Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 12:00 Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. Vísir/Samsett/WPA Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. Danmörk, lið Guðmundar Guðmundssonar, tapaði fyrir Ungverjalandi, og Þýskaland, landslið Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Katar. Bæði lið Ungverjalands og Katar enduðu í 4. sæti í sínum riðli, eins og Ísland, og bæði lið Þýskalands og Danmerkur voru búin að vinna fimm fyrstu leiki sína á HM í Frakklandi. Það sem meira er landsliðin unnu hvor um sig einn stóran titil á síðasta ári. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í Póllandi fyrir ári síðan og Danir unnu Ólympíugullið í Ríó í ágúst. Þegar bæði Evrópumeistararnir og Ólympíumeistararnir detta út úr sextán liða úrslitum á sama degi er ekki úr vegi að skoða hvernig landsliðum í sömu sporum hefur gengið á HM undanfarna áratugi. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þetta er söguleg slæmt. Þjóðverjar enda í 9. sæti á HM í ár eða í nákvæmlega sama sæti og þegar þeir komu síðast á heimsmeistaramót sem ríkjandi Evrópumeistarar í Túnis 2005. Aðeins einum Evrópumeisturum hefur gengið verr en Evrópumeistarar Svía urðu aðeins í 13. sæti á HM 2003. Svíar voru þá að fara í gegnum risastór kynslóðarskipti en Þjóðverjar eru með sitt Evrópumeistaralið á besta aldri. Danir enda í 10. sæti á HM og aðeins eitt landslið hefur mætt á HM eftir sigur á Ólympíuleikum og ekki náð betri árangri. Króatar urðu aðeins í þrettánda sæti á HM í Kumamoto 1997, ári eftir á þeir unnu Ólympíugullið í Atlanta. Á síðustu tuttugu árum hafði versti árangur Ólympíumeistara verið sjötta sæti hjá Frökkum á HM 2013 og hjá Rússum á HM 2001.Ólympíumeistarar og næsta HM á eftir: Danmörk á HM 2017 - 10. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2013 - 6. sæti (8 liða úrslit) Frakkland á HM 2009 - Heimsmeistarar Króatía á HM 2005 - Silfurverðlaun Rússland á HM 2001 - 6. sæti (8 liða úrsliti) Króatía á HM 1997 - 13. sæti (16 liða úrslit) Rússland (Samveldið) á HM 1993 - Heimsmeistarar Sovétríkin á HM 1990 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1986 - Heimsmeistarar Austur-Þýskaland á HM 1982 - 6. sæti (milliriðill) Sovétríkin á HM 1978 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1974 - BronsverðlaunEvrópumeistarar og næsta HM á eftir: Þýskaland á HM 2017 - 9. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2015 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2013 - Silfurverðlaun Frakkland á HM 2011 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2009 - 4. sæti Frakkland á HM 2007 - 4. sæti Þýskaland á HM 2005 - 9. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2003 - 13. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2001 - Silfurverðlaun Svíþjóð á HM 1999 - Heimsmeistarar Rússland á HM 1997 - Heimsmeistarar Svíþjóð á HM 1995 - Bronsverðlaun HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. Danmörk, lið Guðmundar Guðmundssonar, tapaði fyrir Ungverjalandi, og Þýskaland, landslið Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Katar. Bæði lið Ungverjalands og Katar enduðu í 4. sæti í sínum riðli, eins og Ísland, og bæði lið Þýskalands og Danmerkur voru búin að vinna fimm fyrstu leiki sína á HM í Frakklandi. Það sem meira er landsliðin unnu hvor um sig einn stóran titil á síðasta ári. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í Póllandi fyrir ári síðan og Danir unnu Ólympíugullið í Ríó í ágúst. Þegar bæði Evrópumeistararnir og Ólympíumeistararnir detta út úr sextán liða úrslitum á sama degi er ekki úr vegi að skoða hvernig landsliðum í sömu sporum hefur gengið á HM undanfarna áratugi. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þetta er söguleg slæmt. Þjóðverjar enda í 9. sæti á HM í ár eða í nákvæmlega sama sæti og þegar þeir komu síðast á heimsmeistaramót sem ríkjandi Evrópumeistarar í Túnis 2005. Aðeins einum Evrópumeisturum hefur gengið verr en Evrópumeistarar Svía urðu aðeins í 13. sæti á HM 2003. Svíar voru þá að fara í gegnum risastór kynslóðarskipti en Þjóðverjar eru með sitt Evrópumeistaralið á besta aldri. Danir enda í 10. sæti á HM og aðeins eitt landslið hefur mætt á HM eftir sigur á Ólympíuleikum og ekki náð betri árangri. Króatar urðu aðeins í þrettánda sæti á HM í Kumamoto 1997, ári eftir á þeir unnu Ólympíugullið í Atlanta. Á síðustu tuttugu árum hafði versti árangur Ólympíumeistara verið sjötta sæti hjá Frökkum á HM 2013 og hjá Rússum á HM 2001.Ólympíumeistarar og næsta HM á eftir: Danmörk á HM 2017 - 10. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2013 - 6. sæti (8 liða úrslit) Frakkland á HM 2009 - Heimsmeistarar Króatía á HM 2005 - Silfurverðlaun Rússland á HM 2001 - 6. sæti (8 liða úrsliti) Króatía á HM 1997 - 13. sæti (16 liða úrslit) Rússland (Samveldið) á HM 1993 - Heimsmeistarar Sovétríkin á HM 1990 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1986 - Heimsmeistarar Austur-Þýskaland á HM 1982 - 6. sæti (milliriðill) Sovétríkin á HM 1978 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1974 - BronsverðlaunEvrópumeistarar og næsta HM á eftir: Þýskaland á HM 2017 - 9. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2015 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2013 - Silfurverðlaun Frakkland á HM 2011 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2009 - 4. sæti Frakkland á HM 2007 - 4. sæti Þýskaland á HM 2005 - 9. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2003 - 13. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2001 - Silfurverðlaun Svíþjóð á HM 1999 - Heimsmeistarar Rússland á HM 1997 - Heimsmeistarar Svíþjóð á HM 1995 - Bronsverðlaun
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira