Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2016 10:00 Gianni Infantino með Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill talsmaður þess að stækka heimsmeistarakeppnina enn frekar en hún hefur verið 32 þjóða keppni frá og með HM í Frakklandi 1998. Infantino hefur nú gefið það út opinberlega að hann hafi stuðning meirihluta knattspyrnusambanda heimsins fyrir því að stækka heimsmeistarakeppnina. BBC segir frá. Ein hugmynd frá Infantino er að byrja heimsmeistaramótið á sextán þriggja liða riðlum þar sem tvö efstu liðin myndu tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum. Ákvörðun um framtíð heimsmeistarakeppninnar verður tekin í janúar næstkomandi en það þykir þó ólíklegt að fyrsta 48 þjóða heimsmeistarakeppnin fari þó fram fyrir árið 2026. Næsta heimsmeistarakeppni fer fram í Rússlandi 2018 og fjórum árum síðar verður keppnin haldin á miðju tímabili í Katar. Það er því ekkert svigrúm til að breyta þessum keppnum. Bæði stóru mótin í fótboltanum, HM og EM, hafa verið að stækka á undanförnum áratugum og UEFA tók stórt skref í síðustu Evrópukeppni. Evrópukeppnin í sumar var nefnilega fyrsta EM sem inniheldur 24 þjóðir en hún hafði verið sextán þjóða keppni áður. Ísland var með á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Það er ljóst að möguleikar Ísland á HM myndu aukast með fleiri sætum í boði en strákarnir okkar hafa samt sett stefnuna á það að vera meðal þeirra 32 landsliða sem keppa á HM í Rússlandi sumarið 2018. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira
Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill talsmaður þess að stækka heimsmeistarakeppnina enn frekar en hún hefur verið 32 þjóða keppni frá og með HM í Frakklandi 1998. Infantino hefur nú gefið það út opinberlega að hann hafi stuðning meirihluta knattspyrnusambanda heimsins fyrir því að stækka heimsmeistarakeppnina. BBC segir frá. Ein hugmynd frá Infantino er að byrja heimsmeistaramótið á sextán þriggja liða riðlum þar sem tvö efstu liðin myndu tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum. Ákvörðun um framtíð heimsmeistarakeppninnar verður tekin í janúar næstkomandi en það þykir þó ólíklegt að fyrsta 48 þjóða heimsmeistarakeppnin fari þó fram fyrir árið 2026. Næsta heimsmeistarakeppni fer fram í Rússlandi 2018 og fjórum árum síðar verður keppnin haldin á miðju tímabili í Katar. Það er því ekkert svigrúm til að breyta þessum keppnum. Bæði stóru mótin í fótboltanum, HM og EM, hafa verið að stækka á undanförnum áratugum og UEFA tók stórt skref í síðustu Evrópukeppni. Evrópukeppnin í sumar var nefnilega fyrsta EM sem inniheldur 24 þjóðir en hún hafði verið sextán þjóða keppni áður. Ísland var með á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Það er ljóst að möguleikar Ísland á HM myndu aukast með fleiri sætum í boði en strákarnir okkar hafa samt sett stefnuna á það að vera meðal þeirra 32 landsliða sem keppa á HM í Rússlandi sumarið 2018.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira