Voru í vondri trú þegar þeir fengu Sushisamba skráð Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2016 18:30 Eigendur veitingastaðarins Sushisamba voru í vondri trú í skilningi laga um vörumerki þegar þeir fengu nafnið Sushisamba skráð hjá Einkaleyfastofu. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands. Samba LLC hefur rekið veitingastaði undir vörumerkinu sushisamba í Bandaríkjunum frá síðustu aldamótum. Fyrirtækið rak staði undir sama nafni í ýmsum öðrum löndum þegar Sushisamba ehf. fékk vörumerkið skráð hér á landið árið 2011 í flokki veitingaþjónustu. Samba LLC höfðaði mál gegn Sushisamba ehf. til að gæta hagsmuna sinna en áður hafði félagið reynt að fá skráninguna fellda úr gildi hjá Einkaleyfastofu. Áður en Hæstiréttur Íslands kvað upp sinn dóm í gær hafði málið tapast fyrir héraði og fyrir áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Samba LLC hafi sannað með óyggjandi hætti að Sushisamba á Íslandi hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins Sushisamba þegar fyrirtækið fékk merkið skráð hér á landi og verið í „vondri trú“ í skilningi laga um vörumerki. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „Vörumerkið sushisamba er orðmerki og er merkja- og þjónustulíking vörumerkja aðila því alger. Þá verður ekki horft fram hjá því að við samanburð á inngangstexta að matseðlum málsaðila um uppruna matargerðarinnar, sem sé að rekja til þess þegar þúsundir Japana hafi flust til Suður-Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, er orðalag sláandi líkt.“ Þegar textinn á matseðli Sushisamba í Bandaríkjunum er borinn saman við textann á Sushisamba á Íslandi og fjallað er um í dómi Hæstaréttar sést að orðalag er næstum því nákvæmlega eins. Skráning Sushisamba verður afmáð hjá Einkaleyfastofu og fyrirtækinu er gert að skipta um nafn og vörumerki. Þá þarf fyrirtækið að greiða Samba LLC eina og hálfa milljón króna í bætur fyrir hagnýtingu á hugverkaréttindum bandaríska fyrirtækisins og tvær milljónr króna í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fleiri fréttir Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Sushisamba voru í vondri trú í skilningi laga um vörumerki þegar þeir fengu nafnið Sushisamba skráð hjá Einkaleyfastofu. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands. Samba LLC hefur rekið veitingastaði undir vörumerkinu sushisamba í Bandaríkjunum frá síðustu aldamótum. Fyrirtækið rak staði undir sama nafni í ýmsum öðrum löndum þegar Sushisamba ehf. fékk vörumerkið skráð hér á landið árið 2011 í flokki veitingaþjónustu. Samba LLC höfðaði mál gegn Sushisamba ehf. til að gæta hagsmuna sinna en áður hafði félagið reynt að fá skráninguna fellda úr gildi hjá Einkaleyfastofu. Áður en Hæstiréttur Íslands kvað upp sinn dóm í gær hafði málið tapast fyrir héraði og fyrir áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Samba LLC hafi sannað með óyggjandi hætti að Sushisamba á Íslandi hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins Sushisamba þegar fyrirtækið fékk merkið skráð hér á landi og verið í „vondri trú“ í skilningi laga um vörumerki. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „Vörumerkið sushisamba er orðmerki og er merkja- og þjónustulíking vörumerkja aðila því alger. Þá verður ekki horft fram hjá því að við samanburð á inngangstexta að matseðlum málsaðila um uppruna matargerðarinnar, sem sé að rekja til þess þegar þúsundir Japana hafi flust til Suður-Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, er orðalag sláandi líkt.“ Þegar textinn á matseðli Sushisamba í Bandaríkjunum er borinn saman við textann á Sushisamba á Íslandi og fjallað er um í dómi Hæstaréttar sést að orðalag er næstum því nákvæmlega eins. Skráning Sushisamba verður afmáð hjá Einkaleyfastofu og fyrirtækinu er gert að skipta um nafn og vörumerki. Þá þarf fyrirtækið að greiða Samba LLC eina og hálfa milljón króna í bætur fyrir hagnýtingu á hugverkaréttindum bandaríska fyrirtækisins og tvær milljónr króna í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti.
Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fleiri fréttir Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sjá meira