Mótmæltu Jeff Sessions í búningum Ku Klux Klan Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2017 15:59 Mótmælendur sem vísað var út úr salnum. Vísir/EPA Minnst sjö mótmælendum var vikið úr nefndarsal öldungadeildarþings Bandaríkjanna, þar sem verið er að yfirheyra Jeff Sessions. Trump hefur tilnefnt Sessions sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og öldungaþingið þarf að staðfesta tilnefndinguna. Meðal mótmælenda voru aðilar sem voru klæddir í búninga sem Ku Klux Klan eru hvað þekktastir fyrir.Another three protestors dragged out after interrupting @jeffsessions opening statement with "No Trump, no KKK. No fascist USA" chants pic.twitter.com/oTqnvWsOaq— Cameron Joseph (@cam_joseph) January 10, 2017 Jeff Sessions hefur lengi verið umdeildur og hefur verið sakaður um rasisma. Einn þingmaður benti á að Sessions hefði kosið á móti því að yfirvöld í Bandaríkjunum gætu ekki meinað einstaklingum að koma til landsins vegna trúar þeirra, hann hefði verið á móti banni gegn tilteknum pyntingum og hefði lýst yfir vantrú á þörf haturslaga í Bandaríkjunum. Sessions sóttist eftir því að verða alríkisdómari árið 1986 en var hafnað eftir að í ljós kom að hann hefði látið frá sér rasísk ummæli. Einna alræmdust urðu þar ummæli frá árinu 1983 þegar hann vann að rannsókn á morði Ku Klux Klan manna á þeldökkum unglingspilti. Sessions sagðist þá hafa borið virðingu fyrir liðsmönnum Ku Klux Klan, en sú virðing hafi dvínað mjög þegar hann frétti að morðingjarnir hefðu verið að reykja hass. Sean Spicer, talsmaður Trump, tísti um málið fyrir skömmu og fór fram á að Demókrataflokkurinn myndi fordæma mótmælendurna sem klæddu sig eins og meðlimir KKK. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Minnst sjö mótmælendum var vikið úr nefndarsal öldungadeildarþings Bandaríkjanna, þar sem verið er að yfirheyra Jeff Sessions. Trump hefur tilnefnt Sessions sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og öldungaþingið þarf að staðfesta tilnefndinguna. Meðal mótmælenda voru aðilar sem voru klæddir í búninga sem Ku Klux Klan eru hvað þekktastir fyrir.Another three protestors dragged out after interrupting @jeffsessions opening statement with "No Trump, no KKK. No fascist USA" chants pic.twitter.com/oTqnvWsOaq— Cameron Joseph (@cam_joseph) January 10, 2017 Jeff Sessions hefur lengi verið umdeildur og hefur verið sakaður um rasisma. Einn þingmaður benti á að Sessions hefði kosið á móti því að yfirvöld í Bandaríkjunum gætu ekki meinað einstaklingum að koma til landsins vegna trúar þeirra, hann hefði verið á móti banni gegn tilteknum pyntingum og hefði lýst yfir vantrú á þörf haturslaga í Bandaríkjunum. Sessions sóttist eftir því að verða alríkisdómari árið 1986 en var hafnað eftir að í ljós kom að hann hefði látið frá sér rasísk ummæli. Einna alræmdust urðu þar ummæli frá árinu 1983 þegar hann vann að rannsókn á morði Ku Klux Klan manna á þeldökkum unglingspilti. Sessions sagðist þá hafa borið virðingu fyrir liðsmönnum Ku Klux Klan, en sú virðing hafi dvínað mjög þegar hann frétti að morðingjarnir hefðu verið að reykja hass. Sean Spicer, talsmaður Trump, tísti um málið fyrir skömmu og fór fram á að Demókrataflokkurinn myndi fordæma mótmælendurna sem klæddu sig eins og meðlimir KKK.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00