Kate Winslet segir sögu Rolls Royce Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2016 10:25 Rolls Royce hefur birt fyrsta myndskeiðið af mörgum sem segir sögu fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1904. Það er Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet sem sgir söguna í afar myndrænu myndskeiði sem hér sést. Þar greinir hún frá tilurð merkisins sem prýðir húdd allra Rolls Royce bíla, en það var skapað árið 1907 af Charles Sykes. Þá er greint frá smíði hins goðsagnarkennda “Silver Ghost” bíls en það var fyrst á honum sem vængjaða konan birtist á húddinu. Verkfræðingurinn Henry Royce smíðaði sinn fyrsta bíl árið 1904 og svo hrifinn var sölumaðurinn Charles Rolls að þeir tveir tóku saman höndum og stofnuðu þetta fræga lúxusbílamerki. Fyrsti sameiginlegi bíll þeirra var svo sýndur í París á Paris Motor Show sýningunni og árið 1907 voru þeir búnir að smíða bíl sem almennt var talinn besti bíll heims, “Silver Ghost”. Myndskeiðið hér að ofan er harla óvenjulegt og þar er þrívíddartækni beitt óspart og grafíkin með afar listrænum hætti. Ekki skaðar svo íðilfögur rödd Kate Winslet undir herlegheitunum. Rolls Royce ætlar að gefa út nokkur myndskeið þar sem farið verður yfir sögu fyrirtækisins allt fram að kynningu nýs Phantom bíls árið 2018, en hann á að setja nýtt viðmið fyrir lúxusbíla heimsins. Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent
Rolls Royce hefur birt fyrsta myndskeiðið af mörgum sem segir sögu fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1904. Það er Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet sem sgir söguna í afar myndrænu myndskeiði sem hér sést. Þar greinir hún frá tilurð merkisins sem prýðir húdd allra Rolls Royce bíla, en það var skapað árið 1907 af Charles Sykes. Þá er greint frá smíði hins goðsagnarkennda “Silver Ghost” bíls en það var fyrst á honum sem vængjaða konan birtist á húddinu. Verkfræðingurinn Henry Royce smíðaði sinn fyrsta bíl árið 1904 og svo hrifinn var sölumaðurinn Charles Rolls að þeir tveir tóku saman höndum og stofnuðu þetta fræga lúxusbílamerki. Fyrsti sameiginlegi bíll þeirra var svo sýndur í París á Paris Motor Show sýningunni og árið 1907 voru þeir búnir að smíða bíl sem almennt var talinn besti bíll heims, “Silver Ghost”. Myndskeiðið hér að ofan er harla óvenjulegt og þar er þrívíddartækni beitt óspart og grafíkin með afar listrænum hætti. Ekki skaðar svo íðilfögur rödd Kate Winslet undir herlegheitunum. Rolls Royce ætlar að gefa út nokkur myndskeið þar sem farið verður yfir sögu fyrirtækisins allt fram að kynningu nýs Phantom bíls árið 2018, en hann á að setja nýtt viðmið fyrir lúxusbíla heimsins.
Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent