Búast má við sleggjum úr íslensku tónlistarlífi í Söngvakeppninni í ár Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2017 13:31 Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins. Vísir/Daníel Á meðal keppenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár verða nokkrir sem áhorfendur hafa ekki áður séð, og jafnvel einhverjir sem spekingar hefðu seint giskað á að myndu taka þátt. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, í samtali við Vísi.Í hádeginu birtist á Facebook-síðu keppninnar samsett mynd af öllum keppendum í ár og gætu glöggir náð að sjá út hverjir það verða.Það verður svo formlega tilkynnt í sérstökum þætti í Sjónvarpinu næstkomandi föstudagskvöld hvaða flytjendur og höfundar verða í ár. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina í ár en einungis tólf þeirra voru valin til keppni og verður þeim skipt niður á tvö undankvöld sem haldin verða í Háskólabíói 25. febrúar og 4. mars. Þrjú lög komast áfram úr hverju undankvöldi í úrslitakvöld sem fer fram í Laugardalshöll 11. mars næstkomandi. Spurður hvort einhverjar breytingar verða á keppninni í ár svarar Rúnar því játandi og segir þær snerta dómnefndina, en vildi ekki gefa upp of mikið og sagði að það yrði tilkynnt síðar. Í fyrra skipuðu átján dómnefnd Söngvakeppninnar og komu þeir úr öllum kjördæmum landsins. Rúnar Freyr segir áhorfendur geta átt von á því að sjá nokkrar sleggjur úr íslensku tónlistarlífi í keppninni í ár. „Og fólk sem við höfum ekki séð í þessari keppni áður og kannski einhverjir sem sumir hefðu ekki búist við að yrðu í keppninni.“ Í fyrra komu Eurovision-stjörnurnar Sandra Kim og Loreen til Íslands og sungu á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll en Rúnar Freyr segir keppnina hafa náð ákveðnum standard á 30 ára afmæli sínu í fyrra sem skipuleggjendur vilja halda. „Það var troðfullt á generalprufuna og úrslitakvöldið í Laugardalshöll. Það eru samningaviðræður í gangi við erlenda stórstjörnu um að koma fram einnig í ár.“ Eurovision Tengdar fréttir Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Á meðal keppenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár verða nokkrir sem áhorfendur hafa ekki áður séð, og jafnvel einhverjir sem spekingar hefðu seint giskað á að myndu taka þátt. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, í samtali við Vísi.Í hádeginu birtist á Facebook-síðu keppninnar samsett mynd af öllum keppendum í ár og gætu glöggir náð að sjá út hverjir það verða.Það verður svo formlega tilkynnt í sérstökum þætti í Sjónvarpinu næstkomandi föstudagskvöld hvaða flytjendur og höfundar verða í ár. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina í ár en einungis tólf þeirra voru valin til keppni og verður þeim skipt niður á tvö undankvöld sem haldin verða í Háskólabíói 25. febrúar og 4. mars. Þrjú lög komast áfram úr hverju undankvöldi í úrslitakvöld sem fer fram í Laugardalshöll 11. mars næstkomandi. Spurður hvort einhverjar breytingar verða á keppninni í ár svarar Rúnar því játandi og segir þær snerta dómnefndina, en vildi ekki gefa upp of mikið og sagði að það yrði tilkynnt síðar. Í fyrra skipuðu átján dómnefnd Söngvakeppninnar og komu þeir úr öllum kjördæmum landsins. Rúnar Freyr segir áhorfendur geta átt von á því að sjá nokkrar sleggjur úr íslensku tónlistarlífi í keppninni í ár. „Og fólk sem við höfum ekki séð í þessari keppni áður og kannski einhverjir sem sumir hefðu ekki búist við að yrðu í keppninni.“ Í fyrra komu Eurovision-stjörnurnar Sandra Kim og Loreen til Íslands og sungu á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll en Rúnar Freyr segir keppnina hafa náð ákveðnum standard á 30 ára afmæli sínu í fyrra sem skipuleggjendur vilja halda. „Það var troðfullt á generalprufuna og úrslitakvöldið í Laugardalshöll. Það eru samningaviðræður í gangi við erlenda stórstjörnu um að koma fram einnig í ár.“
Eurovision Tengdar fréttir Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57