Twitter í vandræðum: Tekjuvöxtur hefur aldrei verið minni Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2017 14:30 Vísir/AFP Tekjvöxtur Twitter hefur aldrei verið minni frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 2013. Tekjur fyrirtækisins voru 717 milljónir dala, um 80 milljarðar íslenskra króna, á síðasta fjórðungi 2016, sem er einungis eins prósents aukning á milli ára og tapaði fyrirtækið 167 milljónum dala. Tap fyrirtækisins jókst á milli ára en á síðasta fjórðungi 2015 var tapið 90,24 milljónir dala. Hlutabréf Twitter hafa fallið í verði eftir tilkynninguna í morgun. Tekjur frá auglýsingum drógust saman á milli ára og varaði fyrirtækið við því að sú þróun gæti haldið áfram á þessu ári.Yfirlit yfir tekjur Twitter 2016 og síðasta fjórðung 2015.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir þetta til marks um að auglýsendur snúi sér í auknu mæli að Facebook. Í síðustu viku tilkynnti Facebook að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um þrjá milljarða dala á milli ára, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna. Twitter þarf að fjölga notendum sínum hraðar til að hækka auglýsingatekjur sínar. Aðrar tekjur fyrirtækisins jukust þó um 17 prósent.Fjölgun notenda sem eru virkir í hverjum mánuði.Athygli hefur vekið að Trump-bólan svokallaða virðist ekki hafa skilað sér til Twitter. Reiknað hafði verið með því að notendum myndi fjölga mikið vegna þess hve virkur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er á samfélagsmiðlinum. Sú aukning notenda er undir væntingum. Í bréfi til fjárfesta segir Twitter að einblýnt verði á fjögur atriði á þessu ári. Þau eru að gera Twitter öruggara, að fjárfesta frekar í grunnstoðum fyrirtækisins, að koma út nýjum notkunarmöguleikum og að einfalda tekjuöflun og vinna sig áfram í áttina að hagnaði. Donald Trump Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tekjvöxtur Twitter hefur aldrei verið minni frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 2013. Tekjur fyrirtækisins voru 717 milljónir dala, um 80 milljarðar íslenskra króna, á síðasta fjórðungi 2016, sem er einungis eins prósents aukning á milli ára og tapaði fyrirtækið 167 milljónum dala. Tap fyrirtækisins jókst á milli ára en á síðasta fjórðungi 2015 var tapið 90,24 milljónir dala. Hlutabréf Twitter hafa fallið í verði eftir tilkynninguna í morgun. Tekjur frá auglýsingum drógust saman á milli ára og varaði fyrirtækið við því að sú þróun gæti haldið áfram á þessu ári.Yfirlit yfir tekjur Twitter 2016 og síðasta fjórðung 2015.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir þetta til marks um að auglýsendur snúi sér í auknu mæli að Facebook. Í síðustu viku tilkynnti Facebook að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um þrjá milljarða dala á milli ára, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna. Twitter þarf að fjölga notendum sínum hraðar til að hækka auglýsingatekjur sínar. Aðrar tekjur fyrirtækisins jukust þó um 17 prósent.Fjölgun notenda sem eru virkir í hverjum mánuði.Athygli hefur vekið að Trump-bólan svokallaða virðist ekki hafa skilað sér til Twitter. Reiknað hafði verið með því að notendum myndi fjölga mikið vegna þess hve virkur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er á samfélagsmiðlinum. Sú aukning notenda er undir væntingum. Í bréfi til fjárfesta segir Twitter að einblýnt verði á fjögur atriði á þessu ári. Þau eru að gera Twitter öruggara, að fjárfesta frekar í grunnstoðum fyrirtækisins, að koma út nýjum notkunarmöguleikum og að einfalda tekjuöflun og vinna sig áfram í áttina að hagnaði.
Donald Trump Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira