Rússar líkja ásökunum um tölvuárásir við nornaveiðar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 17:51 Rússnesk stjórnvöld andmæla ásökunum um tölvuárásir. Vísir/Getty Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. Líkja þeir þessum ásökunum við nornaveiðar. BBC greinir frá. Dmitry Peskov uppslýsingafulltrúi Kremlin í Moskvu lýsir því yfir að skýrsla sem Bandaríska leyniþjónustan gaf út nýverið byggi á engum heildstæðum grunni. Í skýrslunni kemur fram að Vladímír Pútín forseti Rússlands hafi í reynd fyrirskipað tölvuárás þar sem brotist var inn í tölvupósta andstæðings Trumps, Hillary Clinton, í þeirri von að veita Trump forskot í kosningabaráttunni og stuðla að sigri hans. Bandaríska leyniþjónustan vill þannig meina að Rússnesk stjórnvöld hafi haft hag á sigri Trumps. Viðbrögð Peskovs eru fyrstu opinberlegu viðbrögðin frá rússneskum stjórnvöldum síðan Donald Trump fékk skýrsluna í sínar hendur síðastliðinn föstudag en sama dag gekk hann til fundar við ráðamenn leyniþjónustunnar. Sagði hann fundinn hafa borið góðan árangur. Rússnesk stjórnvöld neita alfarið afskiptum sínum af forsetakosningunum umdeildu og segjast ekki eiga þátt í tölvuárásunum umtöluðu. Trump hefur hingað til haldið því fram að ásakanir um tölvuárásir eigi sér enga stoð en eftir að hafa fengið skýrsluna í hendurnar hefur hann dregið þær hugmyndir sínar til baka. Hann segist nú ekki neita fyrir það að rússnesk stjórnvöld gætu hafa staðið á bak við tölvuárásirnar án þess þó að segja að það sé ótvírætt svo. Hann nefndi einnig að hann myndi leggja sitt af mörkum að stöðva hvers kyns tölvuárásir á bandarísk stjórnvöld og fyrirtæki í sinni valdatíð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Rússar eru orðnir leiðir á ásökunum að þeir hafi staðið að baki tölvuárásum sem urðu til þess að kosninganiðurstöður bandarísku forsetakosninganna í nóvember síðastliðinn, urðu Trump í hag. Líkja þeir þessum ásökunum við nornaveiðar. BBC greinir frá. Dmitry Peskov uppslýsingafulltrúi Kremlin í Moskvu lýsir því yfir að skýrsla sem Bandaríska leyniþjónustan gaf út nýverið byggi á engum heildstæðum grunni. Í skýrslunni kemur fram að Vladímír Pútín forseti Rússlands hafi í reynd fyrirskipað tölvuárás þar sem brotist var inn í tölvupósta andstæðings Trumps, Hillary Clinton, í þeirri von að veita Trump forskot í kosningabaráttunni og stuðla að sigri hans. Bandaríska leyniþjónustan vill þannig meina að Rússnesk stjórnvöld hafi haft hag á sigri Trumps. Viðbrögð Peskovs eru fyrstu opinberlegu viðbrögðin frá rússneskum stjórnvöldum síðan Donald Trump fékk skýrsluna í sínar hendur síðastliðinn föstudag en sama dag gekk hann til fundar við ráðamenn leyniþjónustunnar. Sagði hann fundinn hafa borið góðan árangur. Rússnesk stjórnvöld neita alfarið afskiptum sínum af forsetakosningunum umdeildu og segjast ekki eiga þátt í tölvuárásunum umtöluðu. Trump hefur hingað til haldið því fram að ásakanir um tölvuárásir eigi sér enga stoð en eftir að hafa fengið skýrsluna í hendurnar hefur hann dregið þær hugmyndir sínar til baka. Hann segist nú ekki neita fyrir það að rússnesk stjórnvöld gætu hafa staðið á bak við tölvuárásirnar án þess þó að segja að það sé ótvírætt svo. Hann nefndi einnig að hann myndi leggja sitt af mörkum að stöðva hvers kyns tölvuárásir á bandarísk stjórnvöld og fyrirtæki í sinni valdatíð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira