Ísraelar nýta sér embættistöku Trump og hefja uppbyggingu landnemabyggða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2017 16:09 Samkvæmt alþjóðalögum eru landnemabyggðirnar taldar ólöglegar þó að Ísraelar séu því ekki sammála. Vísir/EPA Ísraelsk yfirvöld hafa samþykkt uppbyggingu hundruði húsa, á landnemabyggðum í austurhluta Jerúsalemborgar. Þetta er gert einungis tveimur dögum eftir að ríkisstjórn Donald Trump tók við völdum í Bandaríkjunum, en ríkisstjórn Obama var andsnúin uppbyggingunni. BBC greinir frá. Fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna var andsnúin uppbyggingunni þar eð henni þótti hún vega að lausn á deilum Ísraela við Palestínumenn, en sú lausn er kölluð „tveggja ríkja lausnin“ og kveður á um sjálfstætt ríki Palestínu. Landnemabyggðirnar eru jafnframt taldar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum en Ísraelar hafa ætíð véfengt þau lög. Borgaryfirvöld samþykktu í dag leyfi til uppbyggingar á 566 nýjum húsum á svæðinu en áður hafði leyfisveitingunni verið slegið á frest vegna afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna og ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem landnemabyggðirnar voru gagnrýndar. Var það í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn nýttu sér ekki neitunarvald sitt í öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir að Ísrael sé gagnrýnt á þeim vettvangi. Ísraelsk yfirvöld urðu æf vegna þeirrar ákvörðunar og sagði forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanyahu, að hún væri svívirðileg. Ísraelsk yfirvöld drógu meðal annars úr fjárframlögum sínum til Sameinuðu þjóðanna í hefndarskyni vegna þessa. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur áður sagt að hann styðji uppbygginguna á þessum svæðum, ólíkt forvera sínum og því ákváðu Ísraelar að slá atkvæðagreiðslum um heimild fyrir frekari uppbyggingu á svæðunum á frest þar til hann væri kominn í embætti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Ísraelsk yfirvöld hafa samþykkt uppbyggingu hundruði húsa, á landnemabyggðum í austurhluta Jerúsalemborgar. Þetta er gert einungis tveimur dögum eftir að ríkisstjórn Donald Trump tók við völdum í Bandaríkjunum, en ríkisstjórn Obama var andsnúin uppbyggingunni. BBC greinir frá. Fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna var andsnúin uppbyggingunni þar eð henni þótti hún vega að lausn á deilum Ísraela við Palestínumenn, en sú lausn er kölluð „tveggja ríkja lausnin“ og kveður á um sjálfstætt ríki Palestínu. Landnemabyggðirnar eru jafnframt taldar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum en Ísraelar hafa ætíð véfengt þau lög. Borgaryfirvöld samþykktu í dag leyfi til uppbyggingar á 566 nýjum húsum á svæðinu en áður hafði leyfisveitingunni verið slegið á frest vegna afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna og ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem landnemabyggðirnar voru gagnrýndar. Var það í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn nýttu sér ekki neitunarvald sitt í öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir að Ísrael sé gagnrýnt á þeim vettvangi. Ísraelsk yfirvöld urðu æf vegna þeirrar ákvörðunar og sagði forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanyahu, að hún væri svívirðileg. Ísraelsk yfirvöld drógu meðal annars úr fjárframlögum sínum til Sameinuðu þjóðanna í hefndarskyni vegna þessa. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur áður sagt að hann styðji uppbygginguna á þessum svæðum, ólíkt forvera sínum og því ákváðu Ísraelar að slá atkvæðagreiðslum um heimild fyrir frekari uppbyggingu á svæðunum á frest þar til hann væri kominn í embætti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira