Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 94-84 | Hrun hjá Haukum í seinni hálfleik Sindri Freyr Ágústsson í Iceland Glacial höllinni skrifar 20. janúar 2017 22:15 Tobin Carberry skoraði 33 stig fyrir Þór. vísir/ernir Þór Þ. vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið fékk Hauka í heimsókn í 14. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Lokatölur 94-84, Þór í vil. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru 19 stigum yfir eftir 1. leikhluta, 11-30. Þórsarar náðu að minnka muninn 13 stig fyrir hálfleik, 42-55. Seinni hálfleikurinn var svo eign heimamanna sem keyrðu fram úr gestunum og unnu á endanum 10 stiga sigur, 94-84. Tobin Carberry skoraði 33 stig fyrir Þór sem var með 51% þriggja stiga nýtingu í leiknum í kvöld. Sherrod Wright skoraði 34 stig fyrir Hauka sem er enn í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar.Afhverju unnu Þórsarar? Þórsarar gáfust ekki upp þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir í fyrsta leikhluta. Í fyrsta leikhluta hittu þeir ekki neitt og hittu þeir 0 af 6 sniðskotum sínum í þeim leikhluta. Það var ekki það sem vann leikinn fyrir þá. Baráttan og viljinn var ein af megin ástæðunum af hverju þeir unnu leikinn. Góð innkoma af bekknum frá bæði Halldóri Garðari sem setti risa stóra þrista niður og svo líka innkoma Davíð Arnars, betur þekktur sem Dabbi Kóngur. Þeir settu 20 stig til samans, voru frábærir í vörn og gerðu bara allt vel. Að fá svona góða innkomu frá ungum strákum er gríðarlega mikilvægt í svona leikjum. Tobin Carberry byrjaði ekkert sérstaklega vel en hann varð betri og betri þegar leið á leikinn. Tobin var með 33 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann var klárlega ein af ástæðunum afhverju heimamenn náðu að vinna þennan leik.Bestu menn vallarins: Hjá tapliði Hauka var aðeins einn leikmaður sem var að spila vel og var það auðvitað hinn magnaði Sherrod Wright. Hann náði að skora 34 stig áður en að hann fékk sína fimmtu villu í fjórða leikhluta. Aðrir leikmenn Hauka náðu ekki að spila nógu vel og hafa þeir átt töluvert betri leiki. Carberry var auðvitað í lykilhlutverk hjá heimamönnnum í dag eins og áður kom fram þá skoraði hann 33 stig og var hann stigahæstur hjá sínum mönnum. Aðrir leikmenn hjá Þórsörum sem spiluðu vel voru Maciej með 14 stig, Emil með 11 stig, Davíð með 11 stig og svo Halldór sem skoraði 9 stig.Tölfræðin sem vakti athygli: Það sem var mjög áhugavert við tölfræðina hjá heimamönnum var það að þeir hittu mun betur úr þriggja stiga skotum en tveggja stiga. Þeir tóku 27 þriggja stiga skot og skoruðu úr 14 af þeim, það gerir 51 prósent skotnýtingu sem er frábær nýting. Tveggja stiga skotin þeirra voru ekki alveg jafn góð af því að þeir hittu aðeins 16 af 44 skotum sínum inn í teig sem gerir 36 prósent nýtingu. Wright tókst að tapa sjö boltum í leik og það er tölfræði sem við sjáum ekki oft hjá svona góðum leikmanni. Haukar voru ekki alveg að finna sig í þristunum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 5 þrista í leiknum úr 23 skotum sem er 21 prósent skotnýting. Ekki alveg nægilega góð nýting þar á ferð.Bein lýsing: Þór Þ. - HaukarEinar Árni: Halldór Garðar bar okkur áfram í fyrri hálfleiknum Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara, var gríðarlega sáttur með sína menn eftir endurkomusigurinn í kvöld og hrósaði hann sérstaklega Halldóri Garðari Hermannssyni eftir leikinn enda var hann mjög góður í kvöld. „Halldór Garðar fannst mér bera okkur áfram hérna í fyrri hálfleiknum. Hann var eini leikmaðurinn sem var líkur sjálfum sér.“ „Byrjunin á seinni hálfleik var alveg frábær og að snúa þessum leik svona við gefur mönnum hrikalega mikið og það sýnir mönnum að þetta eru langir leikir. Ég er bara virkilega ánægður hvernig allur hópurinn tæklaði seinni hálfleikinn,“ sagði Einar Árni um síðari hálfleik. Þessi sigur heimamanna í kvöld var mjög mikilvægur og talaði Einar Árni akkurat um það hvað leikurinn væri mikilvægur fyrir framhaldið. „Eins og ég sagði fyrir leikinn á móti Keflavík þá var þetta bara 5 stiga leikur, við fáum tvö stig og þeir fá engin stig. Við erum líka komnir með innbyrðis á þá og það er mjög mikilvægt. Fyrir utan allt það þá er líka hver einasti sigur gríðarlega mikilvægur út af því hversu jöfn deildin er.