Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2017 14:15 Árni Óðinsson, formaður Þórs á Akureyri, segir að ekkert hafi verið ákveðið um næstu skref eftir að KA ákvað að slíta samstarfi félaganna. Síðan 2001 hafa félögin tvö teflt fram sameiginlegu liði í meistaraflokki og 2. flokki kvenna hjá Þór og KA. Ljóst er að samstarfið heldur ekki áfram eftir núverandi tímabil í Olísdeild kvenna en óvíst er hvort að Þór/KA spili í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þór sér um rekstur knattspyrnuliðs félaganna og er með keppnisrétt liðsins í Pepsi-deildina. Þór ákveður því næstu skref en fram hefur komið í yfirlýsingu frá KA að félagið er reiðubúið að styðja samstarfið áfram til haustsins. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun „Kvennaráð Þórs/KA fundar klukkan 18 í dag og svo fer ég á fund með þeim og stjórnarmönnum knattspyrnudeildar síðar í kvöld,“ sagði Árni í samtali við Vísi. „Svo eigum við alveg eftir að taka handboltann fyrir. Við höfum ekki markað okkur neina stefnu í þessu og erum einfaldlega ráðvillt.“Verið að kasta okkur út um bakdyrnar Samningnum um samstarfið var sagt upp í haust og segir Árni ekkert óeðlilegt við það. „Það var með því markmiði að setjast niður og gera nýjan samning. Það voru uppi einhverjar hugmyndir um breytingar.“ „En það komu aldrei neinar hugmyndir frá KA og aldrei áttu sér stað formlegar viðræður. Svo koma þessar fréttir í gær.“ Hann segir að enginn ágreiningur hafi verið á milli félaganna sem útskýrir þetta. KA sé að marka nýja stefnu sem félaginu sé frjálst að gera. „En það hefði verið betra að fá að vita þetta með fyrirvara, vinna úr málunum og senda út sameiginlega tilkynningu. Mér finnst að það sé verið að kasta okkur út um bakdyrnar. Það er mín upplifun.“Óvissa um samningsmál Hann segir með öllu óvíst hvað taki við, til dæmis í málefnum leikmanna og þjálfara. „Við höfum ráðið þjálfara til næstu þriggja ára og gert leikmannasamninga sem ná ekki bara til haustsins heldur mun lengur. Þurfum við að nú að rifta þeim? Ég veit það ekki.“ Hann segir að flestir leikmenn séu með leikmannasamning við Þór, en þó einhverjir við KA. „Ég veit ekki hvernig KA getur uppfyllt þá samninga, enda ekki með lið í meistaraflokki. Ég veit ekki hvernig þessi mál verða leyst.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Árni Óðinsson, formaður Þórs á Akureyri, segir að ekkert hafi verið ákveðið um næstu skref eftir að KA ákvað að slíta samstarfi félaganna. Síðan 2001 hafa félögin tvö teflt fram sameiginlegu liði í meistaraflokki og 2. flokki kvenna hjá Þór og KA. Ljóst er að samstarfið heldur ekki áfram eftir núverandi tímabil í Olísdeild kvenna en óvíst er hvort að Þór/KA spili í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þór sér um rekstur knattspyrnuliðs félaganna og er með keppnisrétt liðsins í Pepsi-deildina. Þór ákveður því næstu skref en fram hefur komið í yfirlýsingu frá KA að félagið er reiðubúið að styðja samstarfið áfram til haustsins. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun „Kvennaráð Þórs/KA fundar klukkan 18 í dag og svo fer ég á fund með þeim og stjórnarmönnum knattspyrnudeildar síðar í kvöld,“ sagði Árni í samtali við Vísi. „Svo eigum við alveg eftir að taka handboltann fyrir. Við höfum ekki markað okkur neina stefnu í þessu og erum einfaldlega ráðvillt.“Verið að kasta okkur út um bakdyrnar Samningnum um samstarfið var sagt upp í haust og segir Árni ekkert óeðlilegt við það. „Það var með því markmiði að setjast niður og gera nýjan samning. Það voru uppi einhverjar hugmyndir um breytingar.“ „En það komu aldrei neinar hugmyndir frá KA og aldrei áttu sér stað formlegar viðræður. Svo koma þessar fréttir í gær.“ Hann segir að enginn ágreiningur hafi verið á milli félaganna sem útskýrir þetta. KA sé að marka nýja stefnu sem félaginu sé frjálst að gera. „En það hefði verið betra að fá að vita þetta með fyrirvara, vinna úr málunum og senda út sameiginlega tilkynningu. Mér finnst að það sé verið að kasta okkur út um bakdyrnar. Það er mín upplifun.“Óvissa um samningsmál Hann segir með öllu óvíst hvað taki við, til dæmis í málefnum leikmanna og þjálfara. „Við höfum ráðið þjálfara til næstu þriggja ára og gert leikmannasamninga sem ná ekki bara til haustsins heldur mun lengur. Þurfum við að nú að rifta þeim? Ég veit það ekki.“ Hann segir að flestir leikmenn séu með leikmannasamning við Þór, en þó einhverjir við KA. „Ég veit ekki hvernig KA getur uppfyllt þá samninga, enda ekki með lið í meistaraflokki. Ég veit ekki hvernig þessi mál verða leyst.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01