Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2016 21:00 Donald Trump og Vladmir Putin. Vísir/getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hrósar Vladimir Putin, forseta Rússlands, fyrir að bíða með viðbrögð við refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Rússlandi, sem kynntar voru í gær. Auk þess að viðskiptaþvingunum verður beitt hafa 35 rússneskir erindrekar og njósnarar verið reknir frá Bandaríkjunum. Ástæður aðgerðanna samkvæmt Hvíta húsinu eru tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum, meðferð bandarískra erindreka í Rússlands og afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Putin tilkynnti í dag að hann myndi bíða til 20. janúar með að ákveða viðbrögð Rússlands. Donald Trump tekur við forsetaembættinu þann dag. Eins og svo oft áður tjáði Trump sig um málið á Twitter í kvöld þar sem hann segir ákvörðun Putin vera „frábæra“ og að Trump hafi ávalt vitað að Putin væri „mjög snjall“.Great move on delay (by V. Putin) - I always knew he was very smart!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2016 Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. Í gær sagði Trump að hann myndi funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna í næstu viku með þeim tilgangi að kynna sér staðreyndirnar varðandi meint afskipti Rússlands. Hingað til hefur hann þvertekið fyrir að ásakanirnar séu sannar. Rússar hafa einnig neitað þeim. Alríkislögregla Bandaríkjanna, birti hins vegar í gær skýrslu þar sem farið var yfir málið. CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa einnig haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Meðal annars með tölvuárás á höfuðstöðvar Demókrataflokksins þar sem þúsundum tölvupósta var stolið og dreift á netinu og gegn John Podesta, framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton. Hvorki Demókrataflokkurinn né Podesta eru hins vegar nefndir með beinum orðum í skýrslunni. Þar kemur fram að hakkarahóparnir APT29 og APT 28 hafi komið að árásunum. Hóparnir eru einnig þekktir sem Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum.Heimildarmaður Reuters segir að hluti skýrslunnar hafi komið fram áður. Hann segir mjög erfitt að opinbera óhyggjandi sannanir um árásirnar án þess að opinbera um leið heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta Bandaríkjanna.Staðfestir gamlar niðurstöður Skýrsla FBI staðfestir fyrri niðurstöður netöryggisfyrirtækja sem höfðu meðal annars rannsakað tölvuárásirnar á Demókrataflokkinn. Fyrirtækið CrowdStrike var ráðið af demókrötum til að fara yfir árásina og komust þeir einnig að þeirri niðurstöðu að Cozy Bear og Fancy Bear hafðu komið að árásinni. Niðurstöður þeirra og gögnin frá árásinni voru birtar á netinu og hafa aðrir sérfræðingar einnig komist að sömu niðurstöðu. Í skýrslu CrowdStrike, frá því í júní, segir að bæði Cozy Bear og Fancy Bear hafi margsinnis gert árásir á viðskiptavini fyrirtækisins og starfsmenn þess þekki báða hópana vel. Enn fremur segir að þeir með bestu hópum tölvuhakkara á heimsvísu. Þar er einnig tekið fram að Cozy Bear hafi gert heppnaðar tölvuárásir á kerfi Hvíta hússins, Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og gegn hernaðaryfirvöldum landsins á árinu 2015. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39 Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hrósar Vladimir Putin, forseta Rússlands, fyrir að bíða með viðbrögð við refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Rússlandi, sem kynntar voru í gær. Auk þess að viðskiptaþvingunum verður beitt hafa 35 rússneskir erindrekar og njósnarar verið reknir frá Bandaríkjunum. Ástæður aðgerðanna samkvæmt Hvíta húsinu eru tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum, meðferð bandarískra erindreka í Rússlands og afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Putin tilkynnti í dag að hann myndi bíða til 20. janúar með að ákveða viðbrögð Rússlands. Donald Trump tekur við forsetaembættinu þann dag. Eins og svo oft áður tjáði Trump sig um málið á Twitter í kvöld þar sem hann segir ákvörðun Putin vera „frábæra“ og að Trump hafi ávalt vitað að Putin væri „mjög snjall“.Great move on delay (by V. Putin) - I always knew he was very smart!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2016 Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. Í gær sagði Trump að hann myndi funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna í næstu viku með þeim tilgangi að kynna sér staðreyndirnar varðandi meint afskipti Rússlands. Hingað til hefur hann þvertekið fyrir að ásakanirnar séu sannar. Rússar hafa einnig neitað þeim. Alríkislögregla Bandaríkjanna, birti hins vegar í gær skýrslu þar sem farið var yfir málið. CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa einnig haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Meðal annars með tölvuárás á höfuðstöðvar Demókrataflokksins þar sem þúsundum tölvupósta var stolið og dreift á netinu og gegn John Podesta, framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton. Hvorki Demókrataflokkurinn né Podesta eru hins vegar nefndir með beinum orðum í skýrslunni. Þar kemur fram að hakkarahóparnir APT29 og APT 28 hafi komið að árásunum. Hóparnir eru einnig þekktir sem Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum.Heimildarmaður Reuters segir að hluti skýrslunnar hafi komið fram áður. Hann segir mjög erfitt að opinbera óhyggjandi sannanir um árásirnar án þess að opinbera um leið heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta Bandaríkjanna.Staðfestir gamlar niðurstöður Skýrsla FBI staðfestir fyrri niðurstöður netöryggisfyrirtækja sem höfðu meðal annars rannsakað tölvuárásirnar á Demókrataflokkinn. Fyrirtækið CrowdStrike var ráðið af demókrötum til að fara yfir árásina og komust þeir einnig að þeirri niðurstöðu að Cozy Bear og Fancy Bear hafðu komið að árásinni. Niðurstöður þeirra og gögnin frá árásinni voru birtar á netinu og hafa aðrir sérfræðingar einnig komist að sömu niðurstöðu. Í skýrslu CrowdStrike, frá því í júní, segir að bæði Cozy Bear og Fancy Bear hafi margsinnis gert árásir á viðskiptavini fyrirtækisins og starfsmenn þess þekki báða hópana vel. Enn fremur segir að þeir með bestu hópum tölvuhakkara á heimsvísu. Þar er einnig tekið fram að Cozy Bear hafi gert heppnaðar tölvuárásir á kerfi Hvíta hússins, Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og gegn hernaðaryfirvöldum landsins á árinu 2015.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39 Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39
Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05
Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45
Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent