Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2016 12:00 Fjármálaráðherra segir að mikið sé undir. Vísir/Anton Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. Ýmis þenslumerki séu í þjóðfélaginu og ekki megi við því að friður verði úti á vinnumarkaði vegna lífeyrismálanna. Fráfarandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði og hugðist greiða tugi milljarða inn á uppsafnaðar skuldbindingar ríkissjóðs vegna lífeyris opinberra starfsmanna. Frumvarpið var lagt til hliðar þegar nokkur félög opinberra starfsmanna felldu samkomulag um breytingar á lífeyrismálunum. Breytingarnar tengjast einnig heildarsamkomulagi á vinnumarkaði og því eru kjarasamningar sem koma til endurskoðunar í upphafi næsta árs í óvissu. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra sagði þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar á Alþingi í gær að ágætis jafnvægi væri nú í efnahagsmálum en blikur væru á lofti.Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra.vísir/gva„Efnahagsleg endurreisn Íslands eftir fall bankakerfisins haustið 2008 er vel á veg komin og eru hagspár fyrir næstu ár afar hagfelldar. Hagvöxtur hefur verið byggður á traustum grunni undanfarin ár og það er ágætis jafnvægi í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Verðbólga er lítil, kaupmáttur vex, atvinnustig er hátt og atvinnuleysi með því minnsta sem við höfum séð,“ sagði Bjarni. Ágætis vöxtur væri í fjárfestingu atvinnuvega samhliða aukningu í einkaneyslu og heimili og fyrirtæki hafi nýtt hagstæðar aðstæður til að draga úr skuldsetningu. „En það er ekki hægt að horfa framhjá því að það eru vaxandi líkur á því að þensla kunni að ógna jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setur viðvarandi þrýsting á krónuna. Laun hafa hækkað verulega umfram framleiðnivöxt og gera má ráð fyrir að framleiðsluspennan nái hámarki í byrjun næsta árs. Breytt umgjörð kjarasamninga er því nauðsynleg en óvissu gætir nú á vinnumarkaði meðal annars vegna þess að ekki hefur enn orðið að jöfnun lífeyrisréttinda á milli almenna og opinbera markaðarins,“ sagði fjármálaráðherra. Bjarni sagðist vona að Alþingi auðnaðist að ljúka því verkefni á yfirstandandi þingi og þá helst í þessum mánuði. „Það er mikið undir. Ekki bara fyrir vinnumarkaðinn og áframhaldandi frið á vinnumarkaði, heldur er ljóst að ríki og sveitarfélög munu um áramótin þurfa að hækka iðgjöld verulega ef ekki verður brugðist við. Á undanförnum dögum og vikum hefur haldið áfram samtal við heildarsamtökin vegna þess samkomulags sem undirritað var á sínum tíma og stendur enn. Enginn hefur sagt sig frá því. En samtalið snýst meðal annars um það hvernig við getum aðlagað mögulegt frumvarp sem kæmi þá fram á þessu þingi að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið frá því málið var lagt hér fram á síðasta þingi fyrir kosningar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. Ýmis þenslumerki séu í þjóðfélaginu og ekki megi við því að friður verði úti á vinnumarkaði vegna lífeyrismálanna. Fráfarandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði og hugðist greiða tugi milljarða inn á uppsafnaðar skuldbindingar ríkissjóðs vegna lífeyris opinberra starfsmanna. Frumvarpið var lagt til hliðar þegar nokkur félög opinberra starfsmanna felldu samkomulag um breytingar á lífeyrismálunum. Breytingarnar tengjast einnig heildarsamkomulagi á vinnumarkaði og því eru kjarasamningar sem koma til endurskoðunar í upphafi næsta árs í óvissu. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra sagði þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar á Alþingi í gær að ágætis jafnvægi væri nú í efnahagsmálum en blikur væru á lofti.Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra.vísir/gva„Efnahagsleg endurreisn Íslands eftir fall bankakerfisins haustið 2008 er vel á veg komin og eru hagspár fyrir næstu ár afar hagfelldar. Hagvöxtur hefur verið byggður á traustum grunni undanfarin ár og það er ágætis jafnvægi í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Verðbólga er lítil, kaupmáttur vex, atvinnustig er hátt og atvinnuleysi með því minnsta sem við höfum séð,“ sagði Bjarni. Ágætis vöxtur væri í fjárfestingu atvinnuvega samhliða aukningu í einkaneyslu og heimili og fyrirtæki hafi nýtt hagstæðar aðstæður til að draga úr skuldsetningu. „En það er ekki hægt að horfa framhjá því að það eru vaxandi líkur á því að þensla kunni að ógna jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setur viðvarandi þrýsting á krónuna. Laun hafa hækkað verulega umfram framleiðnivöxt og gera má ráð fyrir að framleiðsluspennan nái hámarki í byrjun næsta árs. Breytt umgjörð kjarasamninga er því nauðsynleg en óvissu gætir nú á vinnumarkaði meðal annars vegna þess að ekki hefur enn orðið að jöfnun lífeyrisréttinda á milli almenna og opinbera markaðarins,“ sagði fjármálaráðherra. Bjarni sagðist vona að Alþingi auðnaðist að ljúka því verkefni á yfirstandandi þingi og þá helst í þessum mánuði. „Það er mikið undir. Ekki bara fyrir vinnumarkaðinn og áframhaldandi frið á vinnumarkaði, heldur er ljóst að ríki og sveitarfélög munu um áramótin þurfa að hækka iðgjöld verulega ef ekki verður brugðist við. Á undanförnum dögum og vikum hefur haldið áfram samtal við heildarsamtökin vegna þess samkomulags sem undirritað var á sínum tíma og stendur enn. Enginn hefur sagt sig frá því. En samtalið snýst meðal annars um það hvernig við getum aðlagað mögulegt frumvarp sem kæmi þá fram á þessu þingi að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið frá því málið var lagt hér fram á síðasta þingi fyrir kosningar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira