49 stig Irving og þrenna LeBron ekki nóg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2017 09:01 Dion Waiters, lengst til hægri, fagnar sigurkörfu sinni. Klay Thompson stendur agndofa eftir. Vísir/Getty Tvö efstu lið NBA-deildarinnar, Golden State í vestrinu og Cleveland í austurinu, töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildnni í nótt. Miami vann Golden State á heimavelli, 105-102, og batt þar með enda á sjö leikja sigurgöngu Golden State. Dion Waiters setti niður þriggja stiga körfu þegar 0,6 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði þar með sigur Miami. Hann átti stórleik og skoraði samtals 33 stig í leiknum. Miami var með undirtökin í leiknum en Kevin Durant náði að jafna metin með troðslu þegar tíu sekúndur voru eftir. En það var ekki nóg. Stephen Curry náði að taka skot um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. Hann var alls með 21 stig, tíu fráköst og átta stoðsendingar en stigahæstur var Durant með 27 stig. New Orleans vann Cleveland, 124-122, þar sem Terrence Jones var hetjan með 36 stig og ellefu fráköst. Jrue Holiday bætti við 33 stigum og tíu stoðsendingum. New Orleans var með væna forystu eftir fyrri hálfleikinn en Cleveland náði að minnka hana í þrjú stig þegar ein og hálf mínúta var eftir. En nær komust meistararnir ekki. Kyrie Irving skilaði ótrúlegum tölum fyrir Cleveland en hann var samtals með 49 stig, þar af 35 í síðari hálfleik. LeBron James var með þrefalda tvennu - 26 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Oklahoma City Thunder vann Utah, 97-95. Russell Westbrook skoraði sigurkörfu leiksins þegar 1,4 sekúndur voru eftir en hann var alls með 38 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Þetta var alls 22. þrefalda tvenna Westbrook á tímabilinu en það stefnir í metár hjá honum í þessum efnum.Úrslit næturinnar: Charlotte - Washington 99-109 Brooklyn - San Antonio 86-112 Atlanta - LA Clippers 105-115 Miami - Golden State 105-102 Detroit - Sacramento 104-109 Milwaukee - Houston 127-114 New Orleans - Cleveland 124-122 Indiana - NY Knicks 103-109 Utah - Oklahoma City 95-97 NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Tvö efstu lið NBA-deildarinnar, Golden State í vestrinu og Cleveland í austurinu, töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildnni í nótt. Miami vann Golden State á heimavelli, 105-102, og batt þar með enda á sjö leikja sigurgöngu Golden State. Dion Waiters setti niður þriggja stiga körfu þegar 0,6 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði þar með sigur Miami. Hann átti stórleik og skoraði samtals 33 stig í leiknum. Miami var með undirtökin í leiknum en Kevin Durant náði að jafna metin með troðslu þegar tíu sekúndur voru eftir. En það var ekki nóg. Stephen Curry náði að taka skot um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. Hann var alls með 21 stig, tíu fráköst og átta stoðsendingar en stigahæstur var Durant með 27 stig. New Orleans vann Cleveland, 124-122, þar sem Terrence Jones var hetjan með 36 stig og ellefu fráköst. Jrue Holiday bætti við 33 stigum og tíu stoðsendingum. New Orleans var með væna forystu eftir fyrri hálfleikinn en Cleveland náði að minnka hana í þrjú stig þegar ein og hálf mínúta var eftir. En nær komust meistararnir ekki. Kyrie Irving skilaði ótrúlegum tölum fyrir Cleveland en hann var samtals með 49 stig, þar af 35 í síðari hálfleik. LeBron James var með þrefalda tvennu - 26 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Oklahoma City Thunder vann Utah, 97-95. Russell Westbrook skoraði sigurkörfu leiksins þegar 1,4 sekúndur voru eftir en hann var alls með 38 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Þetta var alls 22. þrefalda tvenna Westbrook á tímabilinu en það stefnir í metár hjá honum í þessum efnum.Úrslit næturinnar: Charlotte - Washington 99-109 Brooklyn - San Antonio 86-112 Atlanta - LA Clippers 105-115 Miami - Golden State 105-102 Detroit - Sacramento 104-109 Milwaukee - Houston 127-114 New Orleans - Cleveland 124-122 Indiana - NY Knicks 103-109 Utah - Oklahoma City 95-97
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira