Gagnrýnir orð fjármálaráðherra um hagsýnar húsmæður: „Finnst ykkur þetta í lagi?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 14:54 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um samstarfskonur sínar. Vísir/Ernir/Eyþór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í umræðum um verklag við opinber fjármál sem átti sér stað á Alþingi í gær. Þar ávarpaði Benedikt þingkonur sem tóku þátt í umræðunum sem hagsýnar húsmæður. Í umræðunum, sem voru haldnar að frumkvæði Bjarkeyjar, velti hún því fyrir sér hvort framsetning á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væri til þess falin að skapa faglega umræðu um málið á þinginu. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann teldi æskilegt að stefnan yrði sett upp bæði út frá gagnsæi og út frá því að auðvelda ólíkum hópum að meta stefnuna. Hún sagði að frá því hún hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2004 hefði það verið viðloðandi að þingsalurinn tæmdist þegar umræðan snerist um fjárlög eða fjármál. „Ég held að við getum sett þær fram án þess að það sé villandi með því að taka fram með hvaða hætti við ákveðum að gera þær samanburðarhæfar milli ára,” sagði hún. Benedikt tók undir þessi orð Bjarkeyjar og sagði þá að áhugavert væri að sjá fjölda kvenna sýna verklagi við opinber fjármál áhuga. Sex konur og þrír karlar tóku þátt í umræðunum. „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta,“ sagði Benedikt í umræðunum í gær.Óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun Í ræðu sinni í dag undir liðnum störf þingsins beindi Bjarkey orðum sínum að þingkonum meirihlutans. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta er í nafni og anda ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og meira að segja hefur á að skipa jafnréttisráðherra sem tók sér sérstaklega þann titil af því að það átti að skipa svo stóran sess. Mér finnst óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun og tali til hóps þingkvenna með þessum hætti,“ sagði Bjarkey. „Ég spyr ykkur kæru þingkonur meirihlutans, finnst ykkur þetta í lagi? Ég vænti þess að þið ræðið þetta í ykkar hópi og veltið þessu fyrir ykkur. Haldið þið það að þessi umræða hefði átt sér stað og þessi orð eða sambærileg hefðu fallið ef að hér hefðu verið karlar í meirihluta að taka þátt í umræðunni eða hlustað. Haldið þið það? Ekki ég. Ég held ekki. Orðanotkun skiptir máli. Samhengi og vettvangur skipta líka máli. Það getur ekki verið í lagi og mér finnst ekki viðeigandi að ráðherra í ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti tali svona.“ Alþingi Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í umræðum um verklag við opinber fjármál sem átti sér stað á Alþingi í gær. Þar ávarpaði Benedikt þingkonur sem tóku þátt í umræðunum sem hagsýnar húsmæður. Í umræðunum, sem voru haldnar að frumkvæði Bjarkeyjar, velti hún því fyrir sér hvort framsetning á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væri til þess falin að skapa faglega umræðu um málið á þinginu. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann teldi æskilegt að stefnan yrði sett upp bæði út frá gagnsæi og út frá því að auðvelda ólíkum hópum að meta stefnuna. Hún sagði að frá því hún hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2004 hefði það verið viðloðandi að þingsalurinn tæmdist þegar umræðan snerist um fjárlög eða fjármál. „Ég held að við getum sett þær fram án þess að það sé villandi með því að taka fram með hvaða hætti við ákveðum að gera þær samanburðarhæfar milli ára,” sagði hún. Benedikt tók undir þessi orð Bjarkeyjar og sagði þá að áhugavert væri að sjá fjölda kvenna sýna verklagi við opinber fjármál áhuga. Sex konur og þrír karlar tóku þátt í umræðunum. „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta,“ sagði Benedikt í umræðunum í gær.Óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun Í ræðu sinni í dag undir liðnum störf þingsins beindi Bjarkey orðum sínum að þingkonum meirihlutans. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta er í nafni og anda ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og meira að segja hefur á að skipa jafnréttisráðherra sem tók sér sérstaklega þann titil af því að það átti að skipa svo stóran sess. Mér finnst óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun og tali til hóps þingkvenna með þessum hætti,“ sagði Bjarkey. „Ég spyr ykkur kæru þingkonur meirihlutans, finnst ykkur þetta í lagi? Ég vænti þess að þið ræðið þetta í ykkar hópi og veltið þessu fyrir ykkur. Haldið þið það að þessi umræða hefði átt sér stað og þessi orð eða sambærileg hefðu fallið ef að hér hefðu verið karlar í meirihluta að taka þátt í umræðunni eða hlustað. Haldið þið það? Ekki ég. Ég held ekki. Orðanotkun skiptir máli. Samhengi og vettvangur skipta líka máli. Það getur ekki verið í lagi og mér finnst ekki viðeigandi að ráðherra í ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti tali svona.“
Alþingi Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira