10 áreiðanlegustu bílarnir vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2016 09:49 Toyota Prius er áreiðanlegasti bíllinn sem seldur er í Bandaríkjunum. Árlega birtir Consumer Reports lista yfir áreiðanleika þeirra bíla sem seldir eru í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hafa japanskir bílar, einna helst framleiddir af Toyota eða Lexus verið áberandi í efstu sætum listans og engin undantekning er á því í ár. Efstur á blaði er Toyota Prius opg Lexus CT-200 þar á eftir. Næstu 8 bílar þar á eftir eru Infinity Q70, Audi Q3, Lexus GX jeppinn, Lexus GS fólksbíllinn, Mercedes Benz GLC, Chevrolet Cruze, Audi Q7 jeppinn og Toyota 4Runner, sem einnig er jeppi. Því eru 5 bílar af efstu 10 bílar framleiddir af Toyota eða lúxusbíladeild þeirra, Lexus. Aðeins einn bíll er frá bandarískum bílaframleiðanda, þ.e. Chevrolet Cruze. Þýskir bílaframleiðendur eiga 3 fulltrúa en japanskir alls 6. Í könnun Consumer Reports eru bílarnir vegnir með tilliti til 17 þátta sem áberandi eru hvað bilanir varða í bílum og kannar Consumer Reports bílana sjálfir en einnig eru upplýsingar fengnir frá eigendum bíla í Bandaríkjunum. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent
Árlega birtir Consumer Reports lista yfir áreiðanleika þeirra bíla sem seldir eru í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hafa japanskir bílar, einna helst framleiddir af Toyota eða Lexus verið áberandi í efstu sætum listans og engin undantekning er á því í ár. Efstur á blaði er Toyota Prius opg Lexus CT-200 þar á eftir. Næstu 8 bílar þar á eftir eru Infinity Q70, Audi Q3, Lexus GX jeppinn, Lexus GS fólksbíllinn, Mercedes Benz GLC, Chevrolet Cruze, Audi Q7 jeppinn og Toyota 4Runner, sem einnig er jeppi. Því eru 5 bílar af efstu 10 bílar framleiddir af Toyota eða lúxusbíladeild þeirra, Lexus. Aðeins einn bíll er frá bandarískum bílaframleiðanda, þ.e. Chevrolet Cruze. Þýskir bílaframleiðendur eiga 3 fulltrúa en japanskir alls 6. Í könnun Consumer Reports eru bílarnir vegnir með tilliti til 17 þátta sem áberandi eru hvað bilanir varða í bílum og kannar Consumer Reports bílana sjálfir en einnig eru upplýsingar fengnir frá eigendum bíla í Bandaríkjunum.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent