Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 101-77 | Garðbæingar auðveldlega á toppinn Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 2. febrúar 2017 22:00 Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig, tók 18 fráköst og gaf fimm stoðsendingar í sigri Stjörnunnar á Keflavík í síðustu umferð. vísir/ernir Stjarnan vann þægilegan sigur á Snæfell, 101-77, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn halda því áfram að setja pressu á KR-inga og ætla sér að ná í deildarmeistaratitilinn. Snæfellingar mættu bara ofjörlum sínum í kvöld en liðið sýndu stundum ágæta takta. Garðbæingar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar en KR á leik til góða. Liðin eru jöfn að stigum.Af hverju vann Stjarnan?Það þarf ekkert að vera flókið að segja frá því. Í kvöld mættust einfaldlega Davíð og Golíat. Eitt besta lið landsins og móti versta liðinu í Dominos-deildinni. Getumunurinn er bara gríðarlegur og Stjörnumenn unnu þennan leik bara í þriðja gír. Það er kannski smá áhyggjuefni að liðið lék ekkert sérstaklega vel í kvöld. Snæfellingar eru bara tveimur númerum of litlir fyrir þessa deild.Bestu menn vallarinsÁrni Elmar Hrafnsson, leikmaður Snæfells, var frábær í kvöld og skoraði hann 24 stig. Leikmaður sem er að fá dýrmætar mínútur hjá Snæfellingum og er að læra. Hjá Stjörnunni var Arnþór Freyr Guðmundsson fínn en hann gerði 25 stig, og þar af fimm þriggja stig körfur.Hvað gekk illa ?Varnarleikurinn hjá Snæfellingum var ekki til útflutnings og náðu Stjörnumenn oftast að gera í raun það sem þeim sýndist. Stjörnumenn hefðu í raun alveg getað spilað betur í kvöld, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en sigur þeirra var aldrei í hættu.Stjarnan-Snæfell 101-77 (29-20, 23-19, 23-24, 26-14) Stjarnan: Arnþór Freyr Guðmundsson 25/4 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 17/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 16/7 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 16/14 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ágúst Angantýsson 2/6 fráköst, Egill Agnar Októsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0/5 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 0/6 stoðsendingar.Snæfell: Árni Elmar Hrafnsson 24/4 fráköst, Andrée Fares Michelsson 15, Christian David Covile 15/11 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8/5 fráköst, Jón Páll Gunnarsson 6, Maciej Klimaszewski 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3/4 fráköst, Snjólfur Björnsson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 0, Tómas Helgi Baldursson 0, Aron Ingi Hinriksson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0. Hrafn: Shouse fær bara góða hvíld og kemur vonandi til baka í næsta leikHrafn Kristjánsson var nokkuð sáttur með sína menn eftir leikinn í kvöld.Vísir/ernir„Þetta var bara allt í lagi leikur hjá okkur. Við vorum alls ekki góðir og það hefur ekkert bara með okkur að gera, þeir spiluðu bara fínan leik,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Þeir létu okkur hafa fyrir hlutunum í gegnum allan leikinn og komu okkur aðeins úr jafnvægi með svæðisvörninni og svona. Heilt yfir er ég bara ánægður með tvo punkta.“ Hrafn segir að núna taki við tvær vikur í frí og þá geti liðið fínpússað ákveðna hluti. Justin Shouse var ekki með Stjörnunni í kvöld en hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli. „Staðan er í raun að núna vil ég bara gefa honum almennilega hvíld. Burt sé frá ástandinu á honum núna, þá þarf hann bara hvíld. Ég held að hann hafi aðeins platað okkur í aðdragandi Keflavíkurleiksins. Við vorum búnir að tapa tveimur leikjum og verandi sá keppnismaður sem hann er, þá held ég að hann hafi ýtt sér of fljótt af stað.“ Hrafn segist samt sem áður búast við Shouse í næsta leik eftir tvær viku. „Það er flott að vera á toppnum en samt svolítið hart að líta í baksýnisspegilinn og sjá á eftir tveimur þremur leikum sem við hefðum átt að vinna.“ Ingi: VIð erum bara eins og Marteinn Mosdal, við komum alltaf afturIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/vilhelm„Maður hélt í byrjun að við myndum tapa þessum stærra en þetta,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „En við erum bara eins og Marteinn Mosdal, við komum alltaf aftur. Við þéttum bara svæðisvörnina og vorum með fínar færslur. Við spilum yfirleitt voðalega litla svæðisvörn en það er greinilegt að við þurfum að fara æfa hana betur.“ Ingi segir að Árni Elmar hafi verið frábær í leiknum í kvöld. „Hann kom bara í Hólminn fyrir tímabilið til að fá reynslu og hann er bara að græða á þessu. Stendur sig hrikalega vel, er að verða ákveðin leiðtogi í liðinu og er kominn í fantaform.“ Snæfellingar voru 13 stigum undir í hálfleik og tólf stigum undir eftir þrjá leikhluta. „Það svona datt svona aðeins botninn úr þessu undir lokin. Lykilmenn okkar, það vantaði svona smá að þeir myndu stýra leiknum. Kaninn okkar var ekki alveg með þetta í kvöld, og ætlaði svolítið mikið bara að reyna gera þetta sjálfur. Við lærum helling af þessum leik. Gæðin í þessu Stjörnuliði eru bara svo mikil.“ Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Sjá meira
Stjarnan vann þægilegan sigur á Snæfell, 101-77, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn halda því áfram að setja pressu á KR-inga og ætla sér að ná í deildarmeistaratitilinn. Snæfellingar mættu bara ofjörlum sínum í kvöld en liðið sýndu stundum ágæta takta. Garðbæingar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar en KR á leik til góða. Liðin eru jöfn að stigum.Af hverju vann Stjarnan?Það þarf ekkert að vera flókið að segja frá því. Í kvöld mættust einfaldlega Davíð og Golíat. Eitt besta lið landsins og móti versta liðinu í Dominos-deildinni. Getumunurinn er bara gríðarlegur og Stjörnumenn unnu þennan leik bara í þriðja gír. Það er kannski smá áhyggjuefni að liðið lék ekkert sérstaklega vel í kvöld. Snæfellingar eru bara tveimur númerum of litlir fyrir þessa deild.Bestu menn vallarinsÁrni Elmar Hrafnsson, leikmaður Snæfells, var frábær í kvöld og skoraði hann 24 stig. Leikmaður sem er að fá dýrmætar mínútur hjá Snæfellingum og er að læra. Hjá Stjörnunni var Arnþór Freyr Guðmundsson fínn en hann gerði 25 stig, og þar af fimm þriggja stig körfur.Hvað gekk illa ?Varnarleikurinn hjá Snæfellingum var ekki til útflutnings og náðu Stjörnumenn oftast að gera í raun það sem þeim sýndist. Stjörnumenn hefðu í raun alveg getað spilað betur í kvöld, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en sigur þeirra var aldrei í hættu.Stjarnan-Snæfell 101-77 (29-20, 23-19, 23-24, 26-14) Stjarnan: Arnþór Freyr Guðmundsson 25/4 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 17/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 16/7 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 16/14 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ágúst Angantýsson 2/6 fráköst, Egill Agnar Októsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0/5 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 0/6 stoðsendingar.Snæfell: Árni Elmar Hrafnsson 24/4 fráköst, Andrée Fares Michelsson 15, Christian David Covile 15/11 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8/5 fráköst, Jón Páll Gunnarsson 6, Maciej Klimaszewski 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3/4 fráköst, Snjólfur Björnsson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 0, Tómas Helgi Baldursson 0, Aron Ingi Hinriksson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0. Hrafn: Shouse fær bara góða hvíld og kemur vonandi til baka í næsta leikHrafn Kristjánsson var nokkuð sáttur með sína menn eftir leikinn í kvöld.Vísir/ernir„Þetta var bara allt í lagi leikur hjá okkur. Við vorum alls ekki góðir og það hefur ekkert bara með okkur að gera, þeir spiluðu bara fínan leik,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Þeir létu okkur hafa fyrir hlutunum í gegnum allan leikinn og komu okkur aðeins úr jafnvægi með svæðisvörninni og svona. Heilt yfir er ég bara ánægður með tvo punkta.“ Hrafn segir að núna taki við tvær vikur í frí og þá geti liðið fínpússað ákveðna hluti. Justin Shouse var ekki með Stjörnunni í kvöld en hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli. „Staðan er í raun að núna vil ég bara gefa honum almennilega hvíld. Burt sé frá ástandinu á honum núna, þá þarf hann bara hvíld. Ég held að hann hafi aðeins platað okkur í aðdragandi Keflavíkurleiksins. Við vorum búnir að tapa tveimur leikjum og verandi sá keppnismaður sem hann er, þá held ég að hann hafi ýtt sér of fljótt af stað.“ Hrafn segist samt sem áður búast við Shouse í næsta leik eftir tvær viku. „Það er flott að vera á toppnum en samt svolítið hart að líta í baksýnisspegilinn og sjá á eftir tveimur þremur leikum sem við hefðum átt að vinna.“ Ingi: VIð erum bara eins og Marteinn Mosdal, við komum alltaf afturIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/vilhelm„Maður hélt í byrjun að við myndum tapa þessum stærra en þetta,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „En við erum bara eins og Marteinn Mosdal, við komum alltaf aftur. Við þéttum bara svæðisvörnina og vorum með fínar færslur. Við spilum yfirleitt voðalega litla svæðisvörn en það er greinilegt að við þurfum að fara æfa hana betur.“ Ingi segir að Árni Elmar hafi verið frábær í leiknum í kvöld. „Hann kom bara í Hólminn fyrir tímabilið til að fá reynslu og hann er bara að græða á þessu. Stendur sig hrikalega vel, er að verða ákveðin leiðtogi í liðinu og er kominn í fantaform.“ Snæfellingar voru 13 stigum undir í hálfleik og tólf stigum undir eftir þrjá leikhluta. „Það svona datt svona aðeins botninn úr þessu undir lokin. Lykilmenn okkar, það vantaði svona smá að þeir myndu stýra leiknum. Kaninn okkar var ekki alveg með þetta í kvöld, og ætlaði svolítið mikið bara að reyna gera þetta sjálfur. Við lærum helling af þessum leik. Gæðin í þessu Stjörnuliði eru bara svo mikil.“
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Sjá meira