Hömlulausar listasmiðjur ungmenna á Akureyri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2016 11:00 Kjartan er verkefnastjóri menningarmála í Ungmennahúsinu Rósenberg og á myndinni á veggnum er samstarfsmaður hans Jóhann Malmquist. „Hömlulaus 2016 er yfirskrift fimm daga listasmiðja undir handleiðslu starfandi akureyskra listamanna. Þær eru í Ungmennahúsinu Rósenberg við Skólastíg 2 og þar gefst fólki á aldrinum 15 til 25 ára kostur á að efla færni og hugmyndasköpun,“ segir Kjartan Sigtryggsson, verkefnastjóri menningarmála í Rósenberg. Hann lýsir dagskránni nánar. „Fatahönnunarsmiðja er í höndum Anítu Hirlekar. Hún leiðir þátttakendur í gegnum ferlið frá skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar og gefur hugmyndir um endurnýtingu. Leiklistarnámskeið er í umsjón Birnu Pétursdóttur sem vinnur með sögur úr lífi og reynsluheimi þeirra sem taka þátt og úr verður handrit og vídeó. Myndlistarsmiðja er í umsjón Earls James Cistam. Hann tekur fyrir samspil forms og lita og leggur áherslu á tjáningu og að virkja hugmyndaflug þátttakenda. Raftónlistarsmiðja er í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) sem kennir uppbyggingu trommutakta, almenna notkun hljóðgervla og hvernig nota má hljóðbúta úr ýmsum áttum á skapandi hátt. Kjartan segir þetta í annað sinn sem svona listasmiðjur eru í boði í húsinu. Hið fyrra var 2014. „Ég veit tímasetningin sé ekki sú besta núna því prófatíð stendur yfir,“ segir hann. „En þetta er þjónusta sem við erum að bjóða ungu fólki á svæðinu og það er frítt að taka þátt. Leiðbeinendurnir Aníta, Birna og Siggi lærðu öll í London og Earl James Cistam í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þau eru öll flink, hvert á sínu sviði.“ Smiðjurnar standa yfir í Rósenberg frá klukkan 16 til 20 virka daga og laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 17.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember 2016. Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira
„Hömlulaus 2016 er yfirskrift fimm daga listasmiðja undir handleiðslu starfandi akureyskra listamanna. Þær eru í Ungmennahúsinu Rósenberg við Skólastíg 2 og þar gefst fólki á aldrinum 15 til 25 ára kostur á að efla færni og hugmyndasköpun,“ segir Kjartan Sigtryggsson, verkefnastjóri menningarmála í Rósenberg. Hann lýsir dagskránni nánar. „Fatahönnunarsmiðja er í höndum Anítu Hirlekar. Hún leiðir þátttakendur í gegnum ferlið frá skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar og gefur hugmyndir um endurnýtingu. Leiklistarnámskeið er í umsjón Birnu Pétursdóttur sem vinnur með sögur úr lífi og reynsluheimi þeirra sem taka þátt og úr verður handrit og vídeó. Myndlistarsmiðja er í umsjón Earls James Cistam. Hann tekur fyrir samspil forms og lita og leggur áherslu á tjáningu og að virkja hugmyndaflug þátttakenda. Raftónlistarsmiðja er í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) sem kennir uppbyggingu trommutakta, almenna notkun hljóðgervla og hvernig nota má hljóðbúta úr ýmsum áttum á skapandi hátt. Kjartan segir þetta í annað sinn sem svona listasmiðjur eru í boði í húsinu. Hið fyrra var 2014. „Ég veit tímasetningin sé ekki sú besta núna því prófatíð stendur yfir,“ segir hann. „En þetta er þjónusta sem við erum að bjóða ungu fólki á svæðinu og það er frítt að taka þátt. Leiðbeinendurnir Aníta, Birna og Siggi lærðu öll í London og Earl James Cistam í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þau eru öll flink, hvert á sínu sviði.“ Smiðjurnar standa yfir í Rósenberg frá klukkan 16 til 20 virka daga og laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 17.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember 2016.
Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira