Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 08:23 Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Vísir/EPA Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Um var að ræða borgara Írans, Íraks, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Þeirri ákvörðun var áfrýjað af dómsmálaráðuneytinu og er búist við niðurstöðu frá dómstólnum í þessari viku. Að öllum líkindum fer málið þó alla leið fyrir hæstarétt Bandaríkjanna.Málið var tekið fyrir í gær og spurði Richard Clifton, einn þriggja dómara í málinu, meðal annars hvort að tilskipunin gæti talist fordómafull þar sem hún hefði einungis áhrif á 15 prósent allra múslima í heiminum. Noah Purcell, aðstoðardómsmálaráðherra Washington ríkis, sagði bannið hafa haft áhrif á þúsundir íbúa ríkisins, til að mynda hefðu margir nemar ekki getað ferðast til Washington og íbúar ekki getað heimsótt fjölskyldu í útlöndum. Þá benti hann einnig á ummæli Rudy Giuliani, eins helsta ráðgjafa forsetans, um að hann hafi verið beðinn um að leita leiða til að framkvæma múslimabann á löglegan hátt. Þá sagði Purcell jafnframt að úrskurður dómara í Washington að bannið skyldi afnumið hefði ekki skaðað bandarísk yfirvöld. August Flentje, sem fer með málið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sagði að þingið hefði heimilað forsetanum að stjórna því hverjir geti ferðast til Bandaríkjanna. Þegar hann var beðinn um sannanir þess efnis að þau sjö ríki sem voru nefnd í tilskipuninni ógni öryggi landsins sagði hann að þó nokkrir Sómalíubúar í Bandaríkjunum hefðu tengsl við al-Shabaab hryðjuverkasamtökin. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Um var að ræða borgara Írans, Íraks, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Þeirri ákvörðun var áfrýjað af dómsmálaráðuneytinu og er búist við niðurstöðu frá dómstólnum í þessari viku. Að öllum líkindum fer málið þó alla leið fyrir hæstarétt Bandaríkjanna.Málið var tekið fyrir í gær og spurði Richard Clifton, einn þriggja dómara í málinu, meðal annars hvort að tilskipunin gæti talist fordómafull þar sem hún hefði einungis áhrif á 15 prósent allra múslima í heiminum. Noah Purcell, aðstoðardómsmálaráðherra Washington ríkis, sagði bannið hafa haft áhrif á þúsundir íbúa ríkisins, til að mynda hefðu margir nemar ekki getað ferðast til Washington og íbúar ekki getað heimsótt fjölskyldu í útlöndum. Þá benti hann einnig á ummæli Rudy Giuliani, eins helsta ráðgjafa forsetans, um að hann hafi verið beðinn um að leita leiða til að framkvæma múslimabann á löglegan hátt. Þá sagði Purcell jafnframt að úrskurður dómara í Washington að bannið skyldi afnumið hefði ekki skaðað bandarísk yfirvöld. August Flentje, sem fer með málið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sagði að þingið hefði heimilað forsetanum að stjórna því hverjir geti ferðast til Bandaríkjanna. Þegar hann var beðinn um sannanir þess efnis að þau sjö ríki sem voru nefnd í tilskipuninni ógni öryggi landsins sagði hann að þó nokkrir Sómalíubúar í Bandaríkjunum hefðu tengsl við al-Shabaab hryðjuverkasamtökin.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42