Real Madrid þurfti ekki á Ronaldo að halda | James sá um þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2017 22:19 James Rodriguez fagnar öðru marka sinna í kvöld. Vísir/Getty Real Madrid er í góðum málum í spænska Konungsbikarnum eftir 3-0 sigur á Sevilla í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Kólumbíumaðurinn James Rodríguez skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í kvöld en liðið lék án Cristiano Ronaldo og fimm annarra lykilmanna. Framlínuþrennan Ronaldo, Karim Benzema og Gareth Bale var sem dæmi öll fjarverandi og fyrirliðinn Sergio Ramos var heldur ekki með. Það kom ekki að sök því Zinedine Zidane gat teflt fram öflugu liði. James Rodríguez hefur fengið fá tækifæri á tímabilinu en honum tókst að tvöfalda markaskor sitt í vetur með þessum tveimur mörkum sínum. Öll mörk Real Madrid í leiknum komu í fyrri hálfleiknum. James skoraði fyrsta markið á 11. mínútu og það þriðja úr vítaspyrnu á 44. mínútu. Franski miðvörðurinn skoraði annað markið með skalla á 29. mínútu eftir hornspyrnu frá Króatanum Luca Modric. Modric fiskaði líka vítaspyrnuna fimmtán mínútum síðar. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Sevilla í næstu viku. Real Madrid hefur nú leikið 38 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa. 29 af þessum 38 leikjum hafa unnist.38 - Real Madrid have 38 games in a row unbeaten in all comps (W29 D9); they are one left to equal a La Liga team best run ever. Unstoppable pic.twitter.com/mJc0Hhk974— OptaJose (@OptaJose) January 4, 2017 Spænski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Real Madrid er í góðum málum í spænska Konungsbikarnum eftir 3-0 sigur á Sevilla í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Kólumbíumaðurinn James Rodríguez skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í kvöld en liðið lék án Cristiano Ronaldo og fimm annarra lykilmanna. Framlínuþrennan Ronaldo, Karim Benzema og Gareth Bale var sem dæmi öll fjarverandi og fyrirliðinn Sergio Ramos var heldur ekki með. Það kom ekki að sök því Zinedine Zidane gat teflt fram öflugu liði. James Rodríguez hefur fengið fá tækifæri á tímabilinu en honum tókst að tvöfalda markaskor sitt í vetur með þessum tveimur mörkum sínum. Öll mörk Real Madrid í leiknum komu í fyrri hálfleiknum. James skoraði fyrsta markið á 11. mínútu og það þriðja úr vítaspyrnu á 44. mínútu. Franski miðvörðurinn skoraði annað markið með skalla á 29. mínútu eftir hornspyrnu frá Króatanum Luca Modric. Modric fiskaði líka vítaspyrnuna fimmtán mínútum síðar. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Sevilla í næstu viku. Real Madrid hefur nú leikið 38 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa. 29 af þessum 38 leikjum hafa unnist.38 - Real Madrid have 38 games in a row unbeaten in all comps (W29 D9); they are one left to equal a La Liga team best run ever. Unstoppable pic.twitter.com/mJc0Hhk974— OptaJose (@OptaJose) January 4, 2017
Spænski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira