Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2017 10:51 Donald Trump fór hörðum orðum um skýrsluna í gær. Vísir/Getty Maðurinn sem sagður er vera höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um að Rússar búi yfir skaðlegum upplýsingum umDonald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur yfirgefið heimili sitt en hann óttast hefndaraðgerðir af hálfu Rússa. The Guardian greinir frá.Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustu manni bresku leyniþjónustunnar MI6. Hann starfar nú sjálfstætt og rekur fyrirtækið Orbis Business Intelligence sem sérhæfir sig í að afla upplýsinga.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í skýrslunni er því haldið fram að að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðenda hans, Hillary Clinton. Meðal annars eru Rússar sagðir eiga myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013.Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig.nordicphotos/GettyTrump og starfslið hans hefur brugðist ókvæða við fréttaflutningi af skýrslunni sem sögð er hafa verið í dreifingu í Washington um mánaðaskeið en engum virðist hafa tekist að staðfesta innihald hennar. Á blaðamannafundi í gær fór Trump hörðum orðum um þá fjölmiðla sem birt hefðu skýrsluna en Trump segir fréttaflutninginn vera „falskar fréttir“ og „pólitískar nornaveiðar“.Varð þreyttur á hægagangi FBI Steele starfaði um árabil fyrir MI6 í Rússlandi og Frakklandi áður en hann hóf störf fyrir utanríkisráðuneyti Bretlands. Honum hefur verið lýst sem afar áreiðanlegum manni sem sagt hefur verið aðalástæða þess að John McCain bað bandarísku alríkislögregluna FBI, að rannsaka innihald hennar. Eftir að Steele lét af störfum stofnaði hann eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í „ráðgjöf, upplýsingaöflun og flóknum rannsóknum, oftar en ekki þvert á landamæri.“Sjá einnig: Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“Steele hefur komið víða við en hann aðstoðaði meðal annars FBI við rannsókn á spillingu innan FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Skýrslan sem um ræður er að sögn The Guardian komin til vegna þess að Repúblikanar sem voru andstæðingar Trump báðu Steele um að rannsaka hinn verðandi forseta. Steele á sjálfur að hafa haft samband við FBI vegna skýrslunnar en orðið þreyttur á hægagangi innan FBI og sleit samstarfi sínu við stofnunina. Skömmu seinna komst skýrslan í dreifingu á meðal stjórnmála- og fjölmiðlamanna í Bretlandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00 Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51 Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Maðurinn sem sagður er vera höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um að Rússar búi yfir skaðlegum upplýsingum umDonald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur yfirgefið heimili sitt en hann óttast hefndaraðgerðir af hálfu Rússa. The Guardian greinir frá.Maðurinn hefur verið nafngreindur sem Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustu manni bresku leyniþjónustunnar MI6. Hann starfar nú sjálfstætt og rekur fyrirtækið Orbis Business Intelligence sem sérhæfir sig í að afla upplýsinga.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í skýrslunni er því haldið fram að að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðenda hans, Hillary Clinton. Meðal annars eru Rússar sagðir eiga myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013.Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig.nordicphotos/GettyTrump og starfslið hans hefur brugðist ókvæða við fréttaflutningi af skýrslunni sem sögð er hafa verið í dreifingu í Washington um mánaðaskeið en engum virðist hafa tekist að staðfesta innihald hennar. Á blaðamannafundi í gær fór Trump hörðum orðum um þá fjölmiðla sem birt hefðu skýrsluna en Trump segir fréttaflutninginn vera „falskar fréttir“ og „pólitískar nornaveiðar“.Varð þreyttur á hægagangi FBI Steele starfaði um árabil fyrir MI6 í Rússlandi og Frakklandi áður en hann hóf störf fyrir utanríkisráðuneyti Bretlands. Honum hefur verið lýst sem afar áreiðanlegum manni sem sagt hefur verið aðalástæða þess að John McCain bað bandarísku alríkislögregluna FBI, að rannsaka innihald hennar. Eftir að Steele lét af störfum stofnaði hann eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í „ráðgjöf, upplýsingaöflun og flóknum rannsóknum, oftar en ekki þvert á landamæri.“Sjá einnig: Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“Steele hefur komið víða við en hann aðstoðaði meðal annars FBI við rannsókn á spillingu innan FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Skýrslan sem um ræður er að sögn The Guardian komin til vegna þess að Repúblikanar sem voru andstæðingar Trump báðu Steele um að rannsaka hinn verðandi forseta. Steele á sjálfur að hafa haft samband við FBI vegna skýrslunnar en orðið þreyttur á hægagangi innan FBI og sleit samstarfi sínu við stofnunina. Skömmu seinna komst skýrslan í dreifingu á meðal stjórnmála- og fjölmiðlamanna í Bretlandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00 Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51 Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu. 12. janúar 2017 07:00
Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30
Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51
Penthouse býður milljón dali fyrir piss-myndbönd Trump "Okkur finnst eðlilegt að leyfa forsetanum verðandi að njóta vafans, en ef þessi myndbönd eru til, eigum við skilið að vita sannleikann.“ 11. janúar 2017 15:11