Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs haldið á flugvelli vegna tilskipunar Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2017 10:45 Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Vísir/AFP Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, var stoppaður á flugvellinum í Washington á miðvikudag og yfirheyrður í um klukkustund vegna tilskipunar Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Að sögn Bondevik var ástæðan sú að í vegabréfi hans mátti sjá að hann hafði ferðast til Írans. Samkvæmt tilskipun Trump hefur öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens verið meinað um inngöngu í Bandaríkin. Bondevik var að lokum sleppt og leyft að halda för sinni áfram en hann var á leið á fund með áhrifamönnum í Washington sem haldinn var í gær og var Donald Trump á meðal þeirra sem héldu þar erindi. „Það lítur út fyrir að þegar nafn á tilteknum löndum sést í vegabréfinu fari allt af stað. Þetta skapar óþarfa grun og mér fannst þetta töluvert ögrandi,“ sagði Bondevik í samtali við TV2 í Noregi.Sagði Bondevik, sem er með diplómatískt vegabréf, að engin ástæða væri fyrir Bandaríkin að óttast fyrrverandi forsætisráðherra sem hefði heimsótt landið í opinberum erindagjörðum oft og mörgum sinnu. Bondevik var forsætisráðherra Noregs á árunum 1997 til 2000 og aftur frá 2001 til 2005. Honum líkar ekki sú stefna sem Bandaríkin hafa tekið undir stjórn Trump. „Ég skil að menn hafi áhyggjur af hryðjuverkum en að einbeita sér að einum hóp er ekki í lagi. Ég hef áhyggjur af framtíðinni.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, var stoppaður á flugvellinum í Washington á miðvikudag og yfirheyrður í um klukkustund vegna tilskipunar Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Að sögn Bondevik var ástæðan sú að í vegabréfi hans mátti sjá að hann hafði ferðast til Írans. Samkvæmt tilskipun Trump hefur öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens verið meinað um inngöngu í Bandaríkin. Bondevik var að lokum sleppt og leyft að halda för sinni áfram en hann var á leið á fund með áhrifamönnum í Washington sem haldinn var í gær og var Donald Trump á meðal þeirra sem héldu þar erindi. „Það lítur út fyrir að þegar nafn á tilteknum löndum sést í vegabréfinu fari allt af stað. Þetta skapar óþarfa grun og mér fannst þetta töluvert ögrandi,“ sagði Bondevik í samtali við TV2 í Noregi.Sagði Bondevik, sem er með diplómatískt vegabréf, að engin ástæða væri fyrir Bandaríkin að óttast fyrrverandi forsætisráðherra sem hefði heimsótt landið í opinberum erindagjörðum oft og mörgum sinnu. Bondevik var forsætisráðherra Noregs á árunum 1997 til 2000 og aftur frá 2001 til 2005. Honum líkar ekki sú stefna sem Bandaríkin hafa tekið undir stjórn Trump. „Ég skil að menn hafi áhyggjur af hryðjuverkum en að einbeita sér að einum hóp er ekki í lagi. Ég hef áhyggjur af framtíðinni.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00