Stjórnarsáttmálinn að taka á sig mynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 10:55 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir sé að taka á sig mynd. Hann ræddi stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í Bítinu í morgun en flokkarnir funda í þinghúsinu núna klukkan 11. „Það er verið að fara yfir málefnin. Það hefur nú komið fram margoft að við erum búin að fara yfir þetta aftur og aftur, þessir sömu flokkar, og nú erum við loksins komin að því að fara að færa svolítið á blað þannig að þetta er að taka á sig mynd. [...] Hvað eigum við að kalla það? Stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt. Aðspurður sagði Benedikt að skipting ráðuneyta á milli flokkanna væri ekki frágengin þó hún hafi vissulega verið rædd en Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra í ríkisstjórninni auk forseta þingsins, þá fengi Viðreisn þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Í Fréttablaðinu í dag var síðan sagt frá því að Benedikt vilji setjast í stól fjármálaráðherra. Benedikt sagði að það væri talsvert eftir sem leggja þarf lokahönd á en það væru ekki endilega málefni þar sem væru miklar deilur á milli flokkanna. Þá sagði hann að honum dytti ekki í hug neitt sérstakt mál sem gæti orðið til þess að viðræðurnar færu út um þúfur. Spurður að því hvort þetta væri þar af leiðandi ekki spurning um hvort heldur hvenær flokkarnir mynda ríkisstjórn sagði Benedikt: „Þetta er ekki búið fyrr en það er alveg búið en þetta hefur verið að færast nær og nær og þokast alltaf áfram. Ég er ánægður með það því auðvitað vill maður að þetta klárist.“ Þá sagði Benedikt að á fundi flokkanna í dag yrði haldið áfram að fara yfir það sem væri komið á blað og kannski yrði einhverju bætt við. En næst að klára viðræðurnar fyrir helgi? „Ég er ekki viss og mér finnst það eiginlega ekki skipta öllu máli heldur aðallega það að þetta færist í rétta átt og klárist og við getum síðan farið að gera góð verk fyrir þjóðina.“Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00 Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir sé að taka á sig mynd. Hann ræddi stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í Bítinu í morgun en flokkarnir funda í þinghúsinu núna klukkan 11. „Það er verið að fara yfir málefnin. Það hefur nú komið fram margoft að við erum búin að fara yfir þetta aftur og aftur, þessir sömu flokkar, og nú erum við loksins komin að því að fara að færa svolítið á blað þannig að þetta er að taka á sig mynd. [...] Hvað eigum við að kalla það? Stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt. Aðspurður sagði Benedikt að skipting ráðuneyta á milli flokkanna væri ekki frágengin þó hún hafi vissulega verið rædd en Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra í ríkisstjórninni auk forseta þingsins, þá fengi Viðreisn þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Í Fréttablaðinu í dag var síðan sagt frá því að Benedikt vilji setjast í stól fjármálaráðherra. Benedikt sagði að það væri talsvert eftir sem leggja þarf lokahönd á en það væru ekki endilega málefni þar sem væru miklar deilur á milli flokkanna. Þá sagði hann að honum dytti ekki í hug neitt sérstakt mál sem gæti orðið til þess að viðræðurnar færu út um þúfur. Spurður að því hvort þetta væri þar af leiðandi ekki spurning um hvort heldur hvenær flokkarnir mynda ríkisstjórn sagði Benedikt: „Þetta er ekki búið fyrr en það er alveg búið en þetta hefur verið að færast nær og nær og þokast alltaf áfram. Ég er ánægður með það því auðvitað vill maður að þetta klárist.“ Þá sagði Benedikt að á fundi flokkanna í dag yrði haldið áfram að fara yfir það sem væri komið á blað og kannski yrði einhverju bætt við. En næst að klára viðræðurnar fyrir helgi? „Ég er ekki viss og mér finnst það eiginlega ekki skipta öllu máli heldur aðallega það að þetta færist í rétta átt og klárist og við getum síðan farið að gera góð verk fyrir þjóðina.“Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00 Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21
Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00
Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22