“Ívar: Við þurfum að stjórna hraða leiksins Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sá jákvæða punkta frá sínum mönnum í fyrri hálfleik. „Við vorum að stjórna leiknum í fyrri hálfleik, stjórnuðum nokkurn veginn hraðanum og spiluðum vörnina eins og við ætluðum okkur að gera. Við ætluðum að stoppa þriggja stiga skotin og við vissum alveg að Tobin myndi skora meira en 25 stig svo við ætluðum ekki að láta það pirra okkur og við ætluðum bara að stoppa hina og við gerðum það alveg í fyrri hálfleik.“ „Í byrjun þriðja leikhluta þá fer allt í burtu sem við vorum að gera, öll ró fór úr okkar leik, við fórum að hlaupa á þeirra hraða og taka lékegar ákvarðanir í sókn. Menn missa hausinn um leið og við fáum tvo, þrjá þrista á okkur og fara menn að drífa sig fram og reyna að redda hlutunum,“ sagði Ívar Ásgrímsson um slæmt gengi þeirra í þriðja leikhluta. Ívar sagði að þeir þurftu að fara að vinna leiki til að bjarga sér úr fallsæti og þurftu þeir að gera það með því að stjórna hraða leiksins. „Við þurfum að stjórna hraða leiksins við erum ekki að gera það í augnablikinu. Emil Barja meiddist í bakinu í fyrri hálfleik og hafði það mikil áhrif á okkar leik af því að hann var nánast ekkert með okkur í seinni hálfleik. Eins og ég sagði þá bara misstum við hausinn og við þurfum að fara að halda haus og fara að stjórna leikjum aftur,“ sagði Ívar að lokum.Emil Karel: Vorum heppnir að það hafi ekki verið refsað okkur Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórsara, sagði að þeir hefðu hitt í byrjun leiks. „Þeir voru að taka alltof mikið af sóknarfráköstum og bara auðveldum skotum. Hinu megin vorum við síðan bara að slútta illa og vorum ekki að hitta úr sniðskotum, við klúðruðum sex sniðskotum í fyrsta leikhluta. Þetta var bara alveg agalegt í fyrri hálfleik,“ sagði Emil kampakátur eftir sigurinn. „Þetta var gífurlega mikilvægur sigur af því að deildin er hnífjöfn og með þessum sigri erum við í aðeins betri stöðu.“ Emil sagði að þeir þurftu að mæta betur í leikinn en hann var ánægður með innkomuna af bekknum. „Við þurfum að mæta betur í leiki við vorum bara heppnir að strákarni á bekknum komu sterkir inn í þetta. Halldór og Davíð voru að setja þrista sem héldu okkur gjörsamlega inn í leiknum.“ Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Styrmir sterkur í sigri á Spáni Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sjá meira
Þór Þ. vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið fékk Hauka í heimsókn í 14. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Lokatölur 94-84, Þór í vil. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru 19 stigum yfir eftir 1. leikhluta, 11-30. Þórsarar náðu að minnka muninn 13 stig fyrir hálfleik, 42-55. Seinni hálfleikurinn var svo eign heimamanna sem keyrðu fram úr gestunum og unnu á endanum 10 stiga sigur, 94-84. Tobin Carberry skoraði 33 stig fyrir Þór sem var með 51% þriggja stiga nýtingu í leiknum í kvöld. Sherrod Wright skoraði 34 stig fyrir Hauka sem er enn í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar.Afhverju unnu Þórsarar? Þórsarar gáfust ekki upp þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir í fyrsta leikhluta. Í fyrsta leikhluta hittu þeir ekki neitt og hittu þeir 0 af 6 sniðskotum sínum í þeim leikhluta. Það var ekki það sem vann leikinn fyrir þá. Baráttan og viljinn var ein af megin ástæðunum af hverju þeir unnu leikinn. Góð innkoma af bekknum frá bæði Halldóri Garðari sem setti risa stóra þrista niður og svo líka innkoma Davíð Arnars, betur þekktur sem Dabbi Kóngur. Þeir settu 20 stig til samans, voru frábærir í vörn og gerðu bara allt vel. Að fá svona góða innkomu frá ungum strákum er gríðarlega mikilvægt í svona leikjum. Tobin Carberry byrjaði ekkert sérstaklega vel en hann varð betri og betri þegar leið á leikinn. Tobin var með 33 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann var klárlega ein af ástæðunum afhverju heimamenn náðu að vinna þennan leik.Bestu menn vallarins: Hjá tapliði Hauka var aðeins einn leikmaður sem var að spila vel og var það auðvitað hinn magnaði Sherrod Wright. Hann náði að skora 34 stig áður en að hann fékk sína fimmtu villu í fjórða leikhluta. Aðrir leikmenn Hauka náðu ekki að spila nógu vel og hafa þeir átt töluvert betri leiki. Carberry var auðvitað í lykilhlutverk hjá heimamönnnum í dag eins og áður kom fram þá skoraði hann 33 stig og var hann stigahæstur hjá sínum mönnum. Aðrir leikmenn hjá Þórsörum sem spiluðu vel voru Maciej með 14 stig, Emil með 11 stig, Davíð með 11 stig og svo Halldór sem skoraði 9 stig.Tölfræðin sem vakti athygli: Það sem var mjög áhugavert við tölfræðina hjá heimamönnum var það að þeir hittu mun betur úr þriggja stiga skotum en tveggja stiga. Þeir tóku 27 þriggja stiga skot og skoruðu úr 14 af þeim, það gerir 51 prósent skotnýtingu sem er frábær nýting. Tveggja stiga skotin þeirra voru ekki alveg jafn góð af því að þeir hittu aðeins 16 af 44 skotum sínum inn í teig sem gerir 36 prósent nýtingu. Wright tókst að tapa sjö boltum í leik og það er tölfræði sem við sjáum ekki oft hjá svona góðum leikmanni. Haukar voru ekki alveg að finna sig í þristunum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 5 þrista í leiknum úr 23 skotum sem er 21 prósent skotnýting. Ekki alveg nægilega góð nýting þar á ferð.Bein lýsing: Þór Þ. - HaukarEinar Árni: Halldór Garðar bar okkur áfram í fyrri hálfleiknum Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara, var gríðarlega sáttur með sína menn eftir endurkomusigurinn í kvöld og hrósaði hann sérstaklega Halldóri Garðari Hermannssyni eftir leikinn enda var hann mjög góður í kvöld. „Halldór Garðar fannst mér bera okkur áfram hérna í fyrri hálfleiknum. Hann var eini leikmaðurinn sem var líkur sjálfum sér.“ „Byrjunin á seinni hálfleik var alveg frábær og að snúa þessum leik svona við gefur mönnum hrikalega mikið og það sýnir mönnum að þetta eru langir leikir. Ég er bara virkilega ánægður hvernig allur hópurinn tæklaði seinni hálfleikinn,“ sagði Einar Árni um síðari hálfleik. Þessi sigur heimamanna í kvöld var mjög mikilvægur og talaði Einar Árni akkurat um það hvað leikurinn væri mikilvægur fyrir framhaldið. „Eins og ég sagði fyrir leikinn á móti Keflavík þá var þetta bara 5 stiga leikur, við fáum tvö stig og þeir fá engin stig. Við erum líka komnir með innbyrðis á þá og það er mjög mikilvægt. Fyrir utan allt það þá er líka hver einasti sigur gríðarlega mikilvægur út af því hversu jöfn deildin er.“Ívar: Við þurfum að stjórna hraða leiksins Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sá jákvæða punkta frá sínum mönnum í fyrri hálfleik. „Við vorum að stjórna leiknum í fyrri hálfleik, stjórnuðum nokkurn veginn hraðanum og spiluðum vörnina eins og við ætluðum okkur að gera. Við ætluðum að stoppa þriggja stiga skotin og við vissum alveg að Tobin myndi skora meira en 25 stig svo við ætluðum ekki að láta það pirra okkur og við ætluðum bara að stoppa hina og við gerðum það alveg í fyrri hálfleik.“ „Í byrjun þriðja leikhluta þá fer allt í burtu sem við vorum að gera, öll ró fór úr okkar leik, við fórum að hlaupa á þeirra hraða og taka lékegar ákvarðanir í sókn. Menn missa hausinn um leið og við fáum tvo, þrjá þrista á okkur og fara menn að drífa sig fram og reyna að redda hlutunum,“ sagði Ívar Ásgrímsson um slæmt gengi þeirra í þriðja leikhluta. Ívar sagði að þeir þurftu að fara að vinna leiki til að bjarga sér úr fallsæti og þurftu þeir að gera það með því að stjórna hraða leiksins. „Við þurfum að stjórna hraða leiksins við erum ekki að gera það í augnablikinu. Emil Barja meiddist í bakinu í fyrri hálfleik og hafði það mikil áhrif á okkar leik af því að hann var nánast ekkert með okkur í seinni hálfleik. Eins og ég sagði þá bara misstum við hausinn og við þurfum að fara að halda haus og fara að stjórna leikjum aftur,“ sagði Ívar að lokum.Emil Karel: Vorum heppnir að það hafi ekki verið refsað okkur Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórsara, sagði að þeir hefðu hitt í byrjun leiks. „Þeir voru að taka alltof mikið af sóknarfráköstum og bara auðveldum skotum. Hinu megin vorum við síðan bara að slútta illa og vorum ekki að hitta úr sniðskotum, við klúðruðum sex sniðskotum í fyrsta leikhluta. Þetta var bara alveg agalegt í fyrri hálfleik,“ sagði Emil kampakátur eftir sigurinn. „Þetta var gífurlega mikilvægur sigur af því að deildin er hnífjöfn og með þessum sigri erum við í aðeins betri stöðu.“ Emil sagði að þeir þurftu að mæta betur í leikinn en hann var ánægður með innkomuna af bekknum. „Við þurfum að mæta betur í leiki við vorum bara heppnir að strákarni á bekknum komu sterkir inn í þetta. Halldór og Davíð voru að setja þrista sem héldu okkur gjörsamlega inn í leiknum.“
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Styrmir sterkur í sigri á Spáni Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sjá meira