Aukning bílasölu 7 ár í röð vestra Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2016 15:55 Sala á Jeep bílum hefur verið frábær í Bandaríkjunum í ár, sem og víðar um heiminn. Nú er enn eitt árið að renna sitt skeið þar sem aukning hefur orðið í bílasölu í Bandaríkjunum og markar árið í ár það sjöunda í röðinni þar sem vöxtur hefur orðið milli ára. Það gerðist síðast fyrir meira en öld síðan og var þá keyrt áfram á síaukinni sölu T-Ford bílsins. Ekki mun muna miklu á sölunni í ár og í fyrra og er því spáð að aðeins muni muna 26.000 bílum, en bæði í ár og í fyrra er salan um 17,5 milljón bílar. Það var mjög mikil bílasala í nóvember sem líklega mun tryggja það að fleiri bílar seljist í ár en í fyrra. Einnig hefur það hjálpað mikið til að bílaframleiðendur og bílasalar hafa gefið mjög háa afslætti af nýjum bílum undanfarna mánuði og hafa hærri afslættir aldrei sést. Ástæða þess er aðallega vegna mikillar offramleiðslu bílaframleiðenda og hafa talsverðar birgðir safnast upp sem þessum aðilum er umhugað um að koma út sem fyrst. Allir bandarísku bílaframleiðendurnir hafa vegna þessa ákveðið að stöðva framleiðslu að mestu í fyrstu viku næsta árs í mörgum af verksmiðjum sínum og því verður áramótafríið óvenju langt hjá starfsfólki í þeim verksmiðjum. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent
Nú er enn eitt árið að renna sitt skeið þar sem aukning hefur orðið í bílasölu í Bandaríkjunum og markar árið í ár það sjöunda í röðinni þar sem vöxtur hefur orðið milli ára. Það gerðist síðast fyrir meira en öld síðan og var þá keyrt áfram á síaukinni sölu T-Ford bílsins. Ekki mun muna miklu á sölunni í ár og í fyrra og er því spáð að aðeins muni muna 26.000 bílum, en bæði í ár og í fyrra er salan um 17,5 milljón bílar. Það var mjög mikil bílasala í nóvember sem líklega mun tryggja það að fleiri bílar seljist í ár en í fyrra. Einnig hefur það hjálpað mikið til að bílaframleiðendur og bílasalar hafa gefið mjög háa afslætti af nýjum bílum undanfarna mánuði og hafa hærri afslættir aldrei sést. Ástæða þess er aðallega vegna mikillar offramleiðslu bílaframleiðenda og hafa talsverðar birgðir safnast upp sem þessum aðilum er umhugað um að koma út sem fyrst. Allir bandarísku bílaframleiðendurnir hafa vegna þessa ákveðið að stöðva framleiðslu að mestu í fyrstu viku næsta árs í mörgum af verksmiðjum sínum og því verður áramótafríið óvenju langt hjá starfsfólki í þeim verksmiðjum.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent