Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2017 21:40 Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins á blaðamannafundi með myndum af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni. Vísir/EPA Starfsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu hafa svarið þess eið að verja forseta sinn með kjafti og klóm gegn „ósanngjörnum árásum“ fjölmiðla þar vestanhafs. Reuters greinir frá.Þetta kemur fram í máli nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, Reince Priebus sem gagnrýnir fjölmiðla fyrir fullyrðingar um að mun færri almennir borgara hafi mætt á innsetningarathöfn Donalds Trumps heldur en innsetningarathöfn Baracks Obama árið 2009. „Punkturinn snýst ekki um stærð mannfjöldans heldur snýst punkturinn um árásirnar og tilraunirnar til að draga úr lögmæti forsetans á einum degi. Við munum ekki sitja undir því þegandi og hljóðalaust“ segir Priebus. Hann heldur því fram að loftmyndir af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni séu falsaðar. Áður hafði nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, haldið því fram að aldrei áður hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forseta. Sérfræðingar sem sérhæfa sig í mannfjöldatölum á slíkum viðburðum hafa dregið í efa fullyrðingar Spicer og í raun sagt þær vera rangar.Vilja koma frá sér öðrum „mögulegum staðreyndum“Þá hefur Kellyanne Conway, sem er ráðgjafi Donalds Trumps, einnig skotið á fjölmiðla, en það gerði hún þegar hún var spurð um það hvers vegna fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segði fjölmiðlum ósatt. „Ef við ætlum að tala um fjölmiðlafulltrúann með þessum hætti verðum við að endurhugsa samband okkar.“ Þá var Conway gagnrýnd fyrir þá staðreynd að starfsfólk Hvíta hússins eyðir tíma sínum í að tala um hversu margir hafi mætt á innsetningarathöfn forsetans í stað þess að tala um mikilvæg mál í innanríkis- og utanríkismálum Bandaríkjanna en hún svaraði þeirri gagnrýni. „Okkur finnst mikilvægt að hreinsa loftið og koma frá okkur öðrum „mögulegum staðreyndum“.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Starfsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu hafa svarið þess eið að verja forseta sinn með kjafti og klóm gegn „ósanngjörnum árásum“ fjölmiðla þar vestanhafs. Reuters greinir frá.Þetta kemur fram í máli nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, Reince Priebus sem gagnrýnir fjölmiðla fyrir fullyrðingar um að mun færri almennir borgara hafi mætt á innsetningarathöfn Donalds Trumps heldur en innsetningarathöfn Baracks Obama árið 2009. „Punkturinn snýst ekki um stærð mannfjöldans heldur snýst punkturinn um árásirnar og tilraunirnar til að draga úr lögmæti forsetans á einum degi. Við munum ekki sitja undir því þegandi og hljóðalaust“ segir Priebus. Hann heldur því fram að loftmyndir af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni séu falsaðar. Áður hafði nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, haldið því fram að aldrei áður hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forseta. Sérfræðingar sem sérhæfa sig í mannfjöldatölum á slíkum viðburðum hafa dregið í efa fullyrðingar Spicer og í raun sagt þær vera rangar.Vilja koma frá sér öðrum „mögulegum staðreyndum“Þá hefur Kellyanne Conway, sem er ráðgjafi Donalds Trumps, einnig skotið á fjölmiðla, en það gerði hún þegar hún var spurð um það hvers vegna fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segði fjölmiðlum ósatt. „Ef við ætlum að tala um fjölmiðlafulltrúann með þessum hætti verðum við að endurhugsa samband okkar.“ Þá var Conway gagnrýnd fyrir þá staðreynd að starfsfólk Hvíta hússins eyðir tíma sínum í að tala um hversu margir hafi mætt á innsetningarathöfn forsetans í stað þess að tala um mikilvæg mál í innanríkis- og utanríkismálum Bandaríkjanna en hún svaraði þeirri gagnrýni. „Okkur finnst mikilvægt að hreinsa loftið og koma frá okkur öðrum „mögulegum staðreyndum“.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira