Öryggisgæsla forsetans kostar fúlgur fjár Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2017 11:30 Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans. Vísir/Getty Kostnaður ríkisins vegna lífstíls Donald Trump og fjölskyldu hans veldur miklum vandræðum fyrir lífverði forsetans (Secret Service) og kostar ríkið óhemju af peningum. Kostnaðurinn mun vera töluvert hærri en kostnaðurinn vegna fyrri forseta. Þá rennur hluti kostnaðarins beint í vasa Trump fjölskyldunnar. Nú í dag mun Trump fara til Flórída með allt sitt fylgdarlið til að verja helginni í sveitaklúbbi sínum Mar-a-Lago. Þetta er þriðja helgin í röð sem Trump heldur til í Mar-a-Lago. Embættismenn í Palm Beach sýslu, þar sem klúbburinn er, ætla sér að senda yfirvöldum í Washington reikninginn fyrir öryggisvörslu lögregluþjóna þeirra í kringum Mar-a-Lago. Kostnaður New York borgar, vegna öryggisgæslu í og við Trump Tower, þar sem Melania Trump og sonur þeirra Barron búa er um hálf milljón dala á dag. Þá munu synir Trump, þeir Eric og Don yngri fara til Sameinuðu arabísku furstadæmanna um helgina til að opna nýjan Trump-golfvöll. Lífverðir Secret service fylgja þeim með tilheyrandi kostnaði. Eric ferðaðist nýverið til Úrúgvæ þar sem hann var að kynna nýjan Trump turn og samkvæmt frétt Washington Post, kostaði hótelgistingin fyrir lífverði hans nærri því hundrað þúsund dali. Þá fór hann einnig til Dóminíska lýðveldisins og mun fara til Kanada á næstunni. Samtökin Judicial Watch fylgdust náið með ferðakostnaði Barack Obama og áætluðu að yfir átta ár hafi kostnaður vegna ferðalaga hans og fjölskyldu hans verið um 97 milljónir dala. Fyrstu fjórar vikur Donald Trump í embætti gefa hins vegar í skyn að kostnaður muni nema hundruðum milljóna dala á kjörtímabilinu.Washington Post bendir á að hluti þess kostnaðar ríkisins sem fer í að vernda hann og hýsa endar í hans eigin vasa. Sem dæmi hafi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Secret service íhugað að leigja hæð í Trump Tower í New York sem kostar allt að eina og hálfa milljón dala á ári. Þar að auki bætist auglýsingargildi umfjöllunarinnar um Trump og eignir hans við. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Kostnaður ríkisins vegna lífstíls Donald Trump og fjölskyldu hans veldur miklum vandræðum fyrir lífverði forsetans (Secret Service) og kostar ríkið óhemju af peningum. Kostnaðurinn mun vera töluvert hærri en kostnaðurinn vegna fyrri forseta. Þá rennur hluti kostnaðarins beint í vasa Trump fjölskyldunnar. Nú í dag mun Trump fara til Flórída með allt sitt fylgdarlið til að verja helginni í sveitaklúbbi sínum Mar-a-Lago. Þetta er þriðja helgin í röð sem Trump heldur til í Mar-a-Lago. Embættismenn í Palm Beach sýslu, þar sem klúbburinn er, ætla sér að senda yfirvöldum í Washington reikninginn fyrir öryggisvörslu lögregluþjóna þeirra í kringum Mar-a-Lago. Kostnaður New York borgar, vegna öryggisgæslu í og við Trump Tower, þar sem Melania Trump og sonur þeirra Barron búa er um hálf milljón dala á dag. Þá munu synir Trump, þeir Eric og Don yngri fara til Sameinuðu arabísku furstadæmanna um helgina til að opna nýjan Trump-golfvöll. Lífverðir Secret service fylgja þeim með tilheyrandi kostnaði. Eric ferðaðist nýverið til Úrúgvæ þar sem hann var að kynna nýjan Trump turn og samkvæmt frétt Washington Post, kostaði hótelgistingin fyrir lífverði hans nærri því hundrað þúsund dali. Þá fór hann einnig til Dóminíska lýðveldisins og mun fara til Kanada á næstunni. Samtökin Judicial Watch fylgdust náið með ferðakostnaði Barack Obama og áætluðu að yfir átta ár hafi kostnaður vegna ferðalaga hans og fjölskyldu hans verið um 97 milljónir dala. Fyrstu fjórar vikur Donald Trump í embætti gefa hins vegar í skyn að kostnaður muni nema hundruðum milljóna dala á kjörtímabilinu.Washington Post bendir á að hluti þess kostnaðar ríkisins sem fer í að vernda hann og hýsa endar í hans eigin vasa. Sem dæmi hafi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Secret service íhugað að leigja hæð í Trump Tower í New York sem kostar allt að eina og hálfa milljón dala á ári. Þar að auki bætist auglýsingargildi umfjöllunarinnar um Trump og eignir hans við.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira