Byrjaðir strax að vinda ofan af ObamaCare Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. janúar 2017 07:00 Mike Pence, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, ásamt Reince Preibus, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, ganga af fundi á miðvikudag. Nordicphotos/AFP Repúblikanar eru komnir í meirihluta á Bandaríkjaþingi og strax byrjaðir að leita leiða til þess að vinda ofan af lögum um heilbrigðisþjónustu, svonefndum ObamaCare-lögum, sem Barack Obama kom á. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða neinn hægðarleikur, því bæði verður flókið að breyta því fyrirkomulagi sem nú er í gildi auk þess sem lítil samstaða er meðal Repúblikana um það hvers konar fyrirkomulag eigi að taka við. Donald Trump tekur við af Obama eftir tvær vikur, föstudaginn 20. janúar. Nýkjörið þing, með Repúblikana í meirihluta í báðum deildum, kom saman á þriðjudaginn. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í gær að Demókratar viti vel hve slæmt ObamaCare sé, en í staðinn fyrir að reyna að lagfæra þetta kerfi séu þeir uppteknir við að kenna öðrum um: „Það er kominn tími til þess að Repúblikanar og Demókratar standi saman og setji saman hugmyndir um heilbrigðisþjónustu sem virkar í alvöru – miklu ódýrari og langtum betri,“ segir hann. Með þessu virðist hann vera að segja að Repúblikanar ætli ekki að reyna að breyta þessu fyrirkomulagi án þess að hafa Demókrata að einhverju leyti með í ráðum. Mike Pence, sem verður varaforseti Trumps, mætti engu að síður til þings á miðvikudaginn og gerði þar, ásamt forystumönnum flokksins, grein fyrir því hvernig þeir ætli sér að ógilda ObamaCare-lögin sem Obama undirritaði fyrir tæpum sjö árum, tveimur árum eftir að hann tók við embætti. Frá þessu segir meðal annars á vef dagblaðsins The New York Times. Strax í næstu viku ætla þeir sér að byrja á því að hindra fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar með því að samþykkja breytingu á fjárlögum. Síðan er meiningin að setja þingnefndir í að móta lög um breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Þegar Trump tekur við muni hann síðan grípa til frekari ráðstafana með tilskipunum, en á endanum þurfi Repúblikanar að semja ný heildarlög um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Obama forseti, sem nú á aðeins tvær vikur eftir í embætti, skrapp sjálfur í heimsókn í þingið á miðvikudag til að funda með Demókrötum. Þeir ætla sér að reyna allt til að verja þessa löggjöf sem þeir náðu í gegn eftir margra áratuga baráttu og eru harla stoltir af.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Repúblikanar eru komnir í meirihluta á Bandaríkjaþingi og strax byrjaðir að leita leiða til þess að vinda ofan af lögum um heilbrigðisþjónustu, svonefndum ObamaCare-lögum, sem Barack Obama kom á. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða neinn hægðarleikur, því bæði verður flókið að breyta því fyrirkomulagi sem nú er í gildi auk þess sem lítil samstaða er meðal Repúblikana um það hvers konar fyrirkomulag eigi að taka við. Donald Trump tekur við af Obama eftir tvær vikur, föstudaginn 20. janúar. Nýkjörið þing, með Repúblikana í meirihluta í báðum deildum, kom saman á þriðjudaginn. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í gær að Demókratar viti vel hve slæmt ObamaCare sé, en í staðinn fyrir að reyna að lagfæra þetta kerfi séu þeir uppteknir við að kenna öðrum um: „Það er kominn tími til þess að Repúblikanar og Demókratar standi saman og setji saman hugmyndir um heilbrigðisþjónustu sem virkar í alvöru – miklu ódýrari og langtum betri,“ segir hann. Með þessu virðist hann vera að segja að Repúblikanar ætli ekki að reyna að breyta þessu fyrirkomulagi án þess að hafa Demókrata að einhverju leyti með í ráðum. Mike Pence, sem verður varaforseti Trumps, mætti engu að síður til þings á miðvikudaginn og gerði þar, ásamt forystumönnum flokksins, grein fyrir því hvernig þeir ætli sér að ógilda ObamaCare-lögin sem Obama undirritaði fyrir tæpum sjö árum, tveimur árum eftir að hann tók við embætti. Frá þessu segir meðal annars á vef dagblaðsins The New York Times. Strax í næstu viku ætla þeir sér að byrja á því að hindra fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar með því að samþykkja breytingu á fjárlögum. Síðan er meiningin að setja þingnefndir í að móta lög um breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Þegar Trump tekur við muni hann síðan grípa til frekari ráðstafana með tilskipunum, en á endanum þurfi Repúblikanar að semja ný heildarlög um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Obama forseti, sem nú á aðeins tvær vikur eftir í embætti, skrapp sjálfur í heimsókn í þingið á miðvikudag til að funda með Demókrötum. Þeir ætla sér að reyna allt til að verja þessa löggjöf sem þeir náðu í gegn eftir margra áratuga baráttu og eru harla stoltir af.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira