París, Madrid, Aþena og Mexico City banna dísilbíla árið 2025 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 10:45 Mengun í París. Í mörgum borgum heimsins eru uppi áform um að banna dísilbíla með öllu og nú hafa borgarstjórnir fjögurra höfuðborga heimsins tilkynnt um blátt bann við þeim árið 2025. Það eru París, Madrid, Aþena og Mexico City og lýstu því yfir á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Mexico City í vikunni. Sömu áform eru uppi í Hollandi og því gætu dísilbílar einnig verið bannaðir þar með öllu á sama tíma. Á ráðstefnunni voru bílaframleiðendur heims hvattir til að hætta framleiðslu dísilbíla fyrir árið 2025. Talið er að milljónir manns deyi á ári hverju í heiminum af völdum mengunar frá bílum og víða í þéttbýlum borgum heims er ástandið grafalvarlegt. Mengun dísilbíla er miklu meiri en af bensínbílum vegna sótmengunar þeirra (NOx) og vaxandi krafa er um að dísilbílum verði útrýmt. En það gerist þó ekki snarhendis og því er mikilvægt að hafa tímasetta markmiðasetningu um brotthvarf þeirra og það hafa borgarstjórnir þessara fjögurra borga nú gert. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent
Í mörgum borgum heimsins eru uppi áform um að banna dísilbíla með öllu og nú hafa borgarstjórnir fjögurra höfuðborga heimsins tilkynnt um blátt bann við þeim árið 2025. Það eru París, Madrid, Aþena og Mexico City og lýstu því yfir á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Mexico City í vikunni. Sömu áform eru uppi í Hollandi og því gætu dísilbílar einnig verið bannaðir þar með öllu á sama tíma. Á ráðstefnunni voru bílaframleiðendur heims hvattir til að hætta framleiðslu dísilbíla fyrir árið 2025. Talið er að milljónir manns deyi á ári hverju í heiminum af völdum mengunar frá bílum og víða í þéttbýlum borgum heims er ástandið grafalvarlegt. Mengun dísilbíla er miklu meiri en af bensínbílum vegna sótmengunar þeirra (NOx) og vaxandi krafa er um að dísilbílum verði útrýmt. En það gerist þó ekki snarhendis og því er mikilvægt að hafa tímasetta markmiðasetningu um brotthvarf þeirra og það hafa borgarstjórnir þessara fjögurra borga nú gert.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent