Kærir Trump fyrir ærumeiðingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. janúar 2017 07:51 Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþættinum The Apprentice, hefur kært Donald Trump verðandi bandaríkjaforseta fyrir ærumeiðingar. Zervos hefur kært Trump fyrir kynferðislega áreitni á meðan á tökum á þáttunum stóð árið 2007 og segir hún að Trump hafi logið að bandarísku þjóðinni um athæfi sitt. Zervos segir Trump vera „lygara og kvenhatara“ sem „vanvirti hana og sverti mannorð hennar.“ Hún segir að Trump hafi áreitt sig á fundi þeirra á hóteli í Beverly Hills og að hann hafi þrýst kynfærum sínum að henni þegar hún hafi reynt að bægja honum frá sér.Afneitar ásökununum Í aðdraganda kosninganna í nóvember steig fjöldi kvenna fram og sakaði Trump um kynferðislega áreitni. Hann sagði ásakanirnar „rangar og fáránlegar“ og sagðist ætla að kæra konurnar fyrir ærumeiðingar. Hann hefur þó ekki enn farið í mál við neina þeirra. Málsókn Zervos byggir á því að Trump hafi svert mannorð hennar með því að neita frásögninni og með því að saka hana og aðrar konur um að ljúga til um kynferðisofbeldi. Hún bað Trump um að taka ummæli sín til baka en hann hefur ekki orðið við því. „Þar sem Trump hefur ekki tekið orð sín til baka, líkt og ég óskaði eftir, hef ég engan annan kost en að kæra hann til að verja mannorð mitt,“ sagði Zervos á blaðamannafundi í Los Angeles. Zervos segir einnig að hún sé tilbúin til að draga kæruna til baka ef Trump verði við ósk hennar og dragi orð sín til baka og viðurkenni að framkoma hans hafi verið óviðeigandi. Trump tekur við embætti forseta á föstudaginn næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþættinum The Apprentice, hefur kært Donald Trump verðandi bandaríkjaforseta fyrir ærumeiðingar. Zervos hefur kært Trump fyrir kynferðislega áreitni á meðan á tökum á þáttunum stóð árið 2007 og segir hún að Trump hafi logið að bandarísku þjóðinni um athæfi sitt. Zervos segir Trump vera „lygara og kvenhatara“ sem „vanvirti hana og sverti mannorð hennar.“ Hún segir að Trump hafi áreitt sig á fundi þeirra á hóteli í Beverly Hills og að hann hafi þrýst kynfærum sínum að henni þegar hún hafi reynt að bægja honum frá sér.Afneitar ásökununum Í aðdraganda kosninganna í nóvember steig fjöldi kvenna fram og sakaði Trump um kynferðislega áreitni. Hann sagði ásakanirnar „rangar og fáránlegar“ og sagðist ætla að kæra konurnar fyrir ærumeiðingar. Hann hefur þó ekki enn farið í mál við neina þeirra. Málsókn Zervos byggir á því að Trump hafi svert mannorð hennar með því að neita frásögninni og með því að saka hana og aðrar konur um að ljúga til um kynferðisofbeldi. Hún bað Trump um að taka ummæli sín til baka en hann hefur ekki orðið við því. „Þar sem Trump hefur ekki tekið orð sín til baka, líkt og ég óskaði eftir, hef ég engan annan kost en að kæra hann til að verja mannorð mitt,“ sagði Zervos á blaðamannafundi í Los Angeles. Zervos segir einnig að hún sé tilbúin til að draga kæruna til baka ef Trump verði við ósk hennar og dragi orð sín til baka og viðurkenni að framkoma hans hafi verið óviðeigandi. Trump tekur við embætti forseta á föstudaginn næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira