Reynt að kúga rafeyri út úr Epal Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Heimasíða Epal varð fyrir tölvuárás og var fyrirtækið krafið um lausnargjald fyrir vefsíðuna. Mynd/Epal Brotist var inn á vefsíðu Epal aðfaranótt fimmtudags og hún tekin í gíslingu tölvuþrjóta. Var fyrirtækið beðið um lausnargjald ef það vildi fá vefsíðuna upp aftur. Það gerði fyrirtækið ekki heldur átti það afrit af síðunni og setti fyrirtækið hana í loftið. Þetta staðfesti Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Íslands, segir að svona netárásir séu ein algengasta netárás í dag. „Svona árás flokkast í flokkinn sem kallaður er gagnagíslataka,“ segir Hrafnkell. Almennt séu slíkar árásir þannig að óværu sé komið fyrir sem dulriti efni viðkomandi vefs.Hrafnkell V. Gíslasonvísir/vilhelm„Vefur er bara forrit og gögn sem má dulrita. Við það verður vefurinn óaðgengilegur og myndir sem áður sýndu eitthvað fallegt sýna nú eitthvað annað. Þessir glæpamenn sem gera þetta senda svo tölvupóst sem segir að ef eigandinn borgi þá fái hann lykil sem hann getur afdulritað gögnin með og vefsíðan komist í samt lag.“ Venjan er að tölvuglæpamennirnir biðji eigendur vefsíðunnar að borga í Bitcoin-myntinni, sem er órekjanleg mynt. „Ef það er borgað, sem við almennt mælum ekki með, þá er ekki hægt að rekja hvert peningarnir fara,“ segir hann. Hrafnkell segir að þetta sé ekki í fyrsta eða annað sinn sem svona netárás verði hér á landi og ekki í síðasta skipti. „Svona árás er mjög algeng og getur verið útfærð með ýmsum hætti. Það er hægt að dulrita heilt netkerfi ef óværan kemst alla leið inn. Þá er betra að hafa afrit í lagi.“ Hrafnkell bætir við að viðbúnaður fyrir netöryggi hér á landi sé eins virkur og hægt er. „Ég minni á að það hefur verið brotist inn hjá CIA, FBI og NSA. Þetta er mikil barátta alla daga. Almennar ráðleggingar mínar eru að eiga afrit, sem er algjört lykilatriði. Ég hef talað við fólk sem var með margra mánaða vinnu farna í vaskinn. Grunnatriðið er að taka afrit og hafa nýjustu uppfærslu af eldvarnarveggnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Brotist var inn á vefsíðu Epal aðfaranótt fimmtudags og hún tekin í gíslingu tölvuþrjóta. Var fyrirtækið beðið um lausnargjald ef það vildi fá vefsíðuna upp aftur. Það gerði fyrirtækið ekki heldur átti það afrit af síðunni og setti fyrirtækið hana í loftið. Þetta staðfesti Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Íslands, segir að svona netárásir séu ein algengasta netárás í dag. „Svona árás flokkast í flokkinn sem kallaður er gagnagíslataka,“ segir Hrafnkell. Almennt séu slíkar árásir þannig að óværu sé komið fyrir sem dulriti efni viðkomandi vefs.Hrafnkell V. Gíslasonvísir/vilhelm„Vefur er bara forrit og gögn sem má dulrita. Við það verður vefurinn óaðgengilegur og myndir sem áður sýndu eitthvað fallegt sýna nú eitthvað annað. Þessir glæpamenn sem gera þetta senda svo tölvupóst sem segir að ef eigandinn borgi þá fái hann lykil sem hann getur afdulritað gögnin með og vefsíðan komist í samt lag.“ Venjan er að tölvuglæpamennirnir biðji eigendur vefsíðunnar að borga í Bitcoin-myntinni, sem er órekjanleg mynt. „Ef það er borgað, sem við almennt mælum ekki með, þá er ekki hægt að rekja hvert peningarnir fara,“ segir hann. Hrafnkell segir að þetta sé ekki í fyrsta eða annað sinn sem svona netárás verði hér á landi og ekki í síðasta skipti. „Svona árás er mjög algeng og getur verið útfærð með ýmsum hætti. Það er hægt að dulrita heilt netkerfi ef óværan kemst alla leið inn. Þá er betra að hafa afrit í lagi.“ Hrafnkell bætir við að viðbúnaður fyrir netöryggi hér á landi sé eins virkur og hægt er. „Ég minni á að það hefur verið brotist inn hjá CIA, FBI og NSA. Þetta er mikil barátta alla daga. Almennar ráðleggingar mínar eru að eiga afrit, sem er algjört lykilatriði. Ég hef talað við fólk sem var með margra mánaða vinnu farna í vaskinn. Grunnatriðið er að taka afrit og hafa nýjustu uppfærslu af eldvarnarveggnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent