Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 10:05 Frá mótmælagöngu kvenna í Melbourne í dag. vísir/getty Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. Þá er búið að skipuleggja sams konar mótmælagöngur í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum en í umfjöllun Guardian um mótmælin segir að allt að 1,5 milljónir kvenna muni mótmæla Trump í dag. Búið er að skipuleggja göngu í Reykjavík sem hefst klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins. Verður gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Evvie Harmon, ein af þeim sem hefur skipulagt göngurnar, segir að konur um allan heim hafi setið á púðurtunnu um langt skeið og kjör Trump hafi verið það sem kveikti í þeirri tunnu. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitningu og að virða ekki mannréttindi jaðarhópa, til að mynda samkynhneigðra, en skömmu eftir að hann tók við embætti í gær var öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum fjarlægð af síðu Hvíta hússins. Réttindi hinsegin fólks voru hins vegar eitt af lykilmálum forvera Trump í embætti, Barack Obama. Búist er við því að kvennagangan í Washington verði stærsti viðburður sem tengja má við innsetningu nýs forseta í Bandaríkjunum. Mikil mótmæli voru í höfuðborginni í gær og voru um 200 manns handteknir í þeim. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. Þá er búið að skipuleggja sams konar mótmælagöngur í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum en í umfjöllun Guardian um mótmælin segir að allt að 1,5 milljónir kvenna muni mótmæla Trump í dag. Búið er að skipuleggja göngu í Reykjavík sem hefst klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins. Verður gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Evvie Harmon, ein af þeim sem hefur skipulagt göngurnar, segir að konur um allan heim hafi setið á púðurtunnu um langt skeið og kjör Trump hafi verið það sem kveikti í þeirri tunnu. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitningu og að virða ekki mannréttindi jaðarhópa, til að mynda samkynhneigðra, en skömmu eftir að hann tók við embætti í gær var öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum fjarlægð af síðu Hvíta hússins. Réttindi hinsegin fólks voru hins vegar eitt af lykilmálum forvera Trump í embætti, Barack Obama. Búist er við því að kvennagangan í Washington verði stærsti viðburður sem tengja má við innsetningu nýs forseta í Bandaríkjunum. Mikil mótmæli voru í höfuðborginni í gær og voru um 200 manns handteknir í þeim.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00