Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2016 12:50 Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki vilja skapa vandræði fyrir bandaríska embættismenn í Rússlandi. Vísir/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla vísa bandarískum erindrekum úr landi líkt og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í morgun. AFP greinir frá því að Pútín vilji sjá þá pólitík sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst reka, áður en ákvörðun er tekin um viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vísa 35 rússneskum embættismönnum úr landi. „Við viljum ekki skapa vandræði fyrir bandaríska erindreka. Við munum ekki vísa neinum úr landi,“ segir Pútín í yfirlýsingu, sem nýtti jafnframt tækifærið og bauð börnum bandarískra embættismanna í Rússlandi til sérstakrar jólaveislu sem haldið verður í Kreml. Lavrov lagði í morgun til við Pútín að 31 erindreka úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu og fjórum sem starfa í ræðismannaskrifstofunni í Pétursborg yrði vísað úr landi. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að vísa 35 erindrekum rússneskra stjórnvalda úr landi vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa sakað rússnesk yfirvöld um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum og þeir hafi hjálpað Donald Trump að bera sigur úr býtum. Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum Bandaríkjastjórnar og segja þær ekki eiga við rök að styðjast. Auk þess að reka erindrekana úr landi hefur verið tilkynnt um viðskiptaþvinganir gegn rússnesku leyniþjónustunum GRU og FSB og lokun tveggja bygginga í New York og Maryland sem sagðar eru starfstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar. Obama segir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera nauðsynlegar og að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur af framferði Rússlands. Þá segir hann erindreka Bandaríkjanna í Rússlandi hafa orðið fyrir óásættanlega miklu áreiti í Rússlandi síðasta árið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla vísa bandarískum erindrekum úr landi líkt og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í morgun. AFP greinir frá því að Pútín vilji sjá þá pólitík sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst reka, áður en ákvörðun er tekin um viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vísa 35 rússneskum embættismönnum úr landi. „Við viljum ekki skapa vandræði fyrir bandaríska erindreka. Við munum ekki vísa neinum úr landi,“ segir Pútín í yfirlýsingu, sem nýtti jafnframt tækifærið og bauð börnum bandarískra embættismanna í Rússlandi til sérstakrar jólaveislu sem haldið verður í Kreml. Lavrov lagði í morgun til við Pútín að 31 erindreka úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu og fjórum sem starfa í ræðismannaskrifstofunni í Pétursborg yrði vísað úr landi. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að vísa 35 erindrekum rússneskra stjórnvalda úr landi vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa sakað rússnesk yfirvöld um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum og þeir hafi hjálpað Donald Trump að bera sigur úr býtum. Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum Bandaríkjastjórnar og segja þær ekki eiga við rök að styðjast. Auk þess að reka erindrekana úr landi hefur verið tilkynnt um viðskiptaþvinganir gegn rússnesku leyniþjónustunum GRU og FSB og lokun tveggja bygginga í New York og Maryland sem sagðar eru starfstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar. Obama segir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera nauðsynlegar og að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur af framferði Rússlands. Þá segir hann erindreka Bandaríkjanna í Rússlandi hafa orðið fyrir óásættanlega miklu áreiti í Rússlandi síðasta árið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05
Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45
Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28