn. Þetta er ellefta árið í röð og þrettánda árið alls sem íslensku stelpurnar eru með í Algarve-bikarnum en þær náðu þriðja sætinu á mótinu í fyrra sem er næstbesti árangur liðsins frá upphafi. Ísland er að þessu sinni í riðli með Noregi, Japan og Spáni í Algarve-bikarnum og er fyrsti leikurinn á móti Norðmönnum 1. mars næstkomandi. Íslenska landsliðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Hollandi næsta sumar og eru þetta fyrstu leikir liðsins á árinu 2017.Landsliðshópur Íslands á Algarve-bikarnum 2017: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 (27 landsleikir) Arna Sif Asgrimsdottir, Val (10 landsleikir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (19 landsleikir) Dagný Brynjarsdóttir, Portland (69 landsleikir) Dóra María Lárusdóttir, Val (113 landsleikir) Elín Metta Jensen, Val (21 landsleikur) Elísa Viðarsdóttir, Val (31 landsleikur) Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki (76 landsleikir) Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Utd (46 landsleikir) Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden (45 landsleikir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Valerenga (34 landsleikir) Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgarden (76 landsleikir) Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni (5 landsleikir) Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (112 landsleikir) Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val (28 landsleikir) Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki (75 landsleikir) Sandra María Jessen, Þór/KA (16 landsleikir) Sandra Sigurðardóttir, Val (14 landsleikir) Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg (98 landsleikir) Sif Atladóttir, Kristianstad (56 landsleikir) Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (1 landsleikur) Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (2 landsleikir) Thelma Björk Einarsdóttir, Val (10 landsleikir) EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag þá 23 leikmenn sem munu taka þátt í Algarve-bikarnum í næsta mánuði. Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er í hópnum að þessu sinni en hún á aðeins einn landsleik að baki. Valskonan Thelma Björk Einarsdóttir kemur líka inn í hópinn en hún hefur verið lítið með síðustu ár. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, sem hafa verið að glíma við meiðsli, eru báðar í hópnum. Margrét Lára er kominn til baka eftir aðgerð en Dagný hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Hólmfríður Magnúsdóttir getur ekki tekið þátt í mótinu vegna meiðsla ekki frekar en Ásgerður St. Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar. Svava Rós Guðmundsdóttir, Berglind Hrund Jónasdóttir og Katrín Ómarsdóttir sem fóru allar með í Kínaferðina í október eru ekki með í hópnum að þessu sinni. Elín Metta Jensen, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir fóru ekki með til Kína en eru afur á móti í hópnum fyrir Algarve-bikarinn. Þetta er ellefta árið í röð og þrettánda árið alls sem íslensku stelpurnar eru með í Algarve-bikarnum en þær náðu þriðja sætinu á mótinu í fyrra sem er næstbesti árangur liðsins frá upphafi. Ísland er að þessu sinni í riðli með Noregi, Japan og Spáni í Algarve-bikarnum og er fyrsti leikurinn á móti Norðmönnum 1. mars næstkomandi. Íslenska landsliðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Hollandi næsta sumar og eru þetta fyrstu leikir liðsins á árinu 2017.Landsliðshópur Íslands á Algarve-bikarnum 2017: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 (27 landsleikir) Arna Sif Asgrimsdottir, Val (10 landsleikir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (19 landsleikir) Dagný Brynjarsdóttir, Portland (69 landsleikir) Dóra María Lárusdóttir, Val (113 landsleikir) Elín Metta Jensen, Val (21 landsleikur) Elísa Viðarsdóttir, Val (31 landsleikur) Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki (76 landsleikir) Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Utd (46 landsleikir) Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden (45 landsleikir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Valerenga (34 landsleikir) Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgarden (76 landsleikir) Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni (5 landsleikir) Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (112 landsleikir) Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val (28 landsleikir) Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki (75 landsleikir) Sandra María Jessen, Þór/KA (16 landsleikir) Sandra Sigurðardóttir, Val (14 landsleikir) Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg (98 landsleikir) Sif Atladóttir, Kristianstad (56 landsleikir) Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (1 landsleikur) Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (2 landsleikir) Thelma Björk Einarsdóttir, Val (10 landsleikir)
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn