Trump staðfestir tilnefningu Rex Tillerson Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 11:45 Rex Tillerson, framkvæmdastjóri ExxonMobil olíufyrirtækisins. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að tilnefna Rex Tillerson, framkvæmdastjóra olíufyrirtækisins ExxonMobil, sem utanríkisráðherra. Öldungadeild þings Bandaríkjanna þarf að staðfesta tilnefninguna og gæti það reynst Trump erfitt að ná því í gegn. Tilnefning Tillerson þykir vera til marks um vilja Trump til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Þrátt fyrir að Tillerson hafi enga reynslu af stjórnmálum hefur hann lengi átt í nánum samskiptum við heimsleiðtoga víða um heim. „Þrautseigja hans, víðtæk reynsla og djúpur skilningur á alþjóðastjórnmálum gera hann að frábærum valkosti til embættis utanríkisráðherra,“ sagði Trump í tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram er ekki víst að tilnefningin verði staðfest af þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir áhyggjum vegna þeirra ára sem Tillerson hefur starfað í Rússlandi og Mið-Austurlöndum. Tillerson hefur átt í samstarfi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, og hefur jafnvel fengið vináttuorðu Kremlin. Repúblikanar eiga 52 þingmenn í öldungadeildinni og demókratar 48. Minnst 50 atkvæði þarf til að tilnefningin verði staðfest. Þingmenn eins og John McCain og Marco Rubio hafa þegar lýst yfir áhyggjum sínum vegna tengsla Tillerson við Putin. Þar að auki hafa Lindsey O. Graham og James Lankford lýst yfir áhyggjum. Gjá hefur einnig myndast á milli Trump og þingmanna Repúblikana vegna viðhorfs hans til yfirlýsingarinnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í síðasta mánuði.I have chosen one of the truly great business leaders of the world, Rex Tillerson, Chairman and CEO of ExxonMobil, to be Secretary of State.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að tilnefna Rex Tillerson, framkvæmdastjóra olíufyrirtækisins ExxonMobil, sem utanríkisráðherra. Öldungadeild þings Bandaríkjanna þarf að staðfesta tilnefninguna og gæti það reynst Trump erfitt að ná því í gegn. Tilnefning Tillerson þykir vera til marks um vilja Trump til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Þrátt fyrir að Tillerson hafi enga reynslu af stjórnmálum hefur hann lengi átt í nánum samskiptum við heimsleiðtoga víða um heim. „Þrautseigja hans, víðtæk reynsla og djúpur skilningur á alþjóðastjórnmálum gera hann að frábærum valkosti til embættis utanríkisráðherra,“ sagði Trump í tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram er ekki víst að tilnefningin verði staðfest af þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir áhyggjum vegna þeirra ára sem Tillerson hefur starfað í Rússlandi og Mið-Austurlöndum. Tillerson hefur átt í samstarfi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, og hefur jafnvel fengið vináttuorðu Kremlin. Repúblikanar eiga 52 þingmenn í öldungadeildinni og demókratar 48. Minnst 50 atkvæði þarf til að tilnefningin verði staðfest. Þingmenn eins og John McCain og Marco Rubio hafa þegar lýst yfir áhyggjum sínum vegna tengsla Tillerson við Putin. Þar að auki hafa Lindsey O. Graham og James Lankford lýst yfir áhyggjum. Gjá hefur einnig myndast á milli Trump og þingmanna Repúblikana vegna viðhorfs hans til yfirlýsingarinnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í síðasta mánuði.I have chosen one of the truly great business leaders of the world, Rex Tillerson, Chairman and CEO of ExxonMobil, to be Secretary of State.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira