Bein útsending: Þjóðin sameinast í söng klukkan 11:15 Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. desember 2016 11:00 Samsöngur í Laugarnesskóla. Vísir Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Að venju verður efnt til þjóðarsamsöngs klukkan 11:15, en þá verður þremur lögum útvarpað á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Lögin eru Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra föðurland og Sautján þúsund sólargeislar úr Bláa hnettinum. „Fyrri tvö lögin þekkir þjóðin vel, það þriðja er nýtt, en undurfagurt,“ segir á vef Dags íslenskrar tónlistar en myndband með lögunum, sem og textana, má finna hér að neðan. Þjóðarsamsöngurinn hefst sem fyrr segir klukkan 11:15 og útvarpað verður frá Hörpu. Hlusta má á útsendingu Bylgjunnar frá samsöngnum hér að neðan, sem og texta og upptökur af lögunum. Sautjánþúsund sólargeislar Á hoppudjúpum himni stjörnur stukku en stráðust burt með feimnum kinna-roða er sólin sjálf hóf bjartan dag að boða með barmafylli af morgungeisla lukku. Þá undur lífsins reis og fór á fætur og furður heimsins dönsuðu í ljósi þess hlýja dags er umvafði mig hrósi með hlátrasköllum fram til næstu nætur. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Svo eina nótt þá brást mér sólin bjarta því blíðust morgunstund varð aldrei rauð sól sökk í hafið, drukknaði, var dauð og drottnað hefur síðan nóttin svarta. Nú hvorki tungl né skærar stjörnur skína því skýin hafa himin tekið yfir svo varla nokkurt strá hér lengur lifir. Brátt lífið deyr ef ekki fer að hlýna. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Vísur Vatnsenda-Rósu Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bara hann. Þig ég trega manna mest, mædd af táraflóði. Ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Hver á sér fegra föðurland Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún uni grandvör, farsæl, fróð og frjáls - við ysta haf. Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Að venju verður efnt til þjóðarsamsöngs klukkan 11:15, en þá verður þremur lögum útvarpað á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Lögin eru Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra föðurland og Sautján þúsund sólargeislar úr Bláa hnettinum. „Fyrri tvö lögin þekkir þjóðin vel, það þriðja er nýtt, en undurfagurt,“ segir á vef Dags íslenskrar tónlistar en myndband með lögunum, sem og textana, má finna hér að neðan. Þjóðarsamsöngurinn hefst sem fyrr segir klukkan 11:15 og útvarpað verður frá Hörpu. Hlusta má á útsendingu Bylgjunnar frá samsöngnum hér að neðan, sem og texta og upptökur af lögunum. Sautjánþúsund sólargeislar Á hoppudjúpum himni stjörnur stukku en stráðust burt með feimnum kinna-roða er sólin sjálf hóf bjartan dag að boða með barmafylli af morgungeisla lukku. Þá undur lífsins reis og fór á fætur og furður heimsins dönsuðu í ljósi þess hlýja dags er umvafði mig hrósi með hlátrasköllum fram til næstu nætur. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Svo eina nótt þá brást mér sólin bjarta því blíðust morgunstund varð aldrei rauð sól sökk í hafið, drukknaði, var dauð og drottnað hefur síðan nóttin svarta. Nú hvorki tungl né skærar stjörnur skína því skýin hafa himin tekið yfir svo varla nokkurt strá hér lengur lifir. Brátt lífið deyr ef ekki fer að hlýna. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Vísur Vatnsenda-Rósu Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bara hann. Þig ég trega manna mest, mædd af táraflóði. Ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Hver á sér fegra föðurland Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún uni grandvör, farsæl, fróð og frjáls - við ysta haf. Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð.
Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira