Sanders kallar Trump lygalaup Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2017 14:00 Donald Trump og Bernie Sanders. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sé lygalaupur. Hann varpi ítrekað fram fullyrðingum sem séu allfarið ekki réttar. Þetta sagði Sanders á borgarafundi sem CNN hélt í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hafa tapað í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar gegn Hillary Clinton er Sanders mjög áhrifamikill meðal demókrata í Bandaríkjunum. Á fundinum í gær var farið víða yfir málefni og var tekið á móti spurningum úr salnum. Sanders sagðist meðal annars vera sammála leyniþjónustum Bandaríkjanna um að yfirvöld í Rússlandi hafi beitt sér fyrir Donald Trump með tölvuárásum og áróðri á internetinu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því hvernig Repúblikanaflokkurinn væri að gera fólki erfiðara að kjósa.Bernie Sanders on Trump: "We are dealing with a man who in many respects… is a pathological liar." https://t.co/s5zNdwDH6u #SandersTownHall pic.twitter.com/VQB57HW4mq— CNN (@CNN) January 10, 2017 Þar að auki var Sanders spurður út í hvernig honum litist á komandi stjórnarandstöðu. Hann sagði slíkt fyrirkomulag vera ríkjandi um allan heim og það væri hlutverk stjórnarandstöðu að setja fram uppbyggilega gagnrýni og öðruvísi hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf Bandaríkjamanna. Hann sagði að Demókrataflokkurinn myndi ekki gera eins og Repúblikanaflokkurinn hefði gert í forsetatíð Barack Obama. Það hefði verið að standa ítrekað í vegi hans og ganga úr skugga um að hann kæmi litlu í verk. Þá hefðu þeir kvartað yfir því að Obama hefði ekki komið neinu í verk. Þá lenti Sanders í rifrildi við eiganda lítils fyrirtækis sem kvartaði yfir auknum sköttum og fjölgun reglugerða. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess fallandi að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. 9. janúar 2017 17:51 Vilja skoða skipun tengdasonar Trump sérstaklega Trump hefur skipað Jared Kushner sem sérstakan ráðgjafa sinn í Hvíta húsinu. 10. janúar 2017 11:02 Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sé lygalaupur. Hann varpi ítrekað fram fullyrðingum sem séu allfarið ekki réttar. Þetta sagði Sanders á borgarafundi sem CNN hélt í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hafa tapað í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar gegn Hillary Clinton er Sanders mjög áhrifamikill meðal demókrata í Bandaríkjunum. Á fundinum í gær var farið víða yfir málefni og var tekið á móti spurningum úr salnum. Sanders sagðist meðal annars vera sammála leyniþjónustum Bandaríkjanna um að yfirvöld í Rússlandi hafi beitt sér fyrir Donald Trump með tölvuárásum og áróðri á internetinu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því hvernig Repúblikanaflokkurinn væri að gera fólki erfiðara að kjósa.Bernie Sanders on Trump: "We are dealing with a man who in many respects… is a pathological liar." https://t.co/s5zNdwDH6u #SandersTownHall pic.twitter.com/VQB57HW4mq— CNN (@CNN) January 10, 2017 Þar að auki var Sanders spurður út í hvernig honum litist á komandi stjórnarandstöðu. Hann sagði slíkt fyrirkomulag vera ríkjandi um allan heim og það væri hlutverk stjórnarandstöðu að setja fram uppbyggilega gagnrýni og öðruvísi hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta líf Bandaríkjamanna. Hann sagði að Demókrataflokkurinn myndi ekki gera eins og Repúblikanaflokkurinn hefði gert í forsetatíð Barack Obama. Það hefði verið að standa ítrekað í vegi hans og ganga úr skugga um að hann kæmi litlu í verk. Þá hefðu þeir kvartað yfir því að Obama hefði ekki komið neinu í verk. Þá lenti Sanders í rifrildi við eiganda lítils fyrirtækis sem kvartaði yfir auknum sköttum og fjölgun reglugerða.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess fallandi að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. 9. janúar 2017 17:51 Vilja skoða skipun tengdasonar Trump sérstaklega Trump hefur skipað Jared Kushner sem sérstakan ráðgjafa sinn í Hvíta húsinu. 10. janúar 2017 11:02 Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55
Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00
Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess fallandi að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. 9. janúar 2017 17:51
Vilja skoða skipun tengdasonar Trump sérstaklega Trump hefur skipað Jared Kushner sem sérstakan ráðgjafa sinn í Hvíta húsinu. 10. janúar 2017 11:02
Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Donald Trump heldur áfram að gera lítið úr rússneskum tölvuárásum eftir fund með stjórnendum leyniþjónustustofnana. 7. janúar 2017 19:47