Slegið á frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2016 07:00 Desember er genginn í garð, mánuðurinn sem hnýtir rauða og gullbryddaða velúrslaufu aftan á árið. Allur lax er graflax og öll borð eru hlaðborð. Meðlimir Baggalúts snúa aftur á vinnumarkaðinn eftir ellefu mánaða hlé. En desember markar líka lok hins hefðbundna haustmisseris í skólum. Um þessar mundir drjúpa glitrandi svitaperlur af náfölu enni og niður á efri vör skjálfandi námsmanna og samanherpt kló rígheldur um blýantinn og það er próf á morgun og jólin eru ljósár í burtu. Nú í kringum hátíðarnar er þráðurinn því stuttur. Aldrei er jafn grunnt á annarlegum kenndum og löstum mannskepnunnar. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um undirritaða. Ég er verst haldin af öllum vanköntum persónu minnar í desember, þegar mest er að gera og tíminn naumastur. Þannig finn ég mér iðulega borð á Þjóðarbókhlöðunni og tólf mandarínum síðar hef ég engu komið í verk. Ég ryð nefnilega frekar öllu á undan mér þangað til ég hef hlaðið ógnarstóran haug af erindum, verkefnum og skyldum sem ógjörningur er að vinna úr á fullnægjandi hátt. Ég geri ekkert fyrr en ég stend með tærnar fram af hengifluginu og hnífsoddinn milli herðablaðanna og skila þá meðalgóðri ritgerð, sem skrifuð er á einum degi í koffínvímu, og fer svo og kaupi stórkostlega vanhugsaða jólagjöf handa mömmu minni vegna þess að það er strax komin Þorláksmessa. Ég veit að ég stend ekki ein í þessari eilífðarglímu við frestunaráráttuna. Við vitum öll að dimmum aðventukvöldum er töluvert betur varið í kleinur og danskan jólabjór en próflestur. Það er nefnilega oftast, á einhvern ótrúlegan hátt, nægur tími til stefnu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun
Desember er genginn í garð, mánuðurinn sem hnýtir rauða og gullbryddaða velúrslaufu aftan á árið. Allur lax er graflax og öll borð eru hlaðborð. Meðlimir Baggalúts snúa aftur á vinnumarkaðinn eftir ellefu mánaða hlé. En desember markar líka lok hins hefðbundna haustmisseris í skólum. Um þessar mundir drjúpa glitrandi svitaperlur af náfölu enni og niður á efri vör skjálfandi námsmanna og samanherpt kló rígheldur um blýantinn og það er próf á morgun og jólin eru ljósár í burtu. Nú í kringum hátíðarnar er þráðurinn því stuttur. Aldrei er jafn grunnt á annarlegum kenndum og löstum mannskepnunnar. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um undirritaða. Ég er verst haldin af öllum vanköntum persónu minnar í desember, þegar mest er að gera og tíminn naumastur. Þannig finn ég mér iðulega borð á Þjóðarbókhlöðunni og tólf mandarínum síðar hef ég engu komið í verk. Ég ryð nefnilega frekar öllu á undan mér þangað til ég hef hlaðið ógnarstóran haug af erindum, verkefnum og skyldum sem ógjörningur er að vinna úr á fullnægjandi hátt. Ég geri ekkert fyrr en ég stend með tærnar fram af hengifluginu og hnífsoddinn milli herðablaðanna og skila þá meðalgóðri ritgerð, sem skrifuð er á einum degi í koffínvímu, og fer svo og kaupi stórkostlega vanhugsaða jólagjöf handa mömmu minni vegna þess að það er strax komin Þorláksmessa. Ég veit að ég stend ekki ein í þessari eilífðarglímu við frestunaráráttuna. Við vitum öll að dimmum aðventukvöldum er töluvert betur varið í kleinur og danskan jólabjór en próflestur. Það er nefnilega oftast, á einhvern ótrúlegan hátt, nægur tími til stefnu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.