Finnur Freyr: Erum að skoða okkar mál Smári Jökull Jónsson skrifar 19. janúar 2017 21:57 Finnur Freyr var sáttur með stigin tvö en sagði ýmislegt hægt að laga í leik sinna manna. Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Sjá meira