Sessions sagði að af sér væri gerð skrípamynd Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. janúar 2017 07:00 Jeff Sessions sór eið frammi fyrir þingnefnd. Nordicphotos/Getty Jeff Sessions, verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki haldinn neinum kynþáttafordómum er hann var spurður út í fyrri ummæli í þá veru. Sessions sagðist jafnframt fyrirlíta Ku Klux Klan samtökin og hugmyndafræði þeirra. Ásakanir um að hann hafi einhvern tímann stutt þessi samtök hvítra kynþáttasinna séu úr lausu lofti gripnar. Þetta sagði Sessions í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Fjórtán hundruð lagaprófessorar höfðu undirritað yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu nefndina til að hafna Sessions, þannig að hann verði ekki dómsmálaráðherra. Árið 1986 var honum hafnað í embætti dómara vegna gruns um að hann teldi hvítt fólk hafa yfirburði yfir annað fólk. Þingnefndarfundurinn í gær var nokkrum sinnum truflaður af fólki í salnum sem gerði hróp að Sessions, sagði hann kynþáttahatara og fasista sem ætti ekki heima í ríkisstjórn. Þá fullyrti Sessions að hann styðji fullt trúfrelsi og telji alls ekki að torvelda eigi múslimum sérstaklega að flytja til Bandaríkjanna. Session sagði að árið 1986 hafi hann ekki mætt vel undirbúinn til þess að svara ásökunum um að hann sé haldinn kynþáttafordómum. Sú mynd sem dregin hafi verið upp af honum hafi verið skrípamynd og það hafi verið mjög sársaukafullt. Hann sagðist gera sér fulla grein fyrir því að í Suðurríkjum Bandaríkjanna hafi verið stunduð kerfisbundin mismunun gegn þeldökku fólki: „Ég veit að það var rangt. Ég veit að við verðum að gera betur. Við getum aldrei snúið til baka.“ Sessions sagðist jafnframt ekki mundu taka þátt í málshöfðun gegn Hillary Clinton, sem bæði hann sjálfur og Donald Trump höfðu boðað fyrir kosningarnar í nóvember. „Ég tel að það væri rétt að ég taki ekki þátt í neinum umræðum um slíkar rannsóknir á hendur Clinton,“ sagði hann við þingnefndina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Jeff Sessions, verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki haldinn neinum kynþáttafordómum er hann var spurður út í fyrri ummæli í þá veru. Sessions sagðist jafnframt fyrirlíta Ku Klux Klan samtökin og hugmyndafræði þeirra. Ásakanir um að hann hafi einhvern tímann stutt þessi samtök hvítra kynþáttasinna séu úr lausu lofti gripnar. Þetta sagði Sessions í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Fjórtán hundruð lagaprófessorar höfðu undirritað yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu nefndina til að hafna Sessions, þannig að hann verði ekki dómsmálaráðherra. Árið 1986 var honum hafnað í embætti dómara vegna gruns um að hann teldi hvítt fólk hafa yfirburði yfir annað fólk. Þingnefndarfundurinn í gær var nokkrum sinnum truflaður af fólki í salnum sem gerði hróp að Sessions, sagði hann kynþáttahatara og fasista sem ætti ekki heima í ríkisstjórn. Þá fullyrti Sessions að hann styðji fullt trúfrelsi og telji alls ekki að torvelda eigi múslimum sérstaklega að flytja til Bandaríkjanna. Session sagði að árið 1986 hafi hann ekki mætt vel undirbúinn til þess að svara ásökunum um að hann sé haldinn kynþáttafordómum. Sú mynd sem dregin hafi verið upp af honum hafi verið skrípamynd og það hafi verið mjög sársaukafullt. Hann sagðist gera sér fulla grein fyrir því að í Suðurríkjum Bandaríkjanna hafi verið stunduð kerfisbundin mismunun gegn þeldökku fólki: „Ég veit að það var rangt. Ég veit að við verðum að gera betur. Við getum aldrei snúið til baka.“ Sessions sagðist jafnframt ekki mundu taka þátt í málshöfðun gegn Hillary Clinton, sem bæði hann sjálfur og Donald Trump höfðu boðað fyrir kosningarnar í nóvember. „Ég tel að það væri rétt að ég taki ekki þátt í neinum umræðum um slíkar rannsóknir á hendur Clinton,“ sagði hann við þingnefndina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira