Porto og Sevilla síðustu liðin inn í sextán liða úrslitin | Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 22:00 Gonzalo Higuaín fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty Porto frá Portúgal og Sevilla frá Spáni voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Borussia Dortmund og Juventus tryggðu sér toppsætið í sínum riðlum.Juventus tryggði sér toppsætið í H-riðli eftir 2-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Mörkin komu bæði í seinni hálfleik. Gonzalo Higuaín skoraði fyrra markið en Daniele Rugani skoraði það síðara eftir sendingu frá Miralem Pjanic. Sevilla nægði jafntefli á útivelli á móti Lyon til að komast í sextán liða úrslitin og markalaust jafntefli urðu úrslitin í Frakklandi.Porto tryggði sér annað sætið í G-riðli eftir 5-0 stórsigur á Englandsmeisturum Leicester City en Leicester var búið að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn. FC Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Club Brugge á útivelli og átti möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum en aðeins ef Porto tapaði stigum. Það kom fljótlega í ljós að Leicester var ekki að fara gera neitt af viti í Portúgal í kvöld.Varamaðurinn Marco Reus skoraði jöfnunarmark Borussia Dortmund tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu ekki aðeins 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu heldur einnig toppsæti riðilsins. Legia Warsjá fer í Evrópudeildina eftir 1-0 heimasigur á portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon sem situr eftir með sárt ennið. Guilherme var hetja pólska liðsins.Bayer Leverkusen vann 3-0 stórsigur á toppliði Mónakó en það skipti ekki máli því franska liðið var búið að vinna riðilinn fyrir lokaumferðina. Tottenham þurfti að vinna CSKA Moskvu til þess að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar og það tókst eftir smá bras í byrjun þar sem Rússarnir komust í 1-0. Tottenham svaraði með þremur mörkum og vann sinn fyrsta Evrópusigur á Wembley á tímabilinu.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Mónakó 3-0 1-0 Vladlen Yurchenko (30.), 2-0 Julian Brandt (48.), 3-0 Sjálfsmark Morgan De Sanctis (82.)Tottenham - CSKA Moskva 3-1 0-1 Alan Dzagoev (33.), 1-1 Dele Alli (38.), 2-1 Harry Kane (45.), 3-1 Sjálfsmark Igor Akinfeev (77.).F-riðillLegia Warsjá - Sporting 1-0 1-0 Guilherme (30.)Real Madrid - Borussia Dortmund 2-2 1-0 Karim Benzema (28.), 2-0 Karim Benzema (53.), 2-1 Pierre-Emerik Aubameyang (61.), 2-2 Marco Reus (88.).G-riðillClub Brugge - FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Sjálfsmark Brandon Mechele (8.), 0-2 Mathias Jørgensen (15.)Porto - Leicester 5-0 1-0 André Silva (6.), 2-0 Jesús Corona (26.), 3-0 Yacine Brahimi (44.), 4-0 André Silva (64.), 5-0 Jota (77.)H-riðillJuventus - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (52.), 2-0 Daniele Rugani (73.)Lyon - Sevilla 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira
Porto frá Portúgal og Sevilla frá Spáni voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Borussia Dortmund og Juventus tryggðu sér toppsætið í sínum riðlum.Juventus tryggði sér toppsætið í H-riðli eftir 2-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Mörkin komu bæði í seinni hálfleik. Gonzalo Higuaín skoraði fyrra markið en Daniele Rugani skoraði það síðara eftir sendingu frá Miralem Pjanic. Sevilla nægði jafntefli á útivelli á móti Lyon til að komast í sextán liða úrslitin og markalaust jafntefli urðu úrslitin í Frakklandi.Porto tryggði sér annað sætið í G-riðli eftir 5-0 stórsigur á Englandsmeisturum Leicester City en Leicester var búið að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn. FC Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Club Brugge á útivelli og átti möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum en aðeins ef Porto tapaði stigum. Það kom fljótlega í ljós að Leicester var ekki að fara gera neitt af viti í Portúgal í kvöld.Varamaðurinn Marco Reus skoraði jöfnunarmark Borussia Dortmund tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu ekki aðeins 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu heldur einnig toppsæti riðilsins. Legia Warsjá fer í Evrópudeildina eftir 1-0 heimasigur á portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon sem situr eftir með sárt ennið. Guilherme var hetja pólska liðsins.Bayer Leverkusen vann 3-0 stórsigur á toppliði Mónakó en það skipti ekki máli því franska liðið var búið að vinna riðilinn fyrir lokaumferðina. Tottenham þurfti að vinna CSKA Moskvu til þess að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar og það tókst eftir smá bras í byrjun þar sem Rússarnir komust í 1-0. Tottenham svaraði með þremur mörkum og vann sinn fyrsta Evrópusigur á Wembley á tímabilinu.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Mónakó 3-0 1-0 Vladlen Yurchenko (30.), 2-0 Julian Brandt (48.), 3-0 Sjálfsmark Morgan De Sanctis (82.)Tottenham - CSKA Moskva 3-1 0-1 Alan Dzagoev (33.), 1-1 Dele Alli (38.), 2-1 Harry Kane (45.), 3-1 Sjálfsmark Igor Akinfeev (77.).F-riðillLegia Warsjá - Sporting 1-0 1-0 Guilherme (30.)Real Madrid - Borussia Dortmund 2-2 1-0 Karim Benzema (28.), 2-0 Karim Benzema (53.), 2-1 Pierre-Emerik Aubameyang (61.), 2-2 Marco Reus (88.).G-riðillClub Brugge - FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Sjálfsmark Brandon Mechele (8.), 0-2 Mathias Jørgensen (15.)Porto - Leicester 5-0 1-0 André Silva (6.), 2-0 Jesús Corona (26.), 3-0 Yacine Brahimi (44.), 4-0 André Silva (64.), 5-0 Jota (77.)H-riðillJuventus - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (52.), 2-0 Daniele Rugani (73.)Lyon - Sevilla 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira