McLaren smíðar tíuþúsundasta götubílinn Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2016 10:02 Tíuþúsundasta bílnum fagnað í vikunni. Síðan breski sportbílaframleiðandinn McLaren snéri sér að smíði götubíla, ekki eingöngu keppnisökubíla, fyrir fimm árum síðan hefur fyrirtækinu tekist að smíða 10.000 bíla. Sá tíuþúsundasti rann af færibandinu í þessari viku og var hann af gerðinni McLaren 570S og grár á lit. Mikill stígandi er í fjöldaframleiðslu McLaren en það tók fyrstu 42 mánuðina að ná 5.000 bílum en aðeins 22 mánuði að ná næstu 5.000 bílum. Í fyrra smíðaði McLaren 1.654 bíla en í ár stefnir í smíði 3.000 bíla. McLaren er við það að ná Lamborghini í fjölda smíðaðra bíla á ári en Lamborghini smíðaði 3.245 bíla í fyrra. Ferrari stefnir að því að ná 9.000 bíla smíði árið 2019 og því er langt í að McLaren nái fjöldanum hjá Ferrari í flokki ofurbíla. Tíuþúsundasta bílinn, McLaren 570S bílinn ætlar McLaren að eiga sjálft og geyma á safni sínu, “Heritage Collection”. Bílarnir McLaren 540C, 570S og 570GT hafa aldeilis hafa aldeilis keyrt upp sölu McLaren bíla á síðustu árum og eiga stærstan þáttinn í þessari auknu framleiðslu. Hefur McLaren bætt við framleiðslulínu sína fyrir þá bíla úr 10 í 20 bíla á dag. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent
Síðan breski sportbílaframleiðandinn McLaren snéri sér að smíði götubíla, ekki eingöngu keppnisökubíla, fyrir fimm árum síðan hefur fyrirtækinu tekist að smíða 10.000 bíla. Sá tíuþúsundasti rann af færibandinu í þessari viku og var hann af gerðinni McLaren 570S og grár á lit. Mikill stígandi er í fjöldaframleiðslu McLaren en það tók fyrstu 42 mánuðina að ná 5.000 bílum en aðeins 22 mánuði að ná næstu 5.000 bílum. Í fyrra smíðaði McLaren 1.654 bíla en í ár stefnir í smíði 3.000 bíla. McLaren er við það að ná Lamborghini í fjölda smíðaðra bíla á ári en Lamborghini smíðaði 3.245 bíla í fyrra. Ferrari stefnir að því að ná 9.000 bíla smíði árið 2019 og því er langt í að McLaren nái fjöldanum hjá Ferrari í flokki ofurbíla. Tíuþúsundasta bílinn, McLaren 570S bílinn ætlar McLaren að eiga sjálft og geyma á safni sínu, “Heritage Collection”. Bílarnir McLaren 540C, 570S og 570GT hafa aldeilis hafa aldeilis keyrt upp sölu McLaren bíla á síðustu árum og eiga stærstan þáttinn í þessari auknu framleiðslu. Hefur McLaren bætt við framleiðslulínu sína fyrir þá bíla úr 10 í 20 bíla á dag.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent