Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍR 82-78 | Stólarnir komnir aftur á sigurbraut Telma Ösp Einarsdóttir í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 19. janúar 2017 21:00 Chris Caird og félagar eru komnir aftur á sigurbraut. Vísir/anton brink Tindastóll er kominn aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð í Domino´s-deild karla í körfubolta. Skagfirðingar fengu ÍR-inga í heimsókn í Síkið í kvöld og lönduðu torsóttum sigri eftir spennandi lokamínútur, 82-78. Tindastóll var í góðum málum níu stigum yfir þegar ein mínúta var eftir, 79-70, en ÍR-ingar skoruðu næstu sex stig og minnkuðu muninn í þrjú stig, 79-76. Helgi Freyr Margeirsson slökkti þá í vonum Breiðhyltinga með þriggja stiga körfu og tryggði sínum mönnum sigurinn. Antonio Hester var stigahæstur Tindastóls í kvöld með 22 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst en Helgi Freyr kom sterkur inn af bekknum með ellefu stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði 23 stig og tók átta fráköst hjá ÍR en Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 16 stig af bekknum. Leikurinn fór rólega af stað. Tindastóll byrjaði leikinn betur og voru komnir 5 stigum yfir þegar Borche Ilievsky þjálfari ÍR tók leikhlé. Það var ekki fyrr en að 5 mínútur voru búnar af 1. leikhluta að Matthías Orri Sigurðarson átti lay-up og fyrstu stigin komust á blað hjá ÍR. Stólarnir voru ákveðnari og sóttu fast á ÍR-ingana. Í lok 2. Leikhluta var staðan orðin 38-31 og ÍR-ingarnir komnir almennilega inn í leikinn. Baráttan hélt áfram í seinni leikhluta. ÍR-ingarnir fóru svo að sækja fastar á körfuna og náðu að minnka muninn niður í 5 stig, í lok 3. Leikhluta. Í 4. leikhluta hélt ÍR áfram að sækja fast á körfuna og náði að minnka niður í 2 stig á tímabili. Á 35 mínútu áttu Stólarnir 3 frábærar sóknir í röð. Antonio Hester byrjaði á því að troða, næst setti Helgi Freyr Margeirsson þrist og Björgvin stal svo boltanum eftir mislukkaða sendingu og setti auðvelt lay-up. Lokatölur voru 84 -78 fyrir Tindastól sem er kominn með 20 stig og jafnaði Stjörnuna í 2-3 sæti á eftir KR. Antonio Hestar var efstur heimamanna með 22 stig og 11 fráköst. Hjá ÍR var Matthías Orri Sigurðarson stigahæstur með 23 stig og 8 fráköst.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir voru ákveðnari strax frá byrjun. Stólarnir voru með fleiri sóknarfráköst og fengu því fullt af auka sénsum. Tindastóll spilaði fínan varnaleik sem skilaði þeim fullt af stolnum boltum. Í lokin settu Stólarnir skotin sín sem gerði það erfitt fyrir ÍR-ingana að jafna.Áhugaverð tölfræði: Stólarnir voru með 40 stig inni í teig á meðað Stjarnan var aðeins með 22 stig. ÍR var með 96% vítanýtingu í kvöld, en vítanýtining Tindastóls var 57%.Tindastóll – ÍR 84 – 78 (21-13, 21-21, 17-20, 25-24)Tindastóll: Antonio Hester 22/11 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Viðar Ágústsson 10, Christopher Card 10, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 7, Helgi Rafn Viggósson 6/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6, Svavar Atli Birgisson 2 og Hannes Ingi Másson 2.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 23/8 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 16, Quincy Hankins- Cole 15, Sveinbjörn Claessen 10, Trausti Eiríksson 9, Sæþór Elmar Kristjánsson 3 og Daði Berg Grétarsson 2.Borche Ilievsky: Vissum að þetta yrði erfitt Borche Ilievsky þjálfari ÍR segir að hann sé hafi verið sáttur með frammistöðu liðsins í kvöld. „Við vissum að þetta átti eftir að verða erfitt. Við erum ekki með breiðann bekk en ég held að liðið mitt hafi gefið allt í þetta,“ sagði Borche í samtali við Vísi eftir leik. Hann segir að í lokinn hafi þeir hafi náð að nálgast Stólana verulega en í lokin hafi þeir ekki náð að stjórna þessu nógu vel.Israel Martin: Sóknar leikurinn ekkert sérstakur Martin þjálfari Tindastóls seigir að það sem hafi staðið uppúr í leiknum hafi verið varnarleikur beggja liða. „Sóknarleikurinn var ekkert sérstakur en við trúðum á vörnina okkar og svo unnum við leikinn sem var mjög mikilvægt,“ sagði Martin við Vísi að leik loknum. Hann segir að hann hafi búist við jöfnum leik og það sé meiri keppni sérstakleg á þessu tímabili. Allir geta unnið alla, við höfum séð að neðstu liðin í deildinni geta unnið efstu liðin. Hann bætir svo við að restin af leikjunum á tímabilinu munu verða eins og þessir, erfiðir.Pétur Rúnar: Barátta og harka Pétur Rúnar Birgisson leikmaður Tindastóls, segir að leik loknum að leikurinn hafi verið fínn varnarlega. „Þeir skora bara 78 stig en hann heldur ekki að þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur til þess að horfa á til að byrja með. Það var 5-0 til að byrja með og liðin voru mikið um baráttu og hörku,“ sagði Pétur að leik loknum.Matthías Orri: Brotnuðum niður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR átti flottan leik í kvöld, hann endaði stigahæstur með 23 stig og 8 fráköst. Að leik loknum segir hann að Tindastóll hafi verið að hitta aðeins betur en þeir og honum hafi ekki fundist þeir hafa hitt nógu vel í leiknum. „Á endanum var þessi stanslausa pressa frá þeim og þessi harði bolti sem þeir spila hefur verið nóg. Við náðum að spyrna á móti í ansi langann tíma í leiknum en í lokin brotnuðum við niður í eina mínútu, þá komust þeir yfir með 5 stigum og þá fór leikurinn,“ sagði Matthías að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Tindastóll er kominn aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð í Domino´s-deild karla í körfubolta. Skagfirðingar fengu ÍR-inga í heimsókn í Síkið í kvöld og lönduðu torsóttum sigri eftir spennandi lokamínútur, 82-78. Tindastóll var í góðum málum níu stigum yfir þegar ein mínúta var eftir, 79-70, en ÍR-ingar skoruðu næstu sex stig og minnkuðu muninn í þrjú stig, 79-76. Helgi Freyr Margeirsson slökkti þá í vonum Breiðhyltinga með þriggja stiga körfu og tryggði sínum mönnum sigurinn. Antonio Hester var stigahæstur Tindastóls í kvöld með 22 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst en Helgi Freyr kom sterkur inn af bekknum með ellefu stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði 23 stig og tók átta fráköst hjá ÍR en Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 16 stig af bekknum. Leikurinn fór rólega af stað. Tindastóll byrjaði leikinn betur og voru komnir 5 stigum yfir þegar Borche Ilievsky þjálfari ÍR tók leikhlé. Það var ekki fyrr en að 5 mínútur voru búnar af 1. leikhluta að Matthías Orri Sigurðarson átti lay-up og fyrstu stigin komust á blað hjá ÍR. Stólarnir voru ákveðnari og sóttu fast á ÍR-ingana. Í lok 2. Leikhluta var staðan orðin 38-31 og ÍR-ingarnir komnir almennilega inn í leikinn. Baráttan hélt áfram í seinni leikhluta. ÍR-ingarnir fóru svo að sækja fastar á körfuna og náðu að minnka muninn niður í 5 stig, í lok 3. Leikhluta. Í 4. leikhluta hélt ÍR áfram að sækja fast á körfuna og náði að minnka niður í 2 stig á tímabili. Á 35 mínútu áttu Stólarnir 3 frábærar sóknir í röð. Antonio Hester byrjaði á því að troða, næst setti Helgi Freyr Margeirsson þrist og Björgvin stal svo boltanum eftir mislukkaða sendingu og setti auðvelt lay-up. Lokatölur voru 84 -78 fyrir Tindastól sem er kominn með 20 stig og jafnaði Stjörnuna í 2-3 sæti á eftir KR. Antonio Hestar var efstur heimamanna með 22 stig og 11 fráköst. Hjá ÍR var Matthías Orri Sigurðarson stigahæstur með 23 stig og 8 fráköst.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir voru ákveðnari strax frá byrjun. Stólarnir voru með fleiri sóknarfráköst og fengu því fullt af auka sénsum. Tindastóll spilaði fínan varnaleik sem skilaði þeim fullt af stolnum boltum. Í lokin settu Stólarnir skotin sín sem gerði það erfitt fyrir ÍR-ingana að jafna.Áhugaverð tölfræði: Stólarnir voru með 40 stig inni í teig á meðað Stjarnan var aðeins með 22 stig. ÍR var með 96% vítanýtingu í kvöld, en vítanýtining Tindastóls var 57%.Tindastóll – ÍR 84 – 78 (21-13, 21-21, 17-20, 25-24)Tindastóll: Antonio Hester 22/11 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Viðar Ágústsson 10, Christopher Card 10, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 7, Helgi Rafn Viggósson 6/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6, Svavar Atli Birgisson 2 og Hannes Ingi Másson 2.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 23/8 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 16, Quincy Hankins- Cole 15, Sveinbjörn Claessen 10, Trausti Eiríksson 9, Sæþór Elmar Kristjánsson 3 og Daði Berg Grétarsson 2.Borche Ilievsky: Vissum að þetta yrði erfitt Borche Ilievsky þjálfari ÍR segir að hann sé hafi verið sáttur með frammistöðu liðsins í kvöld. „Við vissum að þetta átti eftir að verða erfitt. Við erum ekki með breiðann bekk en ég held að liðið mitt hafi gefið allt í þetta,“ sagði Borche í samtali við Vísi eftir leik. Hann segir að í lokinn hafi þeir hafi náð að nálgast Stólana verulega en í lokin hafi þeir ekki náð að stjórna þessu nógu vel.Israel Martin: Sóknar leikurinn ekkert sérstakur Martin þjálfari Tindastóls seigir að það sem hafi staðið uppúr í leiknum hafi verið varnarleikur beggja liða. „Sóknarleikurinn var ekkert sérstakur en við trúðum á vörnina okkar og svo unnum við leikinn sem var mjög mikilvægt,“ sagði Martin við Vísi að leik loknum. Hann segir að hann hafi búist við jöfnum leik og það sé meiri keppni sérstakleg á þessu tímabili. Allir geta unnið alla, við höfum séð að neðstu liðin í deildinni geta unnið efstu liðin. Hann bætir svo við að restin af leikjunum á tímabilinu munu verða eins og þessir, erfiðir.Pétur Rúnar: Barátta og harka Pétur Rúnar Birgisson leikmaður Tindastóls, segir að leik loknum að leikurinn hafi verið fínn varnarlega. „Þeir skora bara 78 stig en hann heldur ekki að þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur til þess að horfa á til að byrja með. Það var 5-0 til að byrja með og liðin voru mikið um baráttu og hörku,“ sagði Pétur að leik loknum.Matthías Orri: Brotnuðum niður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR átti flottan leik í kvöld, hann endaði stigahæstur með 23 stig og 8 fráköst. Að leik loknum segir hann að Tindastóll hafi verið að hitta aðeins betur en þeir og honum hafi ekki fundist þeir hafa hitt nógu vel í leiknum. „Á endanum var þessi stanslausa pressa frá þeim og þessi harði bolti sem þeir spila hefur verið nóg. Við náðum að spyrna á móti í ansi langann tíma í leiknum en í lokin brotnuðum við niður í eina mínútu, þá komust þeir yfir með 5 stigum og þá fór leikurinn,“ sagði Matthías að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira