NFL: Aðhlátursefni deildarinnar vann loksins leik eftir ársbið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. desember 2016 11:00 Leikmenn Cleveland Browns voru skiljanlega í skýjunum eftir sigurinn í gær. Vísir/Getty Fjöldi óvæntra úrslita litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gærkvöld en þar ber hæst að nefna fyrsta sigur Cleveland Browns í rúmlega ár. Browns hafa verið aðhlátursefni deildarinnar undanfarin ár en liðið náði að kreista fram sigur gegn San Diego Chargers á heimavelli í gær. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega ár eða allt frá sigri á San Fransisco 49ers þann 13. desember 2015. Með því náði Browns að koma í veg fyrir að vera aðeins annað liðið í sögunni sem tapar öllum leikjum tímabilsins á eftir Detroit Lions-liðinu 2008. Atlanta Falcons lyfti sér upp í 2. sæti NFC-deildarinnar og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Carolina Panthers. Carolina sem lék í Ofurskálinni í febrúar síðastliðnum féllu endanlega úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í ár. Sigur Oakland Raiders gegn Indianapolis Colts þýðir að Colts eigi ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lykilleikmenn meiddustCarr fór meiddur af velli en hann reyndist vera með brotið bein í fæti.Vísir/gettyÞrátt fyrir sigurinn varð Oakland fyrir áfalli þegar leikstjórnandi liðsins, Derek Carr, fór meiddur af velli en hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann var ekki eini lykilleikmaðurinn sem fór meiddur af velli í gær en Marcus Mariota, leikstjórnandi Tennessee Titans, fór einnig meiddur af velli. Þá unnu San Fransisco 49ers og Jacksonville Jaguars sjaldséða sigra á Los Angeles Rams og Tennessee Titans en 49ers, Jaguars og Browns hafa verið lélegustu lið deildarinnar. Sextánda umferð NFL-deildarinnar heldur áfram í kvöld með leikjum Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs og Denver Broncos en Stöð 2 Sport sýnir leik Pittsburg og Baltimore í kvöld.Úrslit gærkvöldsins: Buffalo Bills 31-34 Miami Dolphins Carolina Panthers 16-33 Atlanta Falcons Washington Redskins 41-21 Chicago Bears Cleveland Browns 20-17 San Diego Chargers Green Bay Packers 38-25 Minnesota Vikings Jacksonville Jaguars 38-17 Tennessee Titans New England Patriots 41-3 New York Jets Oakland Raiders 33-25 Indianapolis Colts Los Angeles Rams 21-22 San Fransisco 49ers New Orelans Saints 31-24 Tampa Bay Buccaneers Seattle Seahawks 31-34 Arizona Cardinals Houston Texans 12-10 Cincinatti Bengals NFL Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira
Fjöldi óvæntra úrslita litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gærkvöld en þar ber hæst að nefna fyrsta sigur Cleveland Browns í rúmlega ár. Browns hafa verið aðhlátursefni deildarinnar undanfarin ár en liðið náði að kreista fram sigur gegn San Diego Chargers á heimavelli í gær. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega ár eða allt frá sigri á San Fransisco 49ers þann 13. desember 2015. Með því náði Browns að koma í veg fyrir að vera aðeins annað liðið í sögunni sem tapar öllum leikjum tímabilsins á eftir Detroit Lions-liðinu 2008. Atlanta Falcons lyfti sér upp í 2. sæti NFC-deildarinnar og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Carolina Panthers. Carolina sem lék í Ofurskálinni í febrúar síðastliðnum féllu endanlega úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í ár. Sigur Oakland Raiders gegn Indianapolis Colts þýðir að Colts eigi ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lykilleikmenn meiddustCarr fór meiddur af velli en hann reyndist vera með brotið bein í fæti.Vísir/gettyÞrátt fyrir sigurinn varð Oakland fyrir áfalli þegar leikstjórnandi liðsins, Derek Carr, fór meiddur af velli en hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann var ekki eini lykilleikmaðurinn sem fór meiddur af velli í gær en Marcus Mariota, leikstjórnandi Tennessee Titans, fór einnig meiddur af velli. Þá unnu San Fransisco 49ers og Jacksonville Jaguars sjaldséða sigra á Los Angeles Rams og Tennessee Titans en 49ers, Jaguars og Browns hafa verið lélegustu lið deildarinnar. Sextánda umferð NFL-deildarinnar heldur áfram í kvöld með leikjum Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs og Denver Broncos en Stöð 2 Sport sýnir leik Pittsburg og Baltimore í kvöld.Úrslit gærkvöldsins: Buffalo Bills 31-34 Miami Dolphins Carolina Panthers 16-33 Atlanta Falcons Washington Redskins 41-21 Chicago Bears Cleveland Browns 20-17 San Diego Chargers Green Bay Packers 38-25 Minnesota Vikings Jacksonville Jaguars 38-17 Tennessee Titans New England Patriots 41-3 New York Jets Oakland Raiders 33-25 Indianapolis Colts Los Angeles Rams 21-22 San Fransisco 49ers New Orelans Saints 31-24 Tampa Bay Buccaneers Seattle Seahawks 31-34 Arizona Cardinals Houston Texans 12-10 Cincinatti Bengals
NFL Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira