Bæjarstjóri segir óeðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélög Ásgeir Erlendsson skrifar 18. febrúar 2017 21:30 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ekki eðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélög sem kaupi upp heilu fjölbýlishúsin og eigi í þeim hlut. Þeir séu með því í samkeppni við sjóðfélaga sína og sprengi upp íbúðaverð. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm 16 prósent á síðustu tólf mánuðum. Hækkun húsnæðisverðs skýrist að hluta til af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár. Samkvæmt greiningardeild Arion banka þarf að byggja að minnsta kosti átta þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Á svæðum eins og í Glaðheimum í Kópavogi, þar sem töluverður fjöldi íbúða er í uppbyggingu, eru þess dæmi að fasteignafélög, sem fjármögnuð eru af lífeyrissjóðum, kaupi upp heilu fjölbýlishúsin. Umræddar íbúðir fari því í útleigu eða eru seldar síðar með töluverðu álagi. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir þetta ekki eðlilega þróun en hann var gestur Víglínunnar í dag. „Hvernig á þetta fólk að geta keppt við þessu sterku félög? Og af hverju eru lífeyrissjóðirnir í samkeppni við fólkið sitt um þetta? Sprengja upp íbúðaverðið... Ég skil þetta ekki.“Heldurðu að þessi fasteignafélög séu einmitt að sprengja upp íbúðaverð?„Mér finnst það engin spurning. Það er skortmarkaður og þessir aðilar eru að spila þennan skortmarkað,“ segir Ármann. Hann segir best fyrir bæjarfélög að bregðast við þess ástandi með því að auka lóðaframboð.En vill Ármann ekki takmarka umsvif þessara félaga?„Það er þá bara löggjafinn sem verður að koma inn í það.“Sjá má umræðurnar í Víglínunni í heild sinni í spilaranum að neðan. Víglínan Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ekki eðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélög sem kaupi upp heilu fjölbýlishúsin og eigi í þeim hlut. Þeir séu með því í samkeppni við sjóðfélaga sína og sprengi upp íbúðaverð. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm 16 prósent á síðustu tólf mánuðum. Hækkun húsnæðisverðs skýrist að hluta til af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár. Samkvæmt greiningardeild Arion banka þarf að byggja að minnsta kosti átta þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Á svæðum eins og í Glaðheimum í Kópavogi, þar sem töluverður fjöldi íbúða er í uppbyggingu, eru þess dæmi að fasteignafélög, sem fjármögnuð eru af lífeyrissjóðum, kaupi upp heilu fjölbýlishúsin. Umræddar íbúðir fari því í útleigu eða eru seldar síðar með töluverðu álagi. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir þetta ekki eðlilega þróun en hann var gestur Víglínunnar í dag. „Hvernig á þetta fólk að geta keppt við þessu sterku félög? Og af hverju eru lífeyrissjóðirnir í samkeppni við fólkið sitt um þetta? Sprengja upp íbúðaverðið... Ég skil þetta ekki.“Heldurðu að þessi fasteignafélög séu einmitt að sprengja upp íbúðaverð?„Mér finnst það engin spurning. Það er skortmarkaður og þessir aðilar eru að spila þennan skortmarkað,“ segir Ármann. Hann segir best fyrir bæjarfélög að bregðast við þess ástandi með því að auka lóðaframboð.En vill Ármann ekki takmarka umsvif þessara félaga?„Það er þá bara löggjafinn sem verður að koma inn í það.“Sjá má umræðurnar í Víglínunni í heild sinni í spilaranum að neðan.
Víglínan Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Sjá meira