Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2017 23:51 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundinum í dag. vísir/epa Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. Eitt af því sem mikið var rætt eru ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur Trump og kosningateymi hans þess efnis að þau hafi unnið með Rússum auk þess sem fjallað var um fréttir um að Rússar hefðu yfir höndum efni, myndbönd og annað, sem gætu komið sér illa fyrir forsetann. Trump var harðorður í garð leyniþjónustu Bandaríkjanna og sakaði hana um að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla þar sem ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði unnið með Rússum. Þá hefðu þeir ekki undir höndum neitt sem gæti komið sér illa fyrir hann sem forseta Bandaríkjanna. „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans,“ sagði Trump svo um leyniþjónustuna. Upplýsingarnar sem komu fram í gær, meðal annars í frétt CNN og Vísir greindi frá, voru í samantekt sem bæði Trump og Barack Obama, fráfarandi forseti, fengu kynningu á í liðinni viku. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að fjölmiðlar hefðu aldrei átt að fjalla um þessa samantekt enda væri þetta allt uppspuni og lygafréttir. Þá sagði hann að það væri skammarlegt að leyniþjónustan hefði leyft upplýsingum á borð við þessar að leka út. Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst frá Trump þar sem hann var líka að svara fyrir ásakanirnar. Intelligence agencies should never have allowed this fake news to "leak" into the public. One last shot at me.Are we living in Nazi Germany?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia just said the unverified report paid for by political opponents is "A COMPLETE AND TOTAL FABRICATION, UTTER NONSENSE." Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia has never tried to use leverage over me. I HAVE NOTHING TO DO WITH RUSSIA - NO DEALS, NO LOANS, NO NOTHING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. Eitt af því sem mikið var rætt eru ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur Trump og kosningateymi hans þess efnis að þau hafi unnið með Rússum auk þess sem fjallað var um fréttir um að Rússar hefðu yfir höndum efni, myndbönd og annað, sem gætu komið sér illa fyrir forsetann. Trump var harðorður í garð leyniþjónustu Bandaríkjanna og sakaði hana um að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla þar sem ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði unnið með Rússum. Þá hefðu þeir ekki undir höndum neitt sem gæti komið sér illa fyrir hann sem forseta Bandaríkjanna. „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans,“ sagði Trump svo um leyniþjónustuna. Upplýsingarnar sem komu fram í gær, meðal annars í frétt CNN og Vísir greindi frá, voru í samantekt sem bæði Trump og Barack Obama, fráfarandi forseti, fengu kynningu á í liðinni viku. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að fjölmiðlar hefðu aldrei átt að fjalla um þessa samantekt enda væri þetta allt uppspuni og lygafréttir. Þá sagði hann að það væri skammarlegt að leyniþjónustan hefði leyft upplýsingum á borð við þessar að leka út. Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst frá Trump þar sem hann var líka að svara fyrir ásakanirnar. Intelligence agencies should never have allowed this fake news to "leak" into the public. One last shot at me.Are we living in Nazi Germany?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia just said the unverified report paid for by political opponents is "A COMPLETE AND TOTAL FABRICATION, UTTER NONSENSE." Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia has never tried to use leverage over me. I HAVE NOTHING TO DO WITH RUSSIA - NO DEALS, NO LOANS, NO NOTHING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00
Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57
Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14