210 hestafla Yaris frumsýndur í Genf Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2017 11:19 210 hestafla Yaris. Toyota Yaris hefur hingað til ekki verið í boði sem spyrnukerra, en það er þó að breytast. Toyota ætlar að kynna 210 hestafla útgáfu þessa smávaxna bíls á komandi bílasýningu í Genf í mars. Aflið fær bíllinn frá nýrri 1,6 lítra forþjöppudrifinni fjögurra strokka vél sem á ýmislegt skylt við vélina sem er í rallkeppnisbílum Toyota. Toyota ætlar ekki bara að kynna þessa kraftaútgáfu Yaris í Genf heldur einnig nýtt útlit Yaris yfirhöfuð. Kraftaútgáfan verður mjög auðkennanleg frá hefðbundnum Yaris með sinn svartlakkaða vindkljúf sem festur er við þakið aftast á bílnum. Auk þess verða hliðarspeglarnir svartir, sem og felgurnar. Bíllinn stendur lægra á vegi, fjöðrunin verður stífari og bremsurnar stærri en í hefðbundnum Yaris. Toyota segir hinsvegar að ný kynslóð Yaris verði hlaðin af tækninýjungum og að aksturseiginleikar bílsins muni einnig batna umtalsvert. Í Genf verða allt í senn til sýnis hefðbundin ný gerð Yaris, kraftabíllinn og útgáfan sem notuð er í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. R´ðett um 2 mánuðir eru í opnun bílasýningarinnar í Genf.Einkennandi vindkjúfur að aftan. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent
Toyota Yaris hefur hingað til ekki verið í boði sem spyrnukerra, en það er þó að breytast. Toyota ætlar að kynna 210 hestafla útgáfu þessa smávaxna bíls á komandi bílasýningu í Genf í mars. Aflið fær bíllinn frá nýrri 1,6 lítra forþjöppudrifinni fjögurra strokka vél sem á ýmislegt skylt við vélina sem er í rallkeppnisbílum Toyota. Toyota ætlar ekki bara að kynna þessa kraftaútgáfu Yaris í Genf heldur einnig nýtt útlit Yaris yfirhöfuð. Kraftaútgáfan verður mjög auðkennanleg frá hefðbundnum Yaris með sinn svartlakkaða vindkljúf sem festur er við þakið aftast á bílnum. Auk þess verða hliðarspeglarnir svartir, sem og felgurnar. Bíllinn stendur lægra á vegi, fjöðrunin verður stífari og bremsurnar stærri en í hefðbundnum Yaris. Toyota segir hinsvegar að ný kynslóð Yaris verði hlaðin af tækninýjungum og að aksturseiginleikar bílsins muni einnig batna umtalsvert. Í Genf verða allt í senn til sýnis hefðbundin ný gerð Yaris, kraftabíllinn og útgáfan sem notuð er í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. R´ðett um 2 mánuðir eru í opnun bílasýningarinnar í Genf.Einkennandi vindkjúfur að aftan.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent