Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. desember 2016 16:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið nú fyrir stundu. Þetta kom fram í máli Guðna að loknum fundi hans með Birgittu á Bessastöðum sem hófst klukkan fjögur. Birgitta er þriðji stjórnmálamaðurinn sem fær umboðið en áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fengið umboðið án þess að hafa tekist að mynda ríkisstjórn. Guðni sagði við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag að á fundum hans með formönnum og fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi hefði hann leitað álits á því hvaða möguleikar væru til myndunar ríkisstjórnar. Þá hefði hann jafnframt leitað eftir hver ætti nú að fá stjórnarmyndunarumboðið en síðan Katrín skilaði því fyrir rúmri viku hefur enginn haft umboðið. Forsetinn sagði að ekki hefði legið skýrt fyrir þá hver ætti að fá það næst og hann hefði því ákveðið og bíða og sjá hvort eitthvað myndi gerast enda væru fordæmi fyrir slíku, en í kjölfarið á fundum hans með forystufólki flokkanna í dag hafi hann ákveðið að kalla Birgittu á sinn fund og fela henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Guðni lagði síðan áherslu á það að þó að rúmur mánuður væri liðinn frá kosningum til Alþingis þá væri engin þörf á óðagoti við stjórnarmyndun. Þó sagði að hann myndi vilja fá að vita það upp úr helgi hvernig menn ætli að haga væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum svo menn geti séð hver næstu skref verði. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið nú fyrir stundu. Þetta kom fram í máli Guðna að loknum fundi hans með Birgittu á Bessastöðum sem hófst klukkan fjögur. Birgitta er þriðji stjórnmálamaðurinn sem fær umboðið en áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fengið umboðið án þess að hafa tekist að mynda ríkisstjórn. Guðni sagði við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag að á fundum hans með formönnum og fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi hefði hann leitað álits á því hvaða möguleikar væru til myndunar ríkisstjórnar. Þá hefði hann jafnframt leitað eftir hver ætti nú að fá stjórnarmyndunarumboðið en síðan Katrín skilaði því fyrir rúmri viku hefur enginn haft umboðið. Forsetinn sagði að ekki hefði legið skýrt fyrir þá hver ætti að fá það næst og hann hefði því ákveðið og bíða og sjá hvort eitthvað myndi gerast enda væru fordæmi fyrir slíku, en í kjölfarið á fundum hans með forystufólki flokkanna í dag hafi hann ákveðið að kalla Birgittu á sinn fund og fela henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Guðni lagði síðan áherslu á það að þó að rúmur mánuður væri liðinn frá kosningum til Alþingis þá væri engin þörf á óðagoti við stjórnarmyndun. Þó sagði að hann myndi vilja fá að vita það upp úr helgi hvernig menn ætli að haga væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum svo menn geti séð hver næstu skref verði.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Sjá meira
Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31
Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00