Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2016 21:45 Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Rússar segja refsiaðgerðir Bandaríkjanna vera til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Barack Obama. Þar að auki telja þeir aðgerðirnar vera óréttlátar og ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Þeir vara við því að aðgerðirnar muni ganga frá öllum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Rússar segja allar ásakanir um tölvuárásir og tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum vera rangar. Bandaríkin tilkynntu í kvöld viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að 35 erindrekar yrðu reknir úr landi.Sjá einnig: Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, segir að aðgerðunum verði svarað en hins vegar liggi ekki á viðbrögðum Rússlands. Stutt sé í að nýr forseti taki við völdum í Bandaríkjunum.Sendiráð Rússlands í Bretlandi hefur tjáð sig um aðgerðir Bandaríkjanna á Twitter.„Við búumst við því að okkur takist að losna við svo klaufalegar aðgerðir,“ er haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Putin, á vef RT. Enn fremur segist hann telja að Bandaríkin og Rússland muni geta tekið sameiginleg skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna.Peskov segir að Putin muni skipa fyrir um „viðeigandi“ viðbrögð gegn refsiaðgerðum Bandaríkjanna. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gæti snúið ákvörðun ríkisstjórnar Obama við þegar hann tekur við völdum þann 20. janúar. Ónefndur en háttsettur embættismaður sem Reuters ræddi við segir hins vegar að það væri ekki ráðlegt. Engin ástæða sé til þess að trúa að Rússar ætli sér að hætta afskiptum af kosningum annarra ríkja. Þar á meðal í evrópskum ríkjum sem séu bandamenn Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Rússar segja refsiaðgerðir Bandaríkjanna vera til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Barack Obama. Þar að auki telja þeir aðgerðirnar vera óréttlátar og ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Þeir vara við því að aðgerðirnar muni ganga frá öllum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Rússar segja allar ásakanir um tölvuárásir og tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum vera rangar. Bandaríkin tilkynntu í kvöld viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að 35 erindrekar yrðu reknir úr landi.Sjá einnig: Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, segir að aðgerðunum verði svarað en hins vegar liggi ekki á viðbrögðum Rússlands. Stutt sé í að nýr forseti taki við völdum í Bandaríkjunum.Sendiráð Rússlands í Bretlandi hefur tjáð sig um aðgerðir Bandaríkjanna á Twitter.„Við búumst við því að okkur takist að losna við svo klaufalegar aðgerðir,“ er haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Putin, á vef RT. Enn fremur segist hann telja að Bandaríkin og Rússland muni geta tekið sameiginleg skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna.Peskov segir að Putin muni skipa fyrir um „viðeigandi“ viðbrögð gegn refsiaðgerðum Bandaríkjanna. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gæti snúið ákvörðun ríkisstjórnar Obama við þegar hann tekur við völdum þann 20. janúar. Ónefndur en háttsettur embættismaður sem Reuters ræddi við segir hins vegar að það væri ekki ráðlegt. Engin ástæða sé til þess að trúa að Rússar ætli sér að hætta afskiptum af kosningum annarra ríkja. Þar á meðal í evrópskum ríkjum sem séu bandamenn Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira