Sushisamba má ekki heita Sushisamba Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 16:47 Sushisamba í Þingholtsstræti má ekki heita Sushisamba samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í dag. vísir/getty Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda frá því í september 2014 þess efnis að veitingastaðurinn Sushisamba megi heita Sushisamba en eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum hér á landi þar sem þeir telja sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba. Á það hefur Hæstiréttur nú fallist en bæði áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda sem og Héraðsdómur Reykjavíkur höfðu úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil. Samba LLC rekur veitingastaði undir nafni Sushisamba víða um heim og hefur einkaleyfi á því. Fyrirtækið benti áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda meðal annars á að erlendur dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushisamba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushisamba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushisamba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni.Héraðsdómur taldi að sama skapi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum. Í reifun á dómi Hæstaréttar í málinu nú kemur fram að Samba LLC hafi ekki sýnt fram á að vörumerkið Sushisamba hefði verið „alþekkt“ hér á landi í skilningi laga um vörumerki. Hins vegar hafi fyrirtækið sannað að eigendur íslenska veitingastaðarins hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins þegar þeir fengu vörumerkið skráð hér árið 2011 og verið í vondri trú samkvæmt lögum um vörumerki. „Við það mat þótti ekki skipta máli þótt tilgangur S ehf. með skráningunni hefði ekki eingöngu verið að hindra aðgang S LLC að markaðnum eða hagnast fjárhagslega á því, þar sem í skráningunni hefði í raun falist hindrun fyrir S LLC á því að opna veitingastað hér á landi undir eigin vörumerki. Í því sambandi var einnig litið til þeirrar víðtæku lagalegu verndar sem S LLC hafði aflað vörumerki sínu. Var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar því felldur úr gildi, svo og skráning vörumerkisins hér á landi. Þá var S ehf. jafnframt gert að greiða S LLC endurgjald að fjárhæð 1.500.000 krónur fyrir hagnýtingu merkisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. laga nr. 45/1997, auk þess sem viðurkennt var að S ehf. væri óheimilt að nota vörumerkið í veitingarekstri sínum,“ segir í reifun dóms Hæstaréttar en dóminn í heild sinni má sjá hér. Tengdar fréttir Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50 Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda frá því í september 2014 þess efnis að veitingastaðurinn Sushisamba megi heita Sushisamba en eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum hér á landi þar sem þeir telja sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba. Á það hefur Hæstiréttur nú fallist en bæði áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda sem og Héraðsdómur Reykjavíkur höfðu úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil. Samba LLC rekur veitingastaði undir nafni Sushisamba víða um heim og hefur einkaleyfi á því. Fyrirtækið benti áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda meðal annars á að erlendur dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushisamba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushisamba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushisamba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni.Héraðsdómur taldi að sama skapi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum. Í reifun á dómi Hæstaréttar í málinu nú kemur fram að Samba LLC hafi ekki sýnt fram á að vörumerkið Sushisamba hefði verið „alþekkt“ hér á landi í skilningi laga um vörumerki. Hins vegar hafi fyrirtækið sannað að eigendur íslenska veitingastaðarins hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins þegar þeir fengu vörumerkið skráð hér árið 2011 og verið í vondri trú samkvæmt lögum um vörumerki. „Við það mat þótti ekki skipta máli þótt tilgangur S ehf. með skráningunni hefði ekki eingöngu verið að hindra aðgang S LLC að markaðnum eða hagnast fjárhagslega á því, þar sem í skráningunni hefði í raun falist hindrun fyrir S LLC á því að opna veitingastað hér á landi undir eigin vörumerki. Í því sambandi var einnig litið til þeirrar víðtæku lagalegu verndar sem S LLC hafði aflað vörumerki sínu. Var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar því felldur úr gildi, svo og skráning vörumerkisins hér á landi. Þá var S ehf. jafnframt gert að greiða S LLC endurgjald að fjárhæð 1.500.000 krónur fyrir hagnýtingu merkisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. laga nr. 45/1997, auk þess sem viðurkennt var að S ehf. væri óheimilt að nota vörumerkið í veitingarekstri sínum,“ segir í reifun dóms Hæstaréttar en dóminn í heild sinni má sjá hér.
Tengdar fréttir Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50 Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50
Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40