Gáfu lag til að gera heiminn betri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 11:15 Gosar og Prins Póló í góðu jólastuði. Það er geggjað að fá svona frábært jólalag að gjöf,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Unicef á Íslandi. „Lagið mun veita okkur ómetanlega hjálp við að vekja athygli á sönnum gjöfum. Hægt er að hlusta á það og horfa á myndbandið við það á vefnum sannargjafir.is þar sem fólk getur keypt gjafabréf og gefið hvert öðru í jólagjöf. Hvert gjafabréf gefur hjálpargögn fyrir börn, svo sem námsgögn, hlý teppi og moskítónet. Þannig gera sannar gjafir fólki kleift að rétta hjálparhönd á einfaldan og skemmtilegan hátt.“ Sigríður segir sannar gjafir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi, ekki síst fyrir jólin, og nú leggi Prins Póló og hljómsveitin Gosar sitt af mörkum til að benda enn fleirum á þennan skemmtilega möguleika og gera heiminn betri. Í myndbandinu sem fylgir laginu koma meðal annars fyrir ofskreytt jólatré, jólaskreyttur Valdimar og tónlistarmenn að smakka vítamínbætt jarðhnetumauk í ískulda. „Við erum himinlifandi með lagið og myndbandið og þetta hlýja og góða framtak,“ segir Sigríður. „Lagið kemur manni síðan beint í jólaskapið!“ Hér er lagið tekið úti á götu. Þetta segir svo listamaðurinn Prins Póló um gerð lagsins Jólakveðju. Rétt fyrir síðustu jól greip mig gríðarleg jólastemning. Þar sem ég stóð inni í stofunni heima var eins og andi jólanna ætlaði að bera mig ofurliði. Ég staulaðist inn í svefnherbergi og greip með mér lítið Casio-hljómborð. Ég settist á rúmstokkinn og á skömmum tíma vall upp úr mér lítið jólalag. Ég stakk laginu ofan í skúffu þar til nú í haust þegar ég dustaði af því rykið. Þegar Gosarnir, þeir Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason, Teitur Magnússon og Jón Mýrdal, heimsóttu okkur fjölskylduna í sveitina um daginn þá var ég langt kominn með að hljóðrita lagið og fékk ég því drengina til að leggja raddir sínar og gítarþukl ofan á upptökuna. Því næst sendi ég lagið í hljóðblöndun til Axels Árnasonar. Þegar ég fékk lagið aftur í hendurnar velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera við það og í anda boðskapar lagsins ákvað ég að gefa Unicef það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016. Lífið Mest lesið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Það er geggjað að fá svona frábært jólalag að gjöf,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Unicef á Íslandi. „Lagið mun veita okkur ómetanlega hjálp við að vekja athygli á sönnum gjöfum. Hægt er að hlusta á það og horfa á myndbandið við það á vefnum sannargjafir.is þar sem fólk getur keypt gjafabréf og gefið hvert öðru í jólagjöf. Hvert gjafabréf gefur hjálpargögn fyrir börn, svo sem námsgögn, hlý teppi og moskítónet. Þannig gera sannar gjafir fólki kleift að rétta hjálparhönd á einfaldan og skemmtilegan hátt.“ Sigríður segir sannar gjafir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi, ekki síst fyrir jólin, og nú leggi Prins Póló og hljómsveitin Gosar sitt af mörkum til að benda enn fleirum á þennan skemmtilega möguleika og gera heiminn betri. Í myndbandinu sem fylgir laginu koma meðal annars fyrir ofskreytt jólatré, jólaskreyttur Valdimar og tónlistarmenn að smakka vítamínbætt jarðhnetumauk í ískulda. „Við erum himinlifandi með lagið og myndbandið og þetta hlýja og góða framtak,“ segir Sigríður. „Lagið kemur manni síðan beint í jólaskapið!“ Hér er lagið tekið úti á götu. Þetta segir svo listamaðurinn Prins Póló um gerð lagsins Jólakveðju. Rétt fyrir síðustu jól greip mig gríðarleg jólastemning. Þar sem ég stóð inni í stofunni heima var eins og andi jólanna ætlaði að bera mig ofurliði. Ég staulaðist inn í svefnherbergi og greip með mér lítið Casio-hljómborð. Ég settist á rúmstokkinn og á skömmum tíma vall upp úr mér lítið jólalag. Ég stakk laginu ofan í skúffu þar til nú í haust þegar ég dustaði af því rykið. Þegar Gosarnir, þeir Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason, Teitur Magnússon og Jón Mýrdal, heimsóttu okkur fjölskylduna í sveitina um daginn þá var ég langt kominn með að hljóðrita lagið og fékk ég því drengina til að leggja raddir sínar og gítarþukl ofan á upptökuna. Því næst sendi ég lagið í hljóðblöndun til Axels Árnasonar. Þegar ég fékk lagið aftur í hendurnar velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera við það og í anda boðskapar lagsins ákvað ég að gefa Unicef það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016.
Lífið Mest lesið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